Íbúaþing-allir í sama liði

Málsnúmer 201311138

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 178. fundur - 11.12.2013

Greint var frá íbúaþinginu Allir í sama liði sem fræðslusvið í samstarfi við félagssvið og íþrótta- og æskulýðssvið stóð fyrir þann 21. nóvember síðastliðinn. Þingið heppnaðist vel og fjölbreyttur hópur íbúa sveitarfélagsins með ólíkan bakgrunn hittist einn seinnipart og velti fyrir sér tækifærum og kostum fjölbreytileikans, hvernig væri að flytja á nýja staði og fordómum. Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur stýrði umræðum og fræddi þátttakendur um ýmsar hliðar fjölmenningar. Um 50 manns tóku þátt í þinginu og um helmingur þeirra skráði sig á lista sem áhugafólk um að vinna áfram í fjölmenningarmálum. Þróunarsjóður innflytjendamála styrkti fræðslusvið til að halda þingið.