Byggðaráð

1101. fundur 21. mars 2024 kl. 13:15 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði sveitarstjóri eftir að máli nr. 202103109 sé bætt á dagskrá og var það samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

1.Styrktarsamningur við Björgunarsveitina Dalvík

Málsnúmer 202403057Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Haukur A. Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar á Dalvík, kl. 13:15.

Á 367. fundi sveitarstjórnar þann 19. mars sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Fyrir fundinum lágu drög að samningi við Björgunarsveitina á Dalvík 2024-2027. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki atugasemdir við framlögð drög. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Til máls tók: Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði vísað til umfjöllunar í byggðaráði. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."


Til umræðu ofangreind drög.

Haukur vék af fundi kl. 13:54.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindum drögum í samráði við formann Björgunarsveitarinnar.

2.Starfs- og kjaranefndar 2024 - fundargerðir, erindi og samskipti

Málsnúmer 202401126Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 7. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202403088Vakta málsnúmer

Bókað i trúnaðarmálabók.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka að upphæð kr. 8.346.255, viðauki nr. 13 við fjárhagsáætlun 2024, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar - staða og framtíð

Málsnúmer 202401136Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 14:00.

Á 1099. fundi byggðaráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 17. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Helga fór yfir skipulag og stöðu Vinnuskólans og helstu áskornir í starfi hans. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði í samvinnu við Fræðslusvið að finna lausn á húsnæðisvanda Vinnuskólans. Ráðið telur nauðsynlegt að ráðinn sé inn verkstjóri fyrir Vinnuskólann. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar dagsett þann 30. janúar sl. sem tekið var jafnframt fyrir í umhverfis- og dreifbýlisráði. Til umræðu ofangreint. Helga Íris vék af fundi kl. 14:48.Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra að koma með upplýsingar um kostnað og útfærslu á starfi verkstjóra Vinnuskóla og að horft verði í leiðinni almennt á mönnun í sumar á Eigna- og framkvæmdadeild, fyrir næsta fund. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra að koma með tillögu að húsnæðismálum Vinnuskóla í samráði við stjórnendur sveitarfélagsins eftir því sem við á, fyrir næsta fund." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi útreikningar mannauðs- og launafulltrúa varðandi kostnað við starf verkstjóra vinnuskóla. Áætlaður kostnaður án persónuálags er kr. 2.807.602 miðað við 4 mánuði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um leigu á húseiningum til leigu, kostnaður á mánuði er um kr. 167.000 með vsk. Á fundinum kom einnig fram að deildarstjóri er í samskiptum við skólastjóra Dalvíkurskóla um mögulega aðstöðu fyrir Vinnuskólann þar í sumar.Niðurstaða:a) Byggðaráð leggur áherslu á að Vinnuskólanum verði fundinn aðstaða innan veggja stofnana sveitarfélagsins. b) Byggðaráð felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að kanna hvort hægt sé að samtvinna starf vegna verkstjórn á Vinnuskólanum með öðrum tímabundnum störfum á Eigna- og framkvæmdadeild."

Helga Íris gerði grein fyrir þróun málsins á milli funda. Fram kom að hún og skólastjóri Dalvíkurskóla hafa gert með sér samkomulag um að Vinnuskólinn fær að nýta húsnæði Dalvíkurskóla. Helga Íris ræddi um umsóknir um sumarstörf og störf flokkstjóra og horfur varðandi að manna störfin í sumar hjá Eigna- og framkvæmdadeild.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum veita deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar heimild til að auglýsa eitt af sumarstörfum 3 sem starf verkstjóra Vinnuskóla.

5.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Leiðrétting á há og lámarki á gjöldum í álagningu 2024

Málsnúmer 202403069Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 18. mars sl., þar sem gert er grein fyrir villu sem kom upp í hámarksprósentu á fráveitu- og vatnsgjaldi í upphafsálagningu 2024 sem nú er búið að leiðrétta.

Breytingarálagningin er kr. -11.105.769 til lækkunar og er aðallega vegna fráveitugjalds á atvinnuhúsnæði.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna leiðréttingar á tekjuáætlun vatnsveitu og fráveitu 2024.

6.Mánaðarlegar skýrslur 2024; janúar - febrúar

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:

Bókhald í samanburði við áætlun janúar - febrúar 2024.
Launakostnað og stöðugildi í samanburði við áætlun janúar - febrúar 2024.
Yfirlit yfir bókaðan kostnað vegna fjárfestinga og framkvæmda í samanburði við ársáætlun 2024.
Samantekt yfir staðgreiðslu janúar - febrúar 2024 í samanburði við 2023 og önnur sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá Veiðifélagi Þorvaldsdalsár; Óskað eftir kynningarfundi vegna fyrirhugaðrar Þorvaldsdalsvirkjunar

Málsnúmer 202403093Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá formanni Veiðifélags Þorvaldsdalsár, dagsett þann 14. mars sl., þar sem óskað er eftir að fá kynningarfund með Dalvíkurbyggð um fyrirhugaða virkjun í Þorvaldsdalsá.
Byggðaráð vísar formanni Veiðifélags Þorvaldsár að hafa samband við forsvarsmenn Artic Hydro ehf. og óska eftir kynningu.

8.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Árskógur - umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi

Málsnúmer 202403095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 18. mars sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækisfærisleyfi vegna Svardælsk mars í félagisheimilinu Árskógi 23. mars nk.

Með fundarboði byggðaráðs fylgja jákvæðar umsagnir skipulagsfulltrúa og eldvarnareftirlits.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir um að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsagnir frá byggingafulltrúa og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

9.Frá inniviðaráðuneytinu; Drög að borgarstefnu í samráðsgátt

Málsnúmer 202402107Vakta málsnúmer

Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir rafpóstur frá Innviðaráðuneytinu, dagsettur þann 22. febrúar sl., þar sem ráðuneytið vekur athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila. Frestur til að skila umsögn er til og með 22. mars nkNiðurstaða:Frestað til frekari umfjöllunar og afgreiðslu."
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Byggðastofnun; Beiðni um umsögn vegna breytinga á póstþjónustu

Málsnúmer 202403097Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Byggðastofnun, dagsett þann 15. mars sl., þar sem óskað er umsagnar frá sveitarfélaginu vegna breytingar á póstþjónustu á Dalvík ásamt erindi Íslandspósts.

Í erindinu kemur fram að með tölvuskeyti dagsettu þann 29. febrúar 2024, tilkynnti Íslandspóstur breytingar á póstafgreiðslu fyrirtækisins á Dalvík en pósthús hefur verið rekið þar að Hafnarbraut 26. Í erindi fyrirtækisins kemur fram að umfang afgreiðslna hefur dregist verulega saman. Í stað hefðbundinnar afgreiðslu hyggst Íslandspóstur bjoða upp á þjónustu póstbíls og póstbox, sjá nánar tilkynningu Íslandspósts. Óskað er eftir umsögn fyrir 5. apríl nk.


Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að þjónusta Íslandspóst skerðist ekki þótt hún verði með breyttum hætti.
Byggðaráð harmar að störf fari úr sveitarfélaginu við þessar breytingar.
Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að breytingarnar verði kynntar vel fyrir íbúum sveitarfélagsins.

11.Frá Umboðsmanni barna; Bréf um hljóðvist í skólum

Málsnúmer 202403098Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Umboðsmanni barna, dagsett þann 18. mars sl., þar sem Umboðsmaður, í kjölfar málþings sem haldið var nýlega í tilefni af alþjóðlegum degi heyrnar þann 3. mars sl., skorar á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum. Hvatt er til að hugað sé að bættri hljóðvist í skólum, jafnt í þeim skólum þar sem fyrirhugaðar eru framkvæmdir sem og öðru skólahúsnæði, til samræmis við ákvæði Barnasáttmálans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Eigna- og framkvæmdadeildar til skoðunar, fræðsluráðs og skólastjórnenda.

12.Frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir stjórnar nr. 945

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 945 frá 28. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Skíðabraut 12, Gamli skóli, kaup á eigninni

Málsnúmer 202103109Vakta málsnúmer

Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Freyr Antonsson kom inn á fundinn á nýju kl. 13:19..
Varaformaður byggðaráðs tók við fundarstjórn að nýju.

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. samþykkti sveitarstjórn samhljóða þá tillögu byggðaráðs um sölu á Gamla skóla með ákveðnum kvöðum í samstarfi við ríkið sem meðeiganda.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við starfsmann Fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fram kom ósk um hvort að sveitarfélagið gæti varpað ljósi á hvaða eða hvernig kvaðir Dalvíkurbyggð er með í huga.

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu."

Á fundinum var farið yfir drög að söluyfirliti sem barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu 21. mars 2024.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs