Frá innviðaráðuneytinu; Drög að borgarstefnu í samráðsgátt

Málsnúmer 202402107

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1098. fundur - 29.02.2024

Tekið fyrir rafpóstur frá Innviðaráðuneytinu, dagsettur þann 22. febrúar sl., þar sem ráðuneytið vekur athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila.
Frestur til að skila umsögn er til og með 22. mars nk
Frestað frekari umfjöllunar og afgreiðslu.

Byggðaráð - 1101. fundur - 21.03.2024

Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir rafpóstur frá Innviðaráðuneytinu, dagsettur þann 22. febrúar sl., þar sem ráðuneytið vekur athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila. Frestur til að skila umsögn er til og með 22. mars nkNiðurstaða:Frestað til frekari umfjöllunar og afgreiðslu."
Lagt fram til kynningar.