Frá Umboðsmanni barna; Bréf um hljóðvist í skólum

Málsnúmer 202403098

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1101. fundur - 21.03.2024

Tekið fyrir erindi frá Umboðsmanni barna, dagsett þann 18. mars sl., þar sem Umboðsmaður, í kjölfar málþings sem haldið var nýlega í tilefni af alþjóðlegum degi heyrnar þann 3. mars sl., skorar á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum. Hvatt er til að hugað sé að bættri hljóðvist í skólum, jafnt í þeim skólum þar sem fyrirhugaðar eru framkvæmdir sem og öðru skólahúsnæði, til samræmis við ákvæði Barnasáttmálans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Eigna- og framkvæmdadeildar til skoðunar, fræðsluráðs og skólastjórnenda.

Fræðsluráð - 292. fundur - 10.04.2024

Tekið fyrir bréf frá umboðsmanni barna dags. 18. mars 2024 , um hljóðvist í skólum.
Lagt fram til kynningar.