Fróðlegir tenglar

Fróðlegir tenglar 

fróðlegir tenglar


Á heimasíðunni Sarpur eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni. Undanfarin ár hafa þau söfn og stofnanir, sem eru aðilar að Sarpi, skráð rúmlega eina milljón færslna í gagnasafnið sem varðveitt er á svonefndum innri vef. Á þessum vef getur þú flett upp upplýsingum um rúmlega miljón aðföng sem eru í gagnasafninu. Þeim mun fjölga dag frá degi.

 

Tímarit.is er stafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Aðgangur er öllum opinn og stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðlun upplýsinga. 

 

Ísmús - íslenskur músík- og menningararfur - er gagnagrunnur sem geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta. Verkefnið er í umsjá Tónlistarsafns Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

 

Önnur söfn 

söfn á íslandi

 

Á Íslandi má finna allskonar söfn. Flest þeirra eru nokkuð hefðbundin og má þar nefna bóka, lista
og minjasöfn, önnur eru óhefðbundnari og eru tileinkuð draugum og ýmsu öðru
forvitnilegu.

Hér má sjá þau söfn sem finna má á Norðurlandi

Hér
má sjá þau söfn sem finna má á Vesturlandi

Hér má sjá þau söfn sem finna má á Suðurlandi


Á höfuðborgarsvæðinu fá finna mörg mismunandi söfn á má þar nefna:

Borgarsögusöfn Reykjavíkur

Þjóminjsafn Íslands

Safnahúsið