Kristjánsstofa

Minningasöfn - 2. hæð.

Kristjánsstofa

Tveir þjóðþekktir svarfdælingar eiga hvor sínar stofur á safninu.

Kristjánsstofa er stofa sem tilenkuð er fyrrum forseta Íslands Kristjáns Eldjárns. Fjölskylda Kristjánsgaf safninu marga persónulega muni hans við þetta tækifæri. Kristján Eldjárn fæddist að Tjörn í Svarfaðardal 6.desember 1916 og var næstelsta barn Þórarins Kr. Eldjárns, bónda og kennara þar og konu hans Sigrúnar Sigurhjartardóttur frá Urðum í Svarfaðardal. Kristján var fornleifafræðingur að mennt og hann stóð fyrir mörgum merkum fornleifarannsóknum í Svarfaðardal. Kristján var einnig þjóðminjavörður Þjóðminjasafns Íslands áður en hann var kjörinn forseti Íslands 30. júní 1968 og gegndi því embætti þrjú kjörtímabil, til 1980. Eftir það var Kristján skipaður prófessor í íslenskri fornleifafræði við Háskóla Íslands.

Kristjánsstofa