Sumarstarf á byggðasafninu Hvoli.

Sumarstarf á byggðasafninu Hvoli.

Fræðslu- og menningarsvið leitar eftir sumarstarfsmanni fyrir Hvol, Byggðasafn Dalvíkurbyggðar

 

Byggðasafn Dalvíkurbyggðar auglýsir laust til umsóknar helgarvinnu í sumarafleysingum á Byggðasafninu Hvol sem staðsett er á Dalvík.

Ráðningartímabilið er frá lok maí fram í enda ágúst og er unnið aðra hvora helgi frá 11-18. Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og æskilegt er að hann hafi stúdentspróf eða aðra sambærilega menntun.

Við óskum eftir starfsmanni með góða tungumálakunnáttu þar sem viðkomandi verður í daglegum samskiptum við safngesti af ólíkum þjóðernum. Æskilegt er að umsækjandi búi yfir góðri tölvufærni og geti nýtt sér upplýsingatækni í starfi. Mikil áhersla er lögð á frumkvæði í starfi og skipulögð vinnubrögð. Umsækjandi þarf að hafa ríka þjónustulund og sýna framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Þekking og áhugi á sögu og safnamálum ásamt staðbundinni þekkingu er æskileg. Reynsla af sambærilegum störfum er ekki skilyrði en álitið sem kostur.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum sveitafélaga.

 

Umsóknarfrestur er til 15 apríl. Umsóknum ásamt ferilskrá má skila á Bókasafn Dalvíkurbyggðar eða á netfangið: bjork.eldjarn@dalvikurbyggd.is. 

Allar frekari upplýsingar veitir Björk Eldjárn í síma 4604930 eða á netfanginu bjork.eldjarn@dalvikurbyggd.is