Sveitarstjórn

369. fundur 14. maí 2024 kl. 16:15 - 17:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1104, frá 23.04.2024

Málsnúmer 2404011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202404040.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202404089.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1105, frá 02.05.2024

Málsnúmer 2404014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17 liðum.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202105085.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202403116.
Liður 12 er sér liður á dagskrá; mál 202203130.
Liður 13 er sér liður á dagskrá; mál 202404115.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1106, frá 08.05.2024

Málsnúmer 2405003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202402139.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202309104.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202404024; a) auglýsing og d) tímarammi.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202111018.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fræðsluráð - 293, frá 08.05.2024

Málsnúmer 2405001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202309054.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202311016.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202402040.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 161, frá 02.05.2024.

Málsnúmer 2404013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202307014.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Menningarráð - 102, frá 03.05.2024

Málsnúmer 2404012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202403090.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skipulagsráð - 20, frá 08.10.2024

Málsnúmer 2405002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202305021
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202401062
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202404098
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202306096
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202404105
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202404122
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202205007.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 40, frá 16.04.2024.

Málsnúmer 2404009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202402040.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202307014.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 20, frá 03.05.2024

Málsnúmer 2404015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202404143.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Frá 1105. fundi byggðaráðs þann 2. maí sl., viðaukabeiðni vegna bóta

Málsnúmer 202105085Vakta málsnúmer

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun 2024, á lið 04210-4981 að upphæð kr. 18.509.655 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

11.Frá 1106. fundi byggðaráðs þann 8. maí 2024; Flotbryggja Dalvíkurhöfn, bæta við steyptum fingri.

Málsnúmer 202402139Vakta málsnúmer

Málið var tekið fyrir á 134.fundi veitu- og hafnarráðs þann 11.apríl, og var samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kaupa steyptan fingur við flotbryggju sem liggur út frá olíubryggju. Silja Pálsdóttir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu eða umfjöllun vegna vanhæfis.

Þá var málið tekið fyrir á 368.fundi sveitarstjórnar þann 16.apríl sl. og var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu veitu- og hafnaráðs að keyptur verði steyptur fingur við flotbryggju sem liggur út frá olíubryggju og felur sveitarstjóra að leggja viðaukabeiðni fyrir byggðaráð þar sem framkvæmdin er ekki á starfs- og fjárhagsáætlun 2024. Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu og umfjöllun vegna vanhæfis."

Á 1106.fundi byggðaráðs þann 8.maí var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 4.597.315 á lið 42200-11551. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 16:20.
Lilja Guðnadóttir 1.varaforseti tók við stjórn fundarins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð 4.597.315 á lið 42200-11551 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Frá 1106. fundi byggðaráðs þann 8. maí 2024; Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028; auglýsing og tímarammi

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn, kl. 16:21.

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið var yfir fyrstu skref skv. kafla 2.1. í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar varðandi vinnu við fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar í apríl og maí þegar ársreikningur liggur fyrir.
Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar á vordögum með kjörnum fulltrúum um vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028."

a) Auglýsing
b) Þjónustustefna
c) Þátttaka íbúa; OneVote, Hugmyndakassi fl.
d) Tímarammi.
e) Kjörnir fulltrúar

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tímaramma fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum auglýsingu fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að stefnt verði á senda út könnun til kjörinna fulltrúa með dagsetningu fundar.

13.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Á 40.fundi skólanefndar TÁTs þann 16.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Uppfærð gjaldskrá TÁT lögð fyrir skólanefnd TÁT.
Leiðrétting á gjaldskrá TÁT í framhaldi af tilmælum samningsaðila við gerð síðustu kjarasamninga.
Skólanefnd samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá TÁT og nefndin leggur til að uppfærð gjaldskrá taki gildi frá upphafi næsta skólaárs tónlistarskólans.

Á 161.fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar þann 2.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn hefur óskað eftir því við sviðsstjóra að uppfæra gjaldskrá, þannig að hún taki mið af því að hækka um 3,5% í stað 4,9% eins og búið var að ákveða.
Tillaga að breyttri gjaldskrá lögð fyrir ráðið. Þá var einnig uppfærður texti varðandi sér afsláttarkjör, s.s. vegna lögreglu.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir meðfylgjandi gjaldskrá með 5 atkvæðum.
Freyr Antonson lagði fram þá tillögu að fresta afgreiðslu gjaldskráa þar til þær liggja allar fyrir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar.


14.Frá 1103. fundi byggðaráðs þann 11.04.2024; Lýðræðisstefna Dalvíkurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202105075Vakta málsnúmer

Á 1103.fundi byggðaráðs þann 11.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 9. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir endurskoðun á Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar sem er meðfylgjandi.
Lagt er til að stefnan fari til umsagnar í Hugmyndakassa Dalvíkurbyggðar undir Betra Ísland á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Íbúum veri þannig gefinn kostur að koma með tillögur og umsögn um leiðir til lýðræðis. Hvernig vilja íbúar taka þátt og hafa áhrif ?
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við endurskoðaða Lýðræðisstefnu eins og hún liggur fyrir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Lýðræðisstefnan fari til umsagnar í Hugmyndakassa Dalvíkurbyggðar og að umsagnarfrestur verði til og með 2. maí nk.

Engar tillögur eða ábendingar komu frá íbúum Dalvíkurbyggðar um Lýðræðisstefnuna
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar.

15.Frá 1105. fundi byggðaráðs þann 2. maí 2024; Launastefna

Málsnúmer 202203130Vakta málsnúmer

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 10. apríl 2024, þar sem gert er grein fyrir tilgangi og markmiðum með Launastefnu Dalvíkurbyggðar. Tillaga að stefnunni er meðfylgjandi.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drög að Launastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og óskar eftir umsögn frá sérfræðingum á sviði kjarasamála Sambands íslenskra sveitarfélaga."

Fyrir liggur umsögn samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að búið er að taka tillit til þeirrar umsagnar í meðfylgjandi drögum og gerðar breytingar á 4. gr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi launastefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þar með launastefnu Dalvikurbyggðar.

16.Frá 1105. fundi byggðaráðs þann 2. maí 2024; Umsókn um uppsetningu skiltis við strandblakvöll

Málsnúmer 202403116Vakta málsnúmer

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Erindi dagsett 22. mars 2024 þar sem Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir f.h. Blakfélagsins Rima sækir um leyfi fyrir uppsetningu skiltis sunnan íþróttamiðstöðvar á Dalvík. Stærð skiltis er 90 x 150 cm. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að leggja til heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og framkvæmdasvið. Umsókn um fjárstyrk fyrir uppsetningu skiltis er vísað til byggðaráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um leyfi til Blakfélagsins Rima fyrir uppsetningu skiltis sunnan Íþróttamiðstöðvarinnar á Dalvík. Stærð skiltis er 90 x 150. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að finna heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og Framkvæmdasvið."

Á 1105.fundi byggðaráðs þann 2.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna beiðni um styrk frá sveitarfélaginu við að setja skiltið upp.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar beiðni um styrk frá sveitarfélaginu við að setja skiltið upp.

17.Frá 1105. fundi byggðaráðs þann 2. maí 2024; Sjávarútvegsskóli unga fólksins sumarið 2024

Málsnúmer 202404115Vakta málsnúmer

Á 1105.fundi byggðaráðs þann 2.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett þann 19. mars sl, þar sem fram kemur að forstöðumaður SHA við Háskólann á Akureyri er að byrja að skipuleggja Sjávarútvegsskóla unga fólksins vegna sumarsins 2024. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2013 og þar af 8 ár hér við Eyjafjörð á Akureyri, Dalvík og í Grenivík og í Fjallabyggð. Óskað er eftir styrk frá Dalvikurbyggð til að styðja fjárhagslega við skólann. Allar upphæðir vel þegnar en ein kennsluvika kostar ca kr.1.000.000
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð getur ekki orðið við ofangreindu erindi um fjárhagslegan stuðning.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, að Dalvíkurbyggð getur ekki orðið við erindi um fjárhagslegan stuðning við Sjávarútvegsskóla unga fólksins vegna sumarsins 2024.

18.Frá 293. fundi fræðsuráðs þann 8. maí 2024; Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Á 293.fundi fræðsluráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla skilar af sér vinnu hópsins með greinagerð.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykktar verði þær tillögur sem vinnuhópur leggur til og taki þær gildi strax eftir sumarfrí leikskólanna. Verði þetta gert til prufu í 1 ár og árangur skoðaður næsta vor. Jafnframt samþykkir fræðsluráð með 5 atkvæðum nýtt erindisbréf fyrir vinnuhóp.

Tillögurnar eru:

1) Að boðið verði uppá sveigjanlega 30 klst gjaldfrjálsa leikskóladvöl í dalvíkurbyggð, þó með þeim skilyrðum að vistun hefjist ekki eftir kl 09:00 á morgnana, og verði að lágmarki 4 klst í senn, þá daga sem börn mæta í skóla.

2) Að börn yngri en 18 mánaða verði boðin vistun til kl 15:15.

3) Að teknir verði í gagnið skráningardagar og sérstakt gjald verði fyrir þá daga 2.696kr.

4) Að vinnuhópur starfi áfram samkvæmt nýju erindisbréfi og hlutverk hans verði að taka saman gögn og upplýsingar og upplýsa fræðsluráð á fundum næsta vetur.

Fræðsluráð leggur áherslu á að verkefnið er tilraunaverkefni í 1 ár. Ef vankantar verða, eða ef aðrar leiðir væru færari, þurfum við að geta stigið skref til hliðar, eða til baka, og vera ófeimin við það. Bent er á að foreldrar barna þurfa að greiða fæði í leikskóla.
Til máls tóku:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur fræðsluráðs, sveitarstjórn vekur athygli á því að verkefnið er tilraunarvekefni til eins árs og verður árangur af því skoðaður næsta vor.

Fulltrúar B lista Lilja Guðnadóttir og Monika Margrét Stefánsdóttir leggja fram eftirfarandi bókun:
Við hjá B lista samþykkjum þessar breytingar sem vinnuhópurinn leggur til þar sem þetta er hugsað til eins árs og að vinnuhópur verði áfram starfandi þar sem eftirfylgni og upplýsingum verði komið inn til kynningar og umræðu hjá fræðsluráði á meðan á verkefninu stendur.

19.Frá 102. fundi menningarráðs þann 3. maí 2024; Umsókn um styrk vegna afmælistónleika hjá Sölku kvennakórs

Málsnúmer 202403090Vakta málsnúmer

Á 102.fundi menningarráðs þann 3.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir bréf frá Sölku kvennakór sem óskar eftir styrk vegna afmælistónleika í Bergi.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita Sölku kvennakór 300.000 kr. styrk.
Til máls tók:
Katrín Sif Ingvarsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 16:41.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs um að veita Sölku kvennakór kr. 300.000.- í styrk.

20.Frá 293. fundi fræðsluráðs þann 8. maí 2024; Móðurmálskennsla fyrir ÍSAT nemendur í grunnskóla - samningur

Málsnúmer 202309054Vakta málsnúmer

Katrín Sif Ingvarsdóttir, kom aftur inn á fundinn kl. 16:42

Á 293.fundi fræðsluráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að samningi við pólska sendiráðið.
Fræðsluráð samþykkir samning samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og samþykkir samning við pólska sendirráðið um móðurmálskennslu fyrir ÍSAT nemendur í grunnskóla.

21.Skóladagatal skólanna 2024 - 2025

Málsnúmer 202402040Vakta málsnúmer

á 368.fundi sveitarstjórnar þann 16.apríl var eftirfarandi bókað:
Á 292. fundi fræðsluráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fyrir fræðsluráð. Tekið fyrir minnisblað frá stjórnendum leikskóla og sviðsstjóra.Niðurstaða:Skóladagatal Dalvíkurskóla samþykkt með fimm atkvæðum. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka fyrir skóladagatal Árskógarskóla og Krílakots á næsta fund hjá ráðinu. "
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2024 - 2025.

Á 40. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir drög að skóladagatali TÁT fyrir skólaárið 2024 - 2025. Skólanefnd TÁT samþykkir með þremur atkvæðum skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2024 - 2025.

Á 293.fundi fræðsluráðs þann 8.maí 2024 sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir leikskóladagatal skólanna í Dalvíkurbyggð fyrir skólaárið 2024 - 2025.
Einnig tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs.
Skóladagatal leikskólanna er samþykkt með fjórum atkvæðum með þessum breytingum
Lokað í haust - og vetrarfríi (fjórir dagar)
Dagar milli jóla og nýsárs, Dymbilvika og fimmta vika í sumarfríi verða skráningadagar. Fimmta vikan þarf að vera öðru hvoru megin við lokunardaga í sumarfríi.
Benedikt Snær er á móti lokun í vetrarfríi og getur því ekki samþykkt leikskóladagatal.

Enginn tók til máls:

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali TÁT fyrir skólaárið 2024 - 2025.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali Krílakots fyrir skólaárið 2024 - 2025.

22.Frá 1106. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl.; Dalvíkurlína 2 - Stígur meðfram lagnaleið

Málsnúmer 202111018Vakta málsnúmer

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarndi bókað:
"Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað: Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóri hjá Landsneti, föstudaginn 10. mars sl., um Dalvíkurlínu 2 og lagningu stíga meðfram lagnaleið. Sveitarstjóri leggur til að lögð verði áhersla á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt er lagt til að gengið verði frá yfirlýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastígs á landi þeirra, þrátt fyrir að hann komi ekki til fyrr en eftir einhver ár. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgeiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um uppgjör landbóta vegna landsréttinda í þágu hjóla- og göngustígs."

Á 1106.fundi byggðaráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu yfirlýsingar vegna göngu- og hjólastígs sem landeigendur í Dalvíkurbyggð hafa undirritað í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2, sbr. rafpóstur dagsettur þann 30. apríl sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi yfirlýsingar að hálfu Dalvíkurbyggðar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra að undirrita yfirlýsingarnar af hálfu Dalvíkurbyggðar.

23.Frá 1104. fundi byggðaráðs þann 23. april sl.; Fjárhús sunnan Ásgarðs - ósk um kaup

Málsnúmer 202404040Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 3. apríl 2024 þar sem Kristín A. Símonardóttir óskar eftir að kaupa fjárhús sunnan Ásgarðs á Dalvík. Erindið var áður á dagskrá byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 28.september 2023 og var því hafnað. Niðurstaða:Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls. Skipulagsráð fer ekki með sölu eigna Dalvíkurbyggðar og vísar því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum"

Á 1104.fundi byggðaráðs þann 23.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi með vísan í bókun skipulagsráðs frá 13. september 2023.
Fjárhúsin eru á gildandi aðalskipulagi Dalvikurbyggðar 2008-2020. Svæði 407-Ó er óbyggt svæði sem skilgreint er sem framtíðarsvæði íbúabyggðar. Þar verði ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar. Norðan við svæðið er landnoktunarreitur 406-V fyrir verslun og þjónustu sem er ætlað er fyrir blandaða byggð verslunar og þjónustu við íbúa. Svæðið verður andlit bæjarins gagnvart aðkomu úr suðri. Byggðaráð bendir jafnframt á að vinna við nýtt aðalskipulag er að hefjast þar sem skilgreind verður nýting svæðisins til framtíðar og samhliða því þarf þá skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð húsanna í skipulagi sveitarfélagsins.
Enginn tók til máls:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar erindinu með vísan í bókun skipulagsráðs frá 13.september 2023.

24.Frá 20. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. maí sl; Hreinsunarátak 2024

Málsnúmer 202404143Vakta málsnúmer

Á 20.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3.maí sl., var eftirfarandi bókað:
Deildarstjóri lagði fram tillögu að uppfærðum markmiðum hreinsunarátaks frá 2023.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlögð markmið hreinsunarátaks.
Ráðið leggur til að hreinsunardagur á Dalvík verði laugardaginn 8.júní nk. Gert verði ráð fyrir rýmri opnunartíma á gámasvæði þann dag. Deildarstjóra er falið að auglýsa hreinsunardaga á Dalvík, Hauganesi og Árskógssandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Til máls tók:
Freyr Antonsson og leggur hann fram eftirfarandi tillögu að hreinsunardagur á Dalvík, Hauganesi og Árskógssandi verði haldinn þann 25.maí í stað 8.júní.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um markmið hreinsunarátaks. Jafnfram samþykkir sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeilar að auglýsa hreinsunardaga í Dalvíkurbyggð.

25.Frá 1104. fundi byggðaráðs þann 23. apríl sl.; Ársfundur hjá Símey 2024

Málsnúmer 202404089Vakta málsnúmer

Á 1104. fundi byggðaráðs þann 23.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir boð á ársfund Símey 29. apríl nk. kl. 14. Hægt er að taka þátt í gegnum TEAMS eða vera á staðnum, Þórsstíg 4 á Akureyri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins.

26.Frá 20. fundi skipulagsráðs þann 8. maí sl; Grund Svarfaðardal - breyting á aðalskipulagi vegna áforma um efnisnám

Málsnúmer 202305021Vakta málsnúmer

Á 20.fundi skipulagsráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám í landi Grundar í Svarfaðardal lauk þann 20.mars sl.
Ein athugasemd barst. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Fiskistofu, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Skipulagsstofnun og Veiðifélagi Svarfaðardalsár.
Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og felur skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi skipulagsráðs.

27.Frá 20. fundi skipulagsráðs þann 8. maí sl.; Miðsvæði Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202401062Vakta málsnúmer

Á 20.fundi skipulagsráð var eftirfarandi bókað:
Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæðum ÍB-302 og ÍB-303 lauk þann 2.maí sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Mílu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að tillagan verði auglýst skv. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingum til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar. Umræddar breytingar felast í því að fallið er frá stækkun íbúðarsvæðis ÍB-303 til austurs meðfram Ólafsfjarðarvegi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingum til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar.

28.Frá 20. fundi skipulagsráðs þann 8. maí sl.; Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202404098Vakta málsnúmer

Á 20.fundi skipulagsráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Kynningu á vinnslutillögu fyrir breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg vegna áforma um byggingu íbúða fyrir íbúa í aldurshópnum 60 ára og eldri lauk þann 2.maí sl.
Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Mílu, Vegagerðinni og Veitum Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með þeirri breytingu að heimilt verði að reisa allt að þriggja hæða byggingu á lóð Dalbæjar og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeirri breytingu að heimilt verði að reisa allt að þriggja hæða byggingu á lóð Dalbæjar. Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

29.Frá 20. fundi skipulagsráðs þann 8. maí sl.; Skógarhólar 29 - breyting á deiliskipulagi.

Málsnúmer 202306096Vakta málsnúmer

Á 20. fundi skipulagsráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Í kjölfar fundar með íbúum Skógarhóla 29 varðandi beiðni þeirra um að lóðin verði minnkuð og gata innan lóðar verði þar með í umsjá sveitarfélags leggur framkvæmdasvið til að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við ofangreint ásamt því að bætt verði við lóð og byggingarreit fyrir 3-4 íbúða raðhús á einni hæð á opnu svæði norðan við lóð Skógarhóla 29 og leiksvæði fært til norðurs.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við ofangreint.
Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11 og 23 og Böggvisbraut 16, 18 og 20.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við ofangreint.
Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11 og 23 og Böggvisbraut 16, 18 og 20.

30.Frá 20. fundi skipulagsráðs þann 8. maí 2024; Ytra Holt - fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 202404105Vakta málsnúmer

Á 20. fundi skipulagsráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 16.apríl 2024 þar sem Vífill Björnsson leggur fram fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis á lóð L188976 við Svarfaðardalsveg.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið er núverandi húsnæði skilgreint sem kjúklingabú en fyrirhugað er að breyta því í geymslu- og lagerhúsnæði og fjölga eignarhlutum úr einum í fjórtán.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Ytra Holts til samræmis við erindið.
Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Holtsgötu 22 og Hestamannafélaginu Hring.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að gerð verði breyting á deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Ytra Holts til samræmis við erindið.
Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Holtsgötu 22 og Hestamannafélaginu Hring.

31.Frá 20. fundi skipulagsráðs þann 8. maí 2024; Svarfaðarbraut 28 - umsókn um breytingu á bílgeymslu

Málsnúmer 202404122Vakta málsnúmer

Á 20. fundi skipulagsráðs þann 8. maí sl., var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 26. apríl 2024 þar sem Sveinn Valdimar Ríkarðsson sækir um leyfi til breytingar á bílgeymslu á lóð nr. 28 við Svarfaðarbraut.
Umrædd breyting felst í því að setja lágt risþak á núverandi bílgeymslu. Hækkun á þakhæð er um 0,5 m í hæsta punkti.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að áformin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Svarfaðarbraut 26 og Sunnubraut 7 og 9.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að áformin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Svarfaðarbraut 26 og Sunnubraut 7 og 9.

32.Frá 20. fundi skipulagsráðs þann 8. maí sl.; Umsókn um lóð - Hamar lóð 8

Málsnúmer 202205007Vakta málsnúmer

Á 20.fundi skipulagsráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 29.apríl 2024 þar sem Cristof Wenker sækir um frest til framkvæmda á frístundalóð nr. 8 í landi Hamars.
Lóðinni var úthlutað þann 5.maí 2022.
Skipulagsráð samþykkir að veita framlengdan frest til framkvæmda til 1.ágúst 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs, að veita framlengdan frest til framkvæmda til 1.ágúst 2024.

33.Frá 1106. fundi byggðaráðs þann 8. maí 2024; Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 31 við Öldugötu, Árskógssandi lauk þann 19. mars sl. Tólf athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að unnin verði endanleg skipulagstillaga í samræmi við framlögð gögn og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á auglýsingatíma verði jafnframt lögð fram þrívíddarmynd af fyrirhuguðum mannvirkjum á lóð nr. 31 við Öldugötu. Þorsteinn Ingi Ragnarsson B-lista leggur fram eftirfarandi bókun: "Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð." Samþykkt með þremur atkvæðum. Þorsteinn Ingi Ragnarsson greiðir atkvæði gegn tillögunni og Katrín Sif Ingvarsdóttir K-lista situr hjá við afgreiðslu málsins. "Niðurstaða:Til máls tóku: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði frestað og málinu vísað til byggðaráðs til frekari umræðu. Byggðaráði er falið að ræða við umsækjendur og kanna aðrar leiðir til uppbyggingar starfsemi Laxós ehf. í Dalvíkurbyggð. Monika Margrét Stefánsdóttir ítrekar bókun Þorsteins Inga Ragnarssonar fyrir hönd B-lista: Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð. Fleiri tóku ekki til máls. a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar. b) Monika Margrét Stefánsdóttir og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði með bókun Moniku Margrétar, en 5 sitja hjá. "

Á 1106.fundi byggðaráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Guðmund Val Stefánsson á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS.
Málinu er frestað þar sem það er til umræðu hjá byggðaráði.

34.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2023.Síðari umræða.

Málsnúmer 202309097Vakta málsnúmer

Á 1103.fundi byggðaráðs þann 11.apríl 2024 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:15, Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins frá KPMG, sveitarstjórnarfulltrúinn Freyr Antonsson og sviðsstjórarnir Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Þorsteinn fór yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi. Þorsteinn, Freyr og Eyrún viku af fundi kl. 14:37.
Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023, sundurliðun ársreiknings 2023, skýrsla til sveitarstjóra um stjórnsýsluendurskoðun 2023 og endurskoðunarskýrsla 2023.
Til máls tók: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðustöðum ársreiknings.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 260.337.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður) er jákvæð um kr. 206.244.000.
Fjárfestingar samstæðu A- og B-hluta voru kr. 180.302.000.
Lántaka var kr. 0 og afborganir langtímalána samstæðu A- og B- hluta voru kr. 120.012.000.
Handbært fé frá rekstri samstæðu A- og B- hluta var kr. 602.554.000 og veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna var kr. 609.715.000.

Fleiri tóku ekki til máls.
Niðurstaða: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn þriðjudaginn 14. maí nk.
Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 eins og hann liggur fyrir og áritar reikninginn því til staðfestingar ásamt ábyrgðar- og skuldbindingayfirliti.

Fulltrúar B lista Lilja Guðnadóttir og Monika Margrét Stefánsdóttir leggja fram eftirfarandi bókun:
Við hjá B lista viljum leggja áherslu á að þegar verið er tala um ársreikning sveitarfélagsins þarf að gera skýran greinarmun á góðri afkomu eða að sveitarfélagið standi vel fjárhagslega eftir að miklu fjármagni hefur verið skilað inn þar sem ekki var farið í allar þær framkvæmdir sem voru á áætlun fyrir síðastliðið fjárhagsár.

Fulltrúar D lista Freyr Antonsson og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir leggja fram eftirfarandi bókun:
D listi mótmælir harðlega þeirri bókun B lista að gera lítið úr rekstrarniðurstöðu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023. Samanburður við önnur sveitarfélög stenst alla skoðun og er ekki eingöngu vegna þess að ekki var farið í meiri fjárfestingar og framkvæmdir.
Dalvíkurbyggð greiddi niður lán uppá 120 milljónir á síðasta ári án þess að taka ný lán. Á þessu ári er áætlaður yfir einn milljarður í fjárfestingar og framkvæmdir og ekki er gert ráð fyrir að taka ný lán heldur greiða niður lán á sama tíma um 100 milljónir. Niðurstaða þessa árs gerir það að verkum að mögulegt er að fara í þessa metnaðarfullu uppbyggingu. Aldrei í sögu Dalvíkurbyggðar hafa slíkar áætlanir verið settar fram.

35.Ákvörðun um kjörstaði og kjördeildir vegna forsetakosninga 1. júní nk.

Málsnúmer 202405052Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga vegna kosninga til Forseta Íslands, laugardaginn 1.júní 2024.

a)
Kjörskrá
Samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá hefur byggðaráð umboð sveitarstjórnar að semja kjörskrá vegna almennra kosninga, fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurðar um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi.
Samkvæmt nýjum kosningalögum þá þarf sveitarstjórn ekki lengur að staðfesta kjörskrá og þar af leiðandi þarf ekki lengur að undirrita kjörskrá þegar hún er lögð fram almenningi til sýnis. Jafnframt tekur núna Þjóðskrá Íslands við athugasemdum við kjörskrá.

b)
Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna forsetakosninga 1. júní 2024, sbr. 11. gr. III. kafla kosningalaga nr. 112 frá 25. júní 2021 og sbr. 78 gr. XIII. kafla sömu laga, með síðari breytingum.

Sbr. 11. og 78. gr. kosningalaga nr. 112 frá 25. júní 2021 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.


Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að vegna kosninga til Forseta Íslands, þann 1.júní nk. þá verði fjöldi kjördeilda ein í Dalvíkurbyggð og að kjörstaður verði í Dalvíkurskóla.

Fundi slitið - kl. 17:35.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri