Skóladagatal skólanna 2024 - 2025

Málsnúmer 202402040

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 290. fundur - 14.02.2024

Mónika kom inn á fund 09:06
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir verkferil í vinnu við skóladagatöl skólanna.
Fræðsluráð óskar eftir að skólar í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð reyni að samræma sín skóladagatöl sem mest vegna samreksturs á tónlistarskóla. Fræðsluráð telur mikilvægt að skóladagatöl verði unnin í samráði við starfsfólk skólanna.

Fræðsluráð - 291. fundur - 13.03.2024

Stjórnendur skólanna fóru yfir fyrstu drög að skóladagatölum skólanna fyrir skólaárið 2024 - 2025.
Lagt fram til kynningar. Skóladagtöl verða lögð fyrir fræðsluráð til samþykktar á næsta fundi hjá ráðinu.

Fræðsluráð - 292. fundur - 10.04.2024

Skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fyrir fræðsluráð. Tekið fyrir minnisblað frá stjórnendum leikskóla og sviðsstjóra.
Skóladagatal Dalvíkurskóla samþykkt með fimm atkvæðum. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka fyrir skóladagatal Árskógarskóla og Krílakots á næsta fund hjá ráðinu.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 40. fundur - 16.04.2024

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir drög að skóladagatali TÁT fyrir skólaárið 2024 - 2025.
Skólanefnd TÁT samþykkir með þremur atkvæðum skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2024 - 2025.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 292. fundi fræðsluráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fyrir fræðsluráð. Tekið fyrir minnisblað frá stjórnendum leikskóla og sviðsstjóra.Niðurstaða:Skóladagatal Dalvíkurskóla samþykkt með fimm atkvæðum. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka fyrir skóladagatal Árskógarskóla og Krílakots á næsta fund hjá ráðinu. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2024 - 2025.

Fræðsluráð - 293. fundur - 08.05.2024

Tekið fyrir leikskóladagatal skólanna í Dalvíkurbyggð fyrir skólaárið 2024 - 2025.

Einnig tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs.
Skóladagatal leikskólanna er samþykkt með fjórum atkvæðum með þessum breytingum

Lokað í haust - og vetrarfríi (fjórir dagar)
Dagar milli jóla og nýsárs, Dymbilvika og fimmta vika í sumarfríi verða skráningadagar. Fimmta vikan þarf að vera öðru hvoru megin við lokunardaga í sumarfríi.

Benedikt Snær er á móti lokun í vetrarfríi og getur því ekki samþykkt leikskóladagatal.