Sveitarstjórn

365. fundur 23. janúar 2024 kl. 16:15 - 18:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir komu fram við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1092, frá 11.02.2024.

Málsnúmer 2401005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 28 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202312058.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202304046.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202311016.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202309054.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202312065.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202304162, samningar við íþrótta- og æskulýðsfélögin.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202312016.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202401035.
Liður 15 er sér mál á dagskrá; mál 202311053.
Liður 16 er sér mál á dagskrá; mál 202401049.
Liður 23 er sér mál á dagskrá; mál 202308038.
Liður 24 er sér mál á dagskrá; mál 202401024.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1093, frá 18.01.2024.

Málsnúmer 2401008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202312018.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202401070.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202309017.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202312040.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202304074.
Liður 9 er sér liður á dagskrá: mál 202112032.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202401012.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202401068.
Liður 13 er sér liður á dagskrá; mál 202401071.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

3.Félagsmálaráð - 275, frá 09.01.2024.

Málsnúmer 2312002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202312053.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

4.Fræðsluráð - 289, frá 17.01.2024.

Málsnúmer 2401006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202304046.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 156, frá 09.01.2024.

Málsnúmer 2401003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202212136.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 157, frá 11.01.2024.

Málsnúmer 2401007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

7.Menningarráð - 100, frá 18.01.2024

Málsnúmer 2311014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202301121.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202306129.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

8.Skipulagsráð - 16, frá 10.01.2024.

Málsnúmer 2401002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202202043.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202401038.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202401009.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202312044.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

9.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 16, frá 05.01.2024.

Málsnúmer 2401001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 131, frá 10.01.2024.

Málsnúmer 2401004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202304061.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá 1092. fundi byggðaráðs þann 11.01.2024; Viðaukbeiðni vegna viðhalds á Krílakoti fyrir fjárhagsárið 2024.

Málsnúmer 202312058Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:50. Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 19. desember sl. þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna viðhalds á leikskólanum Krílakoti þar sem ekki náðist að klára viðhald á árinu 2023 samkvæmt samningsupphæð. Óskað er eftir kr. 10.669.000 til að klára verkið og kr. 1.000.000 til viðbótar til að klára vinnu við málningar- og rafvirkjavinnu sem tengjast þessari framkvæmd og voru ekki í samningi. Óskað er því eftir að liður 31120-4610 hækki úr kr. 6.550.000 um kr. 11.669.0000 og verði kr. 18.219.000.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 11.669.000 á lið 31120-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 11.669.000 á lið 31120-4610 vegna viðhalds á leikskólanum á Krílakoti.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Frá 1092. fundi byggðaráðs þann 11.01.2024; Móðurmálskennsla fyrir ÍSAT nemendur í grunnskóla - ósk um viðauka.

Málsnúmer 202309054Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram kostnaðaráætlun varðandi móðumálskennslu á pólsku. Einnig er lagt fram drög að samningi við Pólska sendiráðið.Niðurstaða:Fræðsluráð felur sviðstjóra að laga kostnaðargreiningu og að samningstími verði fram í júní og endurkoðun fari fram í maí. Sviðsstjóri leggur samning fyrir byggðaráð eða sveitarstjórn. " Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi: Kostnaðargreining- uppfært. Áætlaður kostnaður miðað við 39 vikur er kr. 1.746.966 og hlutdeild pólska sendiráðsins er kr. 408.330. Minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 18. desember 2023. Samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og pólska sendiráðsins. Samningstíminn er til 1. júní 2024 með möguleika á endurnýjun. Í minnisblaðinu kemur fram að sviðsstjóri leggur til að verkefnið verði samþykkt. Ekki sé gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024 og því muni sviðsstjóri óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 á nýju ári.Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til miðað verði við 22 vikur í stað 39 vikur í samræmi við afgreiðslu fræðsluráðs og kostnaðargreiningin taki mið af því. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint verkefni og fyrirliggjandi samningsdrög með gildistíma til 1. júní 2024. Endurskoðun og framhald samnings verði lokið eigi síðar en maí 2024. Sveitarstjórn samþykkir að fela sviðsstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 755.128 sem er kostnaður við samning í 22 vikur. " Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 8. janúar 2024, þar sem hann óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 755.128 á deild 04010 - skólaskrifstofu, og lið 4396. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 755.128 á lið 04010-4396 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 755.128 á lið 04010-4396 vegna móðurmálskennslu á pólsku.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

13.Frá 1093. fundi byggðaráðs þann 18.01.2024; Beiðni um viðauka vegna skotbómulyftara og sexhjóls.

Málsnúmer 202312018Vakta málsnúmer

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúast sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Haukur Guðjónsson, verkstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Jón Bjarni Hjaltason, starfsmaður Eigna- og framkvæmdadeildar, Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, og Rúnar Helgi Óskarsson, verkstjóri veitna, kl. 13:15. Við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 þá kom beiðni frá starfsmönnum Framkvæmdasviðs um að settur verði á fjárhagsáætlun kaup á skotbómulyftara en það er mat starfsmanna Veitna, Eigna- og framkvæmdadeildar og Hafnasjóðs að slíkur lyftari myndi nýtast öllum deildum mjög vel. Beiðni um skotbómulyftara á fjárhagsáætlun var hafnað í byggðaráði og sveitarstjórn. Til umræðu ofangreint og almennt hver stefnan á að vera hvað varðar véla-, tækja- og búnaðarkaup fyrir Framkvæmdasviðið vegna starfa og verkefna starfsmanna. Starfsmenn Framkvæmdasviðs leggja áherslu á að keypt verði 6hjól og skotbómulyftari fyrir Framkvæmdasviðið.Niðurstaða:Jón Bjarni, Halla Dögg og Rúnar Helgi viku af fundi kl. 14:01. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela veitustjóra og verkstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með í byrjun næsta árs tillögur ásamt rökstuðningi vegna kaupa á 6hjóli og skotbómulyftara þar sem fram kemur hvaða deildir og/eða málaflokkar framkvæmdasviðsins kæmu til með að kaupa tækin og reka þau. " Með fundarboði fylgdi umbeðinn rökstuðningar, dagsettur þann 9. janúar sl., frá veitustjóra. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi rökstuðning og felur stjórnendum Framkvæmdasviðs að leggja fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2024." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni vegna skotbómulyftara að upphæð kr. 11.816.000 þannig að kr. 6.541.000 fari á lið 32200-11505, kr. 3.165.000 fari á lið 42200-11506 og kr. 2.110.000 fari á lið 482300-11506. Skiptingin er því 50% á Eignasjóð, 30% á Hafnasjóð og 20% á Hitaveitu fyrir hönd veitna. Einnig er óskað eftir kr. 5.058.202 vegna kaupa á sexhjóli fyrir veitur og óskað er eftir viðauka vegna þess á lið 48200-11506. Alls kr. 16.874.202. Halla Dögg vék af fundi kl. 14:41.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð samtals kr. 16.874.202 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024 þannig að kr. 6.541.000 fari á lið 32200-11505, kr. 3.165.000 fari á lið 42200-11506 og kr. 2.110.000 fari á lið 48200-11506. Skiptingin er því 50% á Eignasjóð, 30% á Hafnasjóð og 20% á Hitaveitu fyrir hönd veitna vegna kaupa á skotbómulyftara og kr. 5.058.202 fari á lið 48200-11506 vegna kaupa veitna á sexhjóli. Sveitarstjórn samþykkir því samtals viðauka að upphæð kr. 16.874.202 vegna ofangreindra tækjakaupa og samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

14.Frá 1093. fundi byggðaráðs þann 18.1.2024; beiðni um viðauka.

Málsnúmer 202401070Vakta málsnúmer

a) Viðaukabeiðni vegna veikindalauna.

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 4.963.285 vegna veikindalauna, viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

b) Viðaukabeiðni vegna félagsráðgjafa í Dalvíkurskóla.
b) Viðaukabeiðni vegna aðkeyptrar vinnu frá félagsráðgjafa. Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 15. janúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.792.000 á lið 04210-4390 vegna aðkeyptrar þjónustu frá félagsráðgjafa. Félagsráðgjafi hefur verið starfandi við skólann frá 1. október sl. sem verktaki í um 20% starfshlutfalli. Samningur um þjónustu félagráðgjafa hefur þegar verið endurnýjaður út janúar og rúmast sú upphæð innan ramma um þjónustukaup. Niðurstaða:b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni frá skólastjóra Dalvíkurskóla, viðauki nr. 5 við fjárhagáætlun 2024, að upphæð kr. 1.792.000 á lið 04210-4390 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 4.963.285 vegna veikindalauna og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.792.000 á lið 04210-4390 vegna félagsráðgjafa og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

15.Frá 1093. fundi byggðaráðs þann 18.01.2024; Hjarðarslóð 2d- sala á eign

Málsnúmer 202401068Vakta málsnúmer

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar og sú tillaga að setja Hjarðarslóð 2d á söluskrá.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Hjarðarslóð 2d verði sett á söluskrá og leitað verði sem fyrr til fasteignasölunnar Hvammur á Akureyri. Eignin verði seld í því ástandi sem hún er."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs og samþykkir að íbúðin við Hjarðarslóð 2d á Dalvík verði sett á söluskrá. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að leitað verði til fasteignasölunnar Hvammur á Akureyri og að eignin verði seld í því ástandi sem hún er.

16.Frá 275. fundi félagsmálaráðs þann 09.01.2024; Styrkbeiðni Samtök um kvennaathvarf

Málsnúmer 202312053Vakta málsnúmer

Á 275. fundi félagsmálaráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir rafpóstur dags. 18.12.2023 frá Kvennaathvarfinu. Í ágúst 2020 opnuðu Samtök um kvennaathvarf neyðarathvarf á Akureyri sem ætlar er konum og börnum þeirra, sem þurfa að flýja af heimili sínu sökum ofbeldis. Þjónusta athvarfsins á Akureyri hefur hingað til verið skertari en í athvarfinu í Reykjavík, þá aðallega styttri viðvera starfskvenna. Með aukinni aðsókn kvenna og barna komst stjórn Samtaka um kvennaathvarf að þeirri niðurstöðu að ekki væri forsvaranlegt að halda áfram rekstri í óbreyttri mynd. Frá upphafi hefur rekstur athvarfsins á Norðurlandi komið að lang mestu leyti úr sjóðum Samtaka um Kvennaathvarf. Ljóst var að sá sjóður myndi ekki getað staðið undir rekstrinum á Akureyri miðað við það þjónustu-stig sem stjórn Samtaka um Kvennaathvarf mat sem öruggt og viðunandi. Í september s.l. hlutu Samtök um kvennaathvarf styrk frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti ætlað sérstaklega fyrir rekstur athvarfs á Akureyri og með mótframlagi frá Samtökum um kvennaathvarf hefur viðunandi þjónusta nú verið fest í sessi. Hér má sjá áætlaðan kostnað vegna reksturs Kvennaathvarfs á Akureyri fyrir árið 2024, miðað við það þjónustustig sem við nú bjóðum uppá: Launakostnaður 30,5 mkr. Húsnæðiskostnaður 2,8 mkr. Annar rekstrarkostnaður 1,2 mkr. Samtals 34,5 mkr. Kvennaathvarf á Akureyri er rekið í nánu samstarfi við þjónustuaðila á svæðinu, s.s. Bjarmahlíð,Aflið, lögregluna og barnavernd Akureyrarbæjar en slíkt samstarf tryggir betri þjónustu og utanumhald um þolendur ofbeldis. Það er von okkar að sveitarfélög á Norðurlandi eystra taki þátt í að tryggja framboð á þessari gríðarlega mikilvægu þjónustu. Fyrir hönd Samtaka um kvennaathvarf óskar Kvennaathvarfið hér með eftir styrk frá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra til að mæta húsnæðiskostnaði athvarfsins fyrir árið 2024, alls 2,8 milljónir króna. Samkvæmt sundurliðun á húsaleigu fyrir hvert sveitarfélag í Eyjafirði yrði hlutur Dalvikurbyggðar 5.88% af leigunni eða 164.502 kr. Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með 4 greiddum atkvæðum að greiða styrk að upphæð 165.000 til Kvennaathvarfsins á Akureyri. Tekið af lið 02-80-4995."
Til máls tók:

Freyr Antonsson, sem leggur fram þá tillögu að upplýsingafulltrúa verði falið að koma starfsemi Kvennaathvarfsins á Akureyri á framfæri í frétt á heimasíðu og samfélagsmiðlum Dalvíkurbyggðar.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og samþykkir að greiddur verði styrkur að upphæð kr. 165.000 til Samtaka um kvennaathvarf vegna húsnæðis samtakanna á Akureyri. Vísað á lið 02800-4995.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

17.Frá 1092. fundi byggðaráðs þann 11.01.2024; sala á hlutbréfaeign í Norðurböðum ehf.

Málsnúmer 202311053Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1090. fundi byggðaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum hf., dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða hefur falið Garðari G. Gíslasyni, lögmanni hjá IUS lögmannastofu, að upplýsa hluthafa í félaginu um þá fyrirætlan stjórnar félagsins að nýta heimild í grein 2.04 í samþykktum félagsins til kaupa á eigin hlutum, standi vilji hluthafa til þess að selja hluti sína. Hafi Dalvíkurbyggð sem hluthafi í Norðurböðum hf. hug á því að selja hlut sinn í félaginu á þeim kjörum sem fram koma í erindinu þá er þess vinsamlega óskað að áhuga þar að lútandi verði komið á framfæri við undirritaðan lögmann. Eignarhluti Dalvíkurbyggðar er 0,9% skv. ársreikningi sveitarfélagsins 2022 og bókfært verð kr. 12.179.000.Niðurstaða:Byggðaráð samþykktir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum um sölu á eignarhluta sínum í Norðurböðum ehf. samkvæmt ofangreindu erindi."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum á sölu eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum ehf. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að kaupsamningi á milli Norðurbaða hf. og Dalvíkurbyggðar um sölu Dalvíkurbyggðar á hlutfé sínu til Norðurbaða hf. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð gangi að ofangreindu tilboði frá Norðurböðum skv. fyrirliggjandi kaupsamningi."
Til máls tóku:
Kristinn Bogi Antonsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að taka tilboði frá Norðurböðum hf. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum sölu á hlut sveitarfélagsins til Norðurbaða hf. í Norðurböðum hf. samkvæmt fyrirliggjandi drögum að kaupsamningi. Nafnvirði hinna seldu hluta er kr. 6.897.040 og söluverðið er kr. 22.001.558 á genginu 3,19.

18.Frá 1092. fundi byggðaráðs þann 11.01.2024 og 289. fundi fræðsluráðs þann 17.01.2024; Leikskólalóð á Krílakoti - vinnuhópur- erindisbréf.

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11.janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að stýrihópur sem var stofnaður vegna hönnunar á leikskólalóð verði lagður niður og nýr stýrihópur um framkvæmdina verði stofnaður. Lagt er til að hann verði skipaður, sviðsstjóra,leikskólastjóra á Krílakoti,einum starfsmanni Krílakots, Benedikt Snær Magnússon úr fræðsluráði, einn úr byggðaráði og verkstjóri á framkvæmdasviði."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að stýrihópur vegna hönnunar á leikskólalóðinni verði lagður niður og nýr stýrihópur stofnaður um framkvæmdina. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gert verði erindisbréf fyrir vinnuhópinn sem verði lagt fyrir fræðsluráð og sveitarstjórn til staðfestingar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi með þeirri breytingu að annað hvort leikskólastjóri eða aðstoðarleikstjóri eigi sæti í vinnuhópnum sem og enginn kjörinn fulltrúi. Fundargerðir vinnuhópsins og framvinda verkefnisins verði kynnt í fræðsluráði og byggðaráði. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Á 289. fundi fræðsluráðs þann 17. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála á verkefninu.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum og leggur til að leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri verði báðar í vinnuhópnum, með þeim rökum að báðar eru að vinna að þessu verkefni og þurfa að leysa hvor aðra af í fríum og eða forföllum."
Til máls tók:

Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkri erindisbréfð með eftirfarandi breytingu á vinnuhópnum. Í honum sitji

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs

Deildarstjóri Eigna -og framkvæmdadeildar

Leikskólastjóri

Aðstoðarleikskólastjóri"

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

19.Frá 1092. fundi byggðaráðs þann 11.01.2024; Gjaldfrjáls leikskóli - vinnuhópur- erindisbréf.

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember 2023 var eftirfarandi bókað: "Umræður um verkefniðNiðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð. Fræðsluráð leggur til að það verði stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem skipaður verður: Leikskólastjórar, varaformaður fræðsluráðs, Snæþór Arnþórsson og sviðsstjóri, sviðsstjóri sér um boða til fundar. Haft verður samráð við foreldraráð í báðum skólunum við vinnu við verkefnið."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla og að erindisbréf verði lagt fyrir fræðsluráð til umfjöllunar og afgreiðslu og til sveitarstjórnar til staðfestingar." Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi með þeirri breytingu að Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri, taki sæti í vinnuhópnum í stað skólastjóra. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kjörnir fulltrúar fái greitt fyrir fundarsetu. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð og að vinnuhópinn skipi leikskólastjóri Krílakots, deildarstjóri Árskógarskóla, Benedikt Snær Magnússon, varaformaður fræðsluráðs,Snæþór Arnþórsson, aðalmaður í fræðsluráði, og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

20.Frá 1092. fundi byggðaráðs þann 11.01.2024; Samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202401035Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ný tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar. Drögin hafa fengið umsögn framkvæmdastjórnar og ekki komu fram athugasemdir.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samþykktinni með breytingu á 1. mgr.í 13. lið og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Kristinn Bogi Antonsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð.

21.Frá 100. fundi menningarráðs þann 18.01.2024; Endurskoðun á reglum varðandi umsókn í Menningar - og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202306129Vakta málsnúmer

Á 100. fundi menningarráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram endurskoðaðar reglur varðandi umsókn í Menningar - og viðukenningarsjóð Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum verklagsreglur Menningar - og viðurkenningarsjóðs Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til staðfestingar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi vinnureglur menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála en ekki eru lagðar til breytingar á gildandi reglum.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til menningarráðs að stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins njóti ekki forgangs við úthlutanir úr sjóðnum.

22.Frá 1093. fundi byggðaráðs þann 18.01.2024; Snjómokstur í Svarfaðardal og Skíðadal - samningur fyrirkomulag

Málsnúmer 202312040Vakta málsnúmer

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Til umræðu snjómokstur í Svarfaðardal og Skíðadal, samningar og fyrirkomulag. Einnig til umræðu reynslan af heimreiðamokstri og gildandi reglum þar um sem eru hluti af gildandandi viðmiðunarreglum um snjómokstur. Haukur vék af fundi kl. 14:26.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og byggðaráð óskar eftir að viðmiðunarreglur um snjómokstur verði kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins í upphafi næsta árs." Á 16. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1091.fundi byggðaráðs þann 14.desember 2023 var til umræðu snjómokstur í Svarfaðardal og Skíðadal, samningar og fyrirkomulag. Einnig til umræðu reynslan af heimreiðamokstri og gildandi reglum sem eru hluti af gildandi viðmiðunarreglum um snjómokstur. Niðurstaða: Lagt fram til kynningar og byggðaráð óskar eftir að viðmiðunarreglur um snjómokstur verði kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins í upphafi næsta árs.Niðurstaða:Til umræðu reglur um snjómokstur sem settar voru í febrúar 2023 samkvæmt minnisblaði frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar. Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sveitarstjóra að fara yfir reglurnar með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og vísar þeim til afgreiðslu í byggðaráði. Jafnframt leggur umhverfis- og dreifbýlisráð áherslu á að viðmiðunarreglur um snjómokstur verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins og auglýstar á samfélagsmiðlum. Samþykkt samhljóð með 4 atkvæðum. " Til umræðu ofangreint. Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum gildandi reglur óbreyttar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tvær tillögur:

Tillaga 1

Til að fá heimreiðamokstur þarf að hafa samband við Eigna- og framkvæmdadeild og verktaka til að óska eftir þjónustu. Einungis er hægt að fá heimreiðamokstur þegar verið er að moka aðalvegi. Annað óbreytt.

Tillaga 2

Til að fá heimreiðamokstur þarf að hafa samband við Eigna- og framkvæmdadeild og verktaka til að óska eftir þjónustu. Einungis er hægt að fá heimreiðamokstur þegar verið er að moka aðalvegi. Verktaki sendi reikning á Dalvíkurbyggð og lögbýli samkvæmt reglum um helmingamokstur. Verkbeiðandi (lögbýli) veitir heimild til þess að Dalvíkurbyggð fái afrit af reikningi lögbýlis frá verktaka. Annað óbreytt.

Einnig tóku til máls:
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Kristinn Bogi Antonsson.
Helgi Einarsson.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn hafnar tillögu byggðaráðs um óbreyttar reglur með 7 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum tillögu byggðaráðs um óbreyttar reglur með breytingartillögu forseta sveitarstjórnar nr. 1, Freyr Antonsson og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir sátu hjá.
Sveitarstjórn hafnar tillögu byggðaráðs um óbreyttar reglur með breytingartillögu forseta sveitarstjórnar nr. 2, 5 sitja hjá og Freyr Antonsson og Sigríður Jódís greiða atkvæði með tillögunni.

23.Frá 1092. fundi byggðaráðs þann 11.01.2024; Viðbygging fyrir verknámsaðstöðu VMA; samningur

Málsnúmer 202312065Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11.janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 22. desember 2023, þar sem meðfylgjandi er formlegt erindi eftir fund vegna viðbyggingar við VMA vegna starfsnámsskóla. Fram kemur að mikilvægt er að gengið verið frá meðfylgjandi samningi við sveitarfélögin svo að málið geti haldið áfram. Kostnaðaráætlun er að mjög breiðu bili en sveitarfélögin munu eiga fulltrúa þegar kemur að því að samþykkja tilboð. Í samningsdrögum er gert ráð fyrir að sveitarfélögin við Eyjafjörð greiði 40% af stofnkostnaði við fyrirhugaða viðbyggingu fyrir verknámsaðstöðu við VMA, þar af hlutdeild Dalvíkurbyggðar 2,867%. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu."
Til máls tók:

Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir samningsdrögin eins og þau liggja fyrir.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skrifa undir samning mennta- og barnamálaráðuneytið við sveitarfélögin við Eyjafjörð vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar fyrir verknámsaðstöðu við Verkmenntaskólann á Akureyri."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu vegna viðbyggingar sem fyrirhuguð er fyrir verknámsaðstöðu við VMA. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í kostnaði yrði 2,867% skv. fyrirliggjandi samningsdrögum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

24.Frá 1093. fundi byggðaráðs þann 18.01.2024; Endurskoðun húsnæðisáætlunar; stafræn húsnæðisáætlun

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps að endurskoðun Húsnæðisáætlunar Dalvíkurbyggðar .Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun, með þeim fyrirvara að sveitarstjóra er falið að kanna 2 atriði sem rædd voru á fundinum, og vísar henni til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn óskar eftir að öll ráð og nefndir Dalvíkurbyggðar taki fyrir húsnæðisáætlun 2025 í september og komi með tillögur eða viðbætur fyrir lok nóvember 2024."

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá fundi byggðaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um að öll ráð og nefndir Dalvíkurbyggðar taki fyrir húsnæðisáætlun 2025 í september og komi með tillögur eða viðbætur fyrir lok nóvember 2024.

25.Frá 1092. fundi byggðaráðs þann 11.01.2024; Samningar við íþrótta- og æskulýðsfélög

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lilja Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 14:17 vegna vanhæfis. Á 156.fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram drög að samningu við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð og UMSE yfir árið 2024.Niðurstaða:Íþrótta- og æsklulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum samningana eins og þeir liggja fyrir og vísar þeim til Byggðaráðs og sveitarstjórnar til samþykktar. Allar tölur í samningunum er búið að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind samningsdrög fyrir árið 2024 við eftirtalin félög: Golfklúbburinn Hamar, samningsfjárhæð kr. 22.236.164. Ungmennafélag Svarfdæla, samningsfjárhæð kr. 29.995.000 - skipt niður á deildir innan félagsins. Ungmennasamband Eyjafjarðar kr. 1.490.000. Skíðafélag Dalvíkur kr. 38.020.331. Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður kr. 600.000. Blakfélagið Rimar kr. 450.000. Sundfélagið Rán kr. 1.320.000 Ungmennafélagið Reynir kr. 2.800.000. Hestamannafélagið Hringur kr. 4.900.000. Samtals kr. 101.811.495 styrkir á árinu 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög við íþrótta- og æskulýðsfélögin í Dalvíkurbyggð skv. ofangreindri bókun byggðaráðs.

26.Frá 156. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 09.01.2024; Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Á 156. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn hefur samþykkt 70 milljónir í uppbyggingu íþróttasvæða íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð árið 2024. Niðurstaða:Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þessu fjármagni verði skipt á milli félaga með eftirfarandi hætti árið 2024: Skíðafélagið vegna troðarahúsnæðis: kr. 60.500.000.- Hestamannafélagið Hringur vegna undirbúnings við reiðskemmu: kr. 3.000.000.- Golfklúbburinn Hamar vegna viðhalds og framkvæmda á Arnarholtsvelli: kr. 6.500.000.- Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna drög að uppbyggingaráætlun til næstu 6 ára í takt við umræðu á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs að skiptingu fjárheimilda í fjárhagsáætlun 2024 vegna fjárfestinga- og framkvæmdastyrkja.

27.Frá 1092. fundi byggðaráðs þann 11.01.2024; Selárland - uppbyggingarsvæði - tillaga

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1078. fundi byggðaráðs þann 31. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1075. fundi byggðaráðs þann 27. júlí sl. samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa hluta úr Selárlandinu sem þróunarsvæði og felur sveitarstjóra að vinna að minnisblaði fyrir byggðaráð. Mál 202306065. Tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra er varðar þróunarreit ofan Hauganess, dagsett þann 30. ágúst 2023. Katrin Sif vék af fundi undir þessum lið kl. 16:13. Lagt fram til kynningar og málið verður tekið áfram til umfjöllunar á næsta fundi." Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað frá síðasta fundi um ýmis álitaefni.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli og tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn samþykki meðfylgjandi tillögu að auglýsingu og felur sveitarstjóra að auglýsa hluta úr landi Selár sem þróunarsvæði sem og að sveitarstjórn samþykki að auglýsingin verði kynnt á íbúafundi í Árskógi. Sveitarstjóra sé falið að finna dagsetningu fyrir fundinn. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta." Frestur til að að skila inn tillögur var til og með 8. janúar sl. Einn tillaga barst og er hún frá Ektaböðum ehf í samstarfi við Nordic arkitekta.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði viljayfirlýsing við Ektaböð ehf. um ofangreint verkefni."
Til máls tók:
Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn felur byggðarráði fullnaðarafgreiðslu viljayfirlýsingar við Ektaböð sé hún innan ramma auglýsingar um uppbyggingarsvæði ofan Hauganess."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að gerð verði viljayfirlýsing við Ektaböð ehf. um verkefni um uppbyggingu Selárlands á grundvelli fyrirliggjandi tillögu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um að fela byggðarráði fullnaðarafgreiðslu viljayfirlýsingar við Ektaböð sé hún innan ramma auglýsingar um uppbyggingarsvæði ofan Hauganess.

28.Frá 1093. fundi byggðaráðs þann 18.01.2024; drög að samningi um styrk árið 2024 vegna frágangs og slita á félaginu Fiskidagurinn mikli.

Málsnúmer 202309017Vakta málsnúmer

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Til umræðu samskipti við framkvæmdastjóra og stjórn Fiskidagsins mikla eftir að það lá fyrir að Fiskidagurinn mikli heyrir sögunni til varðandi uppgjör og frágang félagsins.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja fyrir næsta fund byggðaráðs drög að samkomulagi við stjórn Fiskidagsins mikla um uppgjör og frágang á félaginu." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Fiskidagsins mikla þar sem fram kmeur að gert er samkomulag um að Dalvíkurbyggð styrki félagið um kr. 5.500.000 árið 2024. Styrkurinn verður nýttur til þess að ganga frá og leggja niður félagið Fiskidagurinn mikli kt. 530605-1670. Í samningsdrögunum eru listuð upp þau verkefni sem þarf að sinna. Þessari vinnu skal lokið fyrir 1. júní 2024. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa styrkfjárhæðinni að upphæð kr. 5.500.000 á lið 05710-9145 í fjárhagsáætlun 2024. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög við stjórn Fiskidagsins mikla og styrkveitingu að upphæð kr. 5.500.000, vísað á lið 05710-9145 í fjárhagsáætlun 2024.

29.Frá 1093. fundi byggðaráðs þann 19.01.2024; Erindi vegna reksturs rafskúta - samkomulag

Málsnúmer 202401012Vakta málsnúmer

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 19. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Evanger sf., dagsett þann 2. janúar sl., er varðar umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrri rafskútur í Dalvíkurbyggð. Þjónustan væri rekin sem sérleyfi undir formerkjum Hopp. Óskað er eftir að gerður sé þjónustusamningur milli Dalvíkurbyggðar og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafskútur á svæðinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og umsagna." Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum og umsögnum sem hún hefur aflað á milli funda.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði samstarfsyfirlýsing um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Dalvíkurbyggð við Evanger ehf. "
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.

Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn hafnar tillögu byggðarráðs um að gerð verði samstarfsyfirlýsing um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Dalvíkurbyggð við Evanger ehf.
Sveitarstjórn gerir hins vegar ekki athugasemd við rekstur stöðvarlausrar deilileigu í Dalvíkurbyggð að gefnum skilyrðum.
Deilileigur tryggi að rafskútum eða reiðhjólum sé dreift þannig að annarri umferð, jafnt gangandi, hjólandi eða akandi stafi ekki hætta af og í samræmi við umferðarlög. Sérstaklega skal gætt að aðgengi hreyfihamlaðra í dreifingu og skilum deilileiga. Notendur skulu hvattir til að nota hjálm, kynnt viðeigandi notkun, meðferð og hvernig skilum skal háttað.
Dalvíkurbyggð tekur ekki ábyrgð á skemmdum á búnaði deilileigu í snjómokstri eða öðrum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.
Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt til að fjarlægja eða færa búnað deilileigu ef af þeim stafar bein hætta, truflun umferðar eða framkvæmda."

Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn hafnar samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að gerð verði samstarfsyfirlýsing við Evanger ehf. um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Dalvíkurbyggð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

30.Frá 1093. fundi byggðaráðs þann 18.01.2024; Tillaga að viðauka við samning við Í Tröllahöndum ehf. vegna Rima, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæðis að Rimum.

Málsnúmer 202304074Vakta málsnúmer

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hildigunnur Jóhannesdóttir, formaður Kvenfélagsins Tilraunar og Jón Haraldur Sölvason, formaður Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar kl. 14:27. EKki var mætt frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár. Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1068.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Börkur Þór Ottósson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Í Tröllahöndum ehf. um leigu á félags- og íþróttahúsinu Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæðinu við Rima ásamt fylgigögnum. Samningstímabilið er 3 ár og framlengjanlegt um eitt ár í senn allt að tvisvar sinnum. Til umræðu ofangreint. Helga Íris og Börkur Þór viku af fundi kl. 15:15. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra framkvæmdasviðs að útfæra samninginn í samræmi við umræður á fundi þannig að hann liggi fyrir klár fyrir fund sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði gerður til áramóta.Niðurstaða:Til máls tóku: Monika Margrét Stefánsdóttir Sigríður Jódís Gunnarsdóttir Helgi Einarsson Felix R. Felixson Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Í Tröllahöndum ehf. með breytingu á 7.gr. samningsins sem hljóði svo: leigutími þessa samnings er til 31.12.2023. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn svo breyttum." Til umræðu áframhaldandi útleiga á ofangreindum eignum þar sem leigusamningur við Í Tröllahöndum ehf. endar 31.12.2023.Niðurstaða:Frestað til næsta fundar."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með aðildarfélögum Rima í desember nk." Til umræðu ofangreint. Hildigunnur og Jón Haraldur viku af fundi kl. 15:05.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að núgildandi samningur við Í Tröllahöndum verði framlengdur um 10 mánuði, ef leigutakinn samþykkir það. Jafnframt leggur byggðaráð til að hafin verði vinna við gerð útboðsgagna vegna útboðs á rekstri á Rimum, Tjaldsvæðinu við Rima og Sundskála Svarfdæla miðað við gildistöku 1. nóvember 2024." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að núgildandi samningur við Í Tröllahöndum verði framlengdur um 10 mánuði, ef leigutakinn samþykkir það. Jafnframt verði hafin vinna við gerð útboðsgagna vegna útboðs á rekstri á Rimum, Tjaldsvæðinu við Rima og Sundskála Svarfdæla með gildistöku 1. nóvember 2024." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðauki við ofangreindan samning á milli Dalvíkurbyggðar og Í Tröllahöndum ehf. þar sem gert er samkomulag um að framlengja leigusamninginn um 10 mánuði, þ.e. frá 1. janúar 2024 og til og með 31. október 2024. Fyrir liggur samþykki á viðaukanum frá Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni, sbr. rafpóstur frá 27. desember sl.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðauka við samninginn við Í Tröllahöndum og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við samning á milli Dalvíkurbyggðar og Í Tröllahöndum um áframhaldandi leigu á Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæði við Rima frá og með 1. janúar 2024 og til og með 31. október 2024.

31.Frá 1092. fundi byggðaráðs þann 11.01.2024; Verkfallslisti 2024

Málsnúmer 202312016Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga framkvæmdastjórnar að auglýsingu að skrá yfir störf sem verkfall nær ekki yfir. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að skráin er í umsagnarferli hjá stéttarfélögum eftir því sem við á og gerði grein fyrir þeim viðbrögðum sem hafa komið það sem af er.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að verkfallslista og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu Dalvíkurbyggðar að skrá yfir störf sem verkfall nær ekki yfir.

32.Frá 1092. fundi byggðaráðs þann 11.01.2024; Íbúafundir 2024

Málsnúmer 202401049Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Kynning á fjárhagsáætlun b) Fleira Til umræðu áformaðir íbúafundir á árinu 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að haldinn verði íbúafundur þriðjudaginn 30. janúar nk. um fjárhagsáætlun og skipulagslýsingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að íbúafundi 30. janúar nk.

33.Frá 16. fundi skipulagsráðs þann 10.01.2024; Hringtún 24 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202401009Vakta málsnúmer

Á 16. fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 29. desember 2023 þar sem Valgerður I. R. Guðmundsdóttir sækir um lóð nr. 24 við Hringtún.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum úthlutun á lóðinni við Hringtún 24 til Valgerðar I.R. Guðmundsdóttur og að deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

34.Frá 100. fundi menningarráðs þann 18.01.2024; Rafræn skjalavarsla - þátttaka í samstarfi héraðsskjalasafna.

Málsnúmer 202301121Vakta málsnúmer

Á 100. fundi menningarráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Björk Hólm Þorsteinsdóttir,forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fór yfir hvernig vinnu við innleiðingu á rafrænni skjalavörslu stendur.Niðurstaða:Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að taka þátt í þessu verkefni (Rafræn skjalavarsla). Svigrúm er inn í fjárhagsáætlun 2024 fyrir þátttökugjaldi sem er 166.612 kr. á ári."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs um þátttöku Héraðsskjalasafns Svarfdæla í Dalvíkurbyggð í verkefni um rafræna skjalavörslu.

35.Frá 16. fundi skipulagslagsráðs þann 10.01.2014; Dalvíkurlína 2 - geymslusvæði fyrir strengkefli

Málsnúmer 202312044Vakta málsnúmer

Á 16. fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 14. desember 2023 þar sem Landsnet óskar eftir geymslusvæði fyrir strengkefli í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2. Sótt er um 2500 m2 svæði í námu Dalvíkurbyggðar í landi Háls til afnota árin 2024 og 2025.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindi Landsnets um geymslusvæði fyrir strengkefli í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2 er nemur allt að 2500 m2 svæði í námu Dalvíkurbyggðar í landi Háls til afnota árin 2024 og 2025.

36.Frá 16. fundi skipulagsráðs þann 10.01.2024; Skáldalækur ytri - umsókn um deiliskipulag fyrir frístundalóðir

Málsnúmer 202401038Vakta málsnúmer

Á 16. fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18. október sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á frístundasvæði í landi Skáldalækjar ytri. Er nú lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun frístundasvæðis 660-F til suðurs fyrir þrjár nýjar frístundalóðir ásamt því að afmörkun svæðisins er aðlöguð að deiliskipulagsmörkum aðliggjandi lóða. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsráð óskar eftir tillögum að götuheiti frá landeigendum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða þá tillögu skipulagsráðs að óska eftir tillögum að götuheiti frá landeigendum.

37.Frá 16. fundi skipulagsráðs þann 10.01.2024; Dalvík miðsvæði - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Á 16. fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Ágúst Hafsteinsson hjá form ráðgjöf ehf. fór yfir tillögu að nýu deiliskipulagi íbúðar-, verslunar- og þjónustusvæðis í miðbæ Dalvíkur í kjölfar ábendinga frá fundi skipulagsráðs þann 13. desember 2023. Ágúst sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Niðurstaða:Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna með skipulagshönnuði að tillögu á vinnslustigi og leggja fyrir næsta fund ráðsins. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 í samræmi við tillöguna."
Til máls tók:

Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn felur skipulagsráði að vinna vinnslutillögu á næsta fundi sínum sem kynnt verði íbúum Dalvíkurbyggðar í febrúar."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 í samræmi við tillöguna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um að fela skipulagsráði að vinna vinnslutillögu á næsta fundi sínum sem verði kynnt íbúum Dalvíkurbyggðar í febrúar.

38.Frá 1092. fundi byggðaráðs þann 11.01.2024; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - þorrablót í Árskógi

Málsnúmer 202401024Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlanid eystra, dagsett þann 4. janúar 2024, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi frá Þorrablótsnefnd Árskógsstrandar vegna þorrablóts í Árskógi þann 3. febrúar nk. Óskað er umsagnar sveitarstjórnar, heilbrigðiseftirlits, slökkviliðs og lögreglu. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigiðseftirliti Norðurlands eystra."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

39.Frá 131. fundi veitu- og hafnaráðs þann 10.01.2024; ISOR kynning á stöðu jarðhitarannsókna Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202304061Vakta málsnúmer

Á 131. fundi veitu- og hafnaráðs þann 10. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Auður Agla Óladóttir frá ÍSOR kom inn á fundinn á Teams kl. 8:20. Niðurstaða:Í þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 er á árinu 2026 áætlað að bora vinnsluholu, staðsetning hefur ekki verið ákveðin. Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela veitustjóra að fá ÍSOR til þess að hefja þá vinnu að rannsaka hvar skynsamlegast er að bora fyrirhugaða vinnsluholu. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að fela veitustjóra að fá ÍSOR til þess að hefja þá vinnu að rannsaka hvar skynsamlegast er að bora fyrirhugaða vinnsluholu.

40.Frá 1093. fundi byggðaráðs þann 18.01.2024;Tillaga um að tilnefna fulltrúa á fundi Veiðifélags Svarfaðardalsár.

Málsnúmer 202401071Vakta málsnúmer

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til kynningar ákvörðun stjórnar Veiðifélags Svarfaðardalsár að gerð verði atkvæðaskrá fyrir félagið. Bréfið kallar ekki á viðbrögð frá sveitarfélaginu þar sem fulltrúi Dalvíkurbyggðar er formlega valinn hverju sinni og fer þá með atkvæðisrétt sveitarfélagins og umboð til að sitja fundi félagsins fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kosinn verði fulltrúi og annar til vara til að sækja fundi Veiðifélags Svarfaðardalsár út kjörtímabilið."
Til máls tók:
Monika Margrét Stefánsdóttir sem leggur til að Kristinn Bogi Antonsson verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um kosningu á fulltrúa sveitarfélagsins og öðrum til vara til að sækja fundi Veiðifélags Svarfaðardalsár út kjörtímabilið.

41.Frá Jóhanni Má Kristinssyni; Úrsögn úr íþrótta- og æskulýðsráði

Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Má Kristinssyni, dagsett þann 9. janúar sl., þar sem hann óskar lausnar frá störfum sem formaður íþrótta- og æskulýðsráðs þar sem Jóhann Már hefur tekið að sér starf sem þjálfari meistaraflokks kvenna í fótbolta í Dalvíkurbyggð.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Jóhanni Má Kristinssyni lausn frá störfum sem formaður íþrótta- og æskulýðsráðs.
Sveitarstjórn færir Jóhanni þakkir fyrir störf hans í þágu sveitarfélagsins.

42.Kosningar samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202401109Vakta málsnúmer

a) Fulltrúar á fundi Veiðfélags Svarfaðardalsár.

Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu um fulltrúa á fundi Veiðifélags Svarfaðardalsár út kjörtímabilið:

Kristinn Bogi Antonsson, aðalmaður.
Freyr Antonsson, til vara.

Fleiri tóku ekki til máls.

b) Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs

Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að Sigríður Jódis Gunnarsdóttir taki sæti sem formaður íþrótta- og æskulýðsráðs í stað Jóhanns Má Kristinssonar og að Freyr Antonsson taki sæti hennar sem varamaður í sama ráði.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar um að Kristinn Bogi Antonsson verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar á fundum Veiðifélags Svarfaðardalsár og Freyr Antonsson verði til vara út kjörtímabilið.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar um að Sigríður Jódis Gunnarsdóttir verði formaður íþrótta- og æskulýðsráðs og Freyr Antonsson taki sæti hennar sem varamaður í sama ráði.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs