Hjarðarslóð 2d- sala á eign

Málsnúmer 202401068

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1093. fundur - 18.01.2024

Til umræðu íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar og sú tillaga að setja Hjarðarslóð 2d á söluskrá.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Hjarðarslóð 2d verði sett á söluskrá og leitað verði sem fyrr til fasteignasölunnar Hvammur á Akureyri. Eignin verði seld í því ástandi sem hún er.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar og sú tillaga að setja Hjarðarslóð 2d á söluskrá.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Hjarðarslóð 2d verði sett á söluskrá og leitað verði sem fyrr til fasteignasölunnar Hvammur á Akureyri. Eignin verði seld í því ástandi sem hún er."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs og samþykkir að íbúðin við Hjarðarslóð 2d á Dalvík verði sett á söluskrá. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að leitað verði til fasteignasölunnar Hvammur á Akureyri og að eignin verði seld í því ástandi sem hún er.

Byggðaráð - 1097. fundur - 22.02.2024

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 15:30.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis, kl. 15:30.
Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:30.

Á fundinum var farið yfir þau tilboð sem hafa borist í eignina.

Umfjöllun um tilboðin bókuð í trúnaðarmálabók.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 15:30. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis, kl. 15:30. Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:30. Á fundinum var farið yfir þau tilboð sem hafa borist í eignina. Umfjöllun um tilboðin bókuð í trúnaðarmálabók.

Á fundi byggðaráðs var farið yfir þau tilboð sem bárust í eignina en alls bárust 5 tilboð sem þurfti að taka afstöðu til.
Byggðráð samþykkti samhljóða með 2 atkvæðum að taka tilboði frá Dúrazel ehf. að upphæð kr. 36.000.000.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi kauptilboð frá Dúrazel ehf. að upphæð kr. 36.000.000 og sölu á eigninni við Hjarðarslóð 2d.