Ungmennaráð

41. fundur 03. nóvember 2023 kl. 15:00 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Íris Björk Magnúsdóttir aðalmaður
  • Íssól Anna Jökulsdóttir varaformaður
  • Lárus Anton Freysson formaður
  • Fannar Nataphum Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Ágúst Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.Leiðtogafundur ungs fólks í Hörpu dagana 24.-25.nóvember 2023

Málsnúmer 202311018Vakta málsnúmer

Dagana 24. og 25. nóvember næstkomandi fer fram leiðtogafundur ungs fólks í Hörpu og býður Samfés allt að þremur fulltrúum til þátttöku. Viðburðurinn er hluti af formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og munu börn og ungmenni á aldrinum 13 - 25 ára frá öllum Norðurlöndunum taka þátt. Fundurinn fer fram í Norðurljósasalnum og byrjar dagsksráin klukkan 9:00 á föstudeginum og lýkur kl. 17:00. Á laugardeginum byrjum við aftur klukkan 9:00 og verður fundinum svo slitið klukkan 14:00
Fannar og Sigurður bjóða sig fram til að fara á fundinn.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsramma ráðsins árið 2024.

3.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að almennt sé verið að hækka gjaldskrár um 4,9% um áramót.
Lagt fram til kynningar.

4.Hlutverk og verkefni ungmennaráðs

Málsnúmer 202309052Vakta málsnúmer

Lárus er kosinn áfram sem formaður ráðsins. Íssól Anna kosin varamaður ráðsins.
Ráðið ætlar að vera með kakó og piparkökur í boði þegar jólasveinarnir koma á svalirnar.
Ráðið stefnir á að halda ball fyrir ungmenni í samstarfi við félagsmiðstöðina í vor. Undirbúningur hefst í vetur.
Ráðið hefur áhuga á að funda með öðrum ungmennaráðum á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Íris Björk Magnúsdóttir aðalmaður
  • Íssól Anna Jökulsdóttir varaformaður
  • Lárus Anton Freysson formaður
  • Fannar Nataphum Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Ágúst Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar