Menningarráð

92. fundur 20. september 2022 kl. 10:30 - 12:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Friðrik Friðriksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs.
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir, mætti ekki á fund og boðaði ekki forföll.

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, sat undir liðum 1. - 3.

1.Breyting á opnunartíma Bókasafns Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202209008Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumanni safna dags. 25.08.2022 Tillaga um breyttan opnunartíma á Bókasafni Dalvíkurbyggðar.

Einnig tekið fyrir minnsisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
Menningarráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir með tveimur atkvæðum nýjan opnunartíma á Bókasafni Dalvíkurbyggðar. Unnið verður eftir nýjum opnunartíma frá 3. október 2022.

2.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2022 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202202105Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, og Björk Hólm, forstöðumaður safna fóru yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05.
Lagt fram til kynningar.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteindóttir, forstöðumaður safna fór yfir helstu áherslur í starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024 - 2026.
Menningarráð samþykkir með tveimur atkvæðum gjaldskrá safna fyrir fjárhagsárið 2023. Gjaldskrá var hækkuð um 4,9 %. Menningarráð gerir ekki athugasemdir við starfs- og fjárhagsáætlun safna fyrir fjárhagsárið 2023.
Björk Hólm Þorsteindóttir, forstöðumaður safn, fór af fundi kl. 11:30.

4.Móttaka starfsnema 2022

Málsnúmer 202205153Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Pálu Hallgrímsdóttur dags. 22.05.2022.
Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um kaup á nýjum fjallkonubúningi

Málsnúmer 202206114Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Gísla Rúnari Gylfasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa dags. 20.06.2022, þar sem að hann óskar eftir að keyptur verði nýr fjallkonubúningur fyrir 17. júní 2023.
Menningaráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir að keyptur verði nýr fjallkonubúningur, og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir fjárhagsárið 2023.

6.Fjárhagsáætlun 2023; beiðni um styrk vegna göngustígs meðfram kirkjugarðinum

Málsnúmer 202206083Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá frá formanni sóknarnefndar Dalvíkursóknar dags. 18.06.2022. Þar sem sóknarnefnd óskar eftir styrk vegna göngustígs meðfram kirkjugarðinum.
Menningaráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir að veita sóknarnefnd Dalvíkurkirkju 300.000 kr. styrk í verkefnið, og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2023.

7.Fjárhagsáætlun 2023 - frá Dalvíkurkirkju

Málsnúmer 202206069Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá sóknarnefnd Dalvíkursóknar dags. 18.06. 2022, Þar sem óskað er eftir styrk, með niðurfellingu fasteignagjalda 2023.
Menningarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að veita sóknarnefnd Dalvíkurkirkju, styrk vegna fasteignagjalda 170.000 kr. og vísar málinu til fjárhagsáætlunagerðar 2023.

8.Styrkbeiðni vegna heimildarmyndagerðar um Þóri Baldursson

Málsnúmer 202208028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dags. júlí 2022. frá " Maðurinn sem elskar tónlist" - Fjörtiu Þúsund sjötíu og fjórir kílómetrar, ehf.
Menningarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að styrkja verkefnið um 200.000 kr. og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir fjárhagsárið 2023.

9.Skýrsla - reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi

Málsnúmer 202203071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skýrsla " Reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar - og sveitastjórnum á íslandi dags. febrúar 2022. Skýrsla unnin af Ásdísi A. Arnaldsdóttur og Evu Marín Hlynsdóttur.
Lagt fram til kynningar.

10.Erindisbréf Menningarráðs og fundaskipulag

Málsnúmer 202209070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindisbréf Menningarráðs og fundaskipulag.
Menningarráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum fundaskipulag fyrir 2023.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitastjóri Dalvíkurbyggðar kom inn á fund kl. 12.00.

11.Framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi- ósk um viðræður

Málsnúmer 202206059Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs fór yfir stöðuna á málinu.
Lagt fram til kynningar.

12.Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó og styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202207020Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs fór yfir stöðuna á málinu.
Lagt fram tiil kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Friðrik Friðriksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs.