Frá Dalvíkurkirkju; Fjárhagsáætlun 2023 - fasteignagjöld

Málsnúmer 202206069

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Dalvíkurkirkju, bréf dagsett þann 18. júní 2022, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til kirkjunnar með styrk á móti fasteignagjöldum eins og undanfarin ár. Útgjöld og fjárhagsskuldbindingar hafi aukist en á sama tíma hefur ekki tekist að leiðrétta eða endurheimta hlut kirknanna hvað varðar sóknargjöld.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

Menningarráð - 92. fundur - 20.09.2022

Tekið fyrir bréf frá sóknarnefnd Dalvíkursóknar dags. 18.06. 2022, Þar sem óskað er eftir styrk, með niðurfellingu fasteignagjalda 2023.
Menningarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að veita sóknarnefnd Dalvíkurkirkju, styrk vegna fasteignagjalda 170.000 kr. og vísar málinu til fjárhagsáætlunagerðar 2023.