Fræðsluráð

220. fundur 11. október 2017 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varamaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri Krílakots, Þuríður Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla, Freyr Antonsson fulltrúi foreldra leikskólabarna og Gunnþór E. Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla sátu fundinn undir liðum 1-5. Katrín Fjóla Guðmundsdóttir deildarstjóri í Dalvíkurskóla sat fundinn undir liðum 1-6. Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskóla, boðaði forföll og enginn kom i hennar stað.

1.Samningur um talmeinafræðslu 2017 til 2019

Málsnúmer 201709044Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti drög að nýjum samningi við Eyrúnu Svövu Ingvadóttur talmeinafræðing um talmeinaþjónustu við leik- og grunnskólabörn. Gildistími samningsins er tvö ár frá 1. sept. 2017 að telja með heimild til framlengingar um eitt ár.
Fræðsluráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir með 5 atkvæðum.

2.Ályktun um stöðu barna

Málsnúmer 201710011Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti ályktun sem gerð var á samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla í september s.l. um stöðu barna sem eru í leikskólum á Íslandi. Þar er m.a. lýst áhyggjum af langri viðveru barna í leikskólum landsins.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

3.Læsisstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201512116Vakta málsnúmer

Katrín Fjóla Guðmundsdóttir sagði frá tilurð læssisstefnunnar, Læsi er lykillinn, sem Skólaskrifstofa Akureyrar og Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri unnu í samstarfi við skóla á Eyjafjarðarsvæðinu, m.a. Dalvíkurskóla. Starfshópur um mótun læsisstefnu fyrir Dalvíkurbyggð leggur til að stefnan verði tekin upp sem læsisstefna Dalvíkurbyggðar og hefur fengið samþykki fyrir því hjá fræðslustjóranum á Akureyri og forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að gera Læsi er lykillinn að læsisstefnu Dalvíkurbyggðar og lýsir ánægju sinni með stefnuna. Fræðsluráð færir þeim sem að gerð stefnunnar komu bestu þakkir.

4.Úthlutun úr námsgagnasjóði 2017-2018

Málsnúmer 201710006Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. sept, til skólastjóra og rekstraraðila grunnskóla þar sem kynnt er úthlutun úr Námsgagnasjóði.
Lagt fram til kynningar.

5.Úthlutun úr Sprotasjóði 2017

Málsnúmer 201705043Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti úthlutun úr Sprotasjóði að upphæð kr. 675.000 til þróunarverkefnis í Dalvíkurskóla sem ber heitið Hugarþjálfun er líkamsrækt hugans. Gunnhildur Helga Birnisdóttir, verkefnastjóri sérkennslu í 1.-8. bekk leiðir verkefnið.
Fræðsluráð fagnar úhlutuninni og þakkar Gunnhildi frumkvæði hennar í skólaþróun.
Guðrún Halldóra, Þuríður, Freyr og Gunnþór fóru af fundi klukkan 9:30.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201708053Vakta málsnúmer

Katrín Fjóla fór af fundi klukkan 9:40.

7.Heimsóknir fræðsluráðs í leikskskólann Krílakot

Málsnúmer 201710031Vakta málsnúmer

Í lok fundar fóru fundarmenn í kynningarheimsókn í leikskólann Krílakot.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varamaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður fræðslu- og menningarsviðs