Læsisstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201512116

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 220. fundur - 11.10.2017

Katrín Fjóla Guðmundsdóttir sagði frá tilurð læssisstefnunnar, Læsi er lykillinn, sem Skólaskrifstofa Akureyrar og Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri unnu í samstarfi við skóla á Eyjafjarðarsvæðinu, m.a. Dalvíkurskóla. Starfshópur um mótun læsisstefnu fyrir Dalvíkurbyggð leggur til að stefnan verði tekin upp sem læsisstefna Dalvíkurbyggðar og hefur fengið samþykki fyrir því hjá fræðslustjóranum á Akureyri og forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að gera Læsi er lykillinn að læsisstefnu Dalvíkurbyggðar og lýsir ánægju sinni með stefnuna. Fræðsluráð færir þeim sem að gerð stefnunnar komu bestu þakkir.