Fræðsluráð

288. fundur 13. desember 2023 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla, Díana Björk Friðriksdóttir, fulltrúi starfsfólks á Krílakoti. Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, fulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla og Hugrún Felixdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla.

1.Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir stöðuna á verkefninu.
Fræðsluráð leggur til að stýrihópur sem var stofnaður vegna hönnunar á leikskólalóð verði lagður niður og nýr stýrihópur um framkvæmdina verði stofnaður. Lagt er til að hann verði skipaður, sviðsstjóra,leikskólastjóra á Krílakoti,einum starfsmanni Krílakots, Benedikt Snær Magnússon úr fræðsluráði, einn úr byggðaráði og verkstjóri á framkvæmdasviði.

2.Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Umræður um verkefnið
Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð. Fræðsluráð leggur til að það verði stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem skipaður verður: Leikskólastjórar, varaformaður fræðsluráðs, Snæþór Arnþórsson og sviðsstjóri, sviðsstjóri sér um boða til fundar. Haft verður samráð við foreldraráð í báðum skólunum við vinnu við verkefnið.
Hugrún Felixdóttir kom inn á fund kl. 08:40

3.Til umsagnar 402. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202311128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefnda - og greiningarsviði Alþingis dags. 28.11.2023.
Fræðsluráði finnst þetta jákvæð þróun, en minnir á að þegar ríkið kemur með kostnaðarauka þurfa að fylgja peningar.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti og Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fóru yfir helstu niðurstöður í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagslegt stöðumat 2023 (Málaflokkur 04)

Málsnúmer 202308010Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason,sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat á málaflokki 04. (Fræðslumál)
Frestað til fundar í janúar 2024.
Snæþór fór af fundi kl. 09:13
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir,leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri og Díana Björk Friðriksdóttir, fóru af fundi kl. 09:13

6.Morgunmatur í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202311011Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá Gísli Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs.
Fræðsluráð, leggur til að í þessari tilraun verði morgunmatur gjaldfrjáls fyrir nemendur. Áður en endanleg ákvörðun verður tekin þarf allur viðbótakostnaður að liggja fyrir. Sviðsstjóra falið að kostnaðargreina verkefnið.
Snæþór kom aftur inn á fund aftur kl. 09:40

7.Móðurmálskennsla fyrir ÍSAT nemendur í grunnskóla

Málsnúmer 202309054Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram kostnaðaráætlun varðandi móðumálskennslu á pólsku. Einnig er lagt fram drög að samningi við Pólska sendiráðið.
Fræðsluráð felur sviðstjóra að laga kostnaðargreiningu og að samningstími verði fram í júní og endurkoðun fari fram í maí. Sviðsstjóri leggur samning fyrir byggðaráð eða sveitarstjórn.

8.Skólapúlsinn - niðurstöður úr Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201901018Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir niðustöður á skólapúlsinum í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð, þakkar Friðriki fyrir góða kynningu á Skólapúlsinum, sem er könnun fyrir nemendur í 6. - 10. bekk í Dalvíkurskóla.

9.Starfsmannamál í Grunnskóla

Málsnúmer 202312043Vakta málsnúmer

Fræðsluráð þakkar fyrir kynningu á starfi félagsráðgjafa í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð telur þetta mikilvæga þjónustu fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs