Morgunmatur í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202311011

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 287. fundur - 08.11.2023

Snæþór fór af fundi kl.10:20, vegna vanhæfis.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á málinu.
Fræðsluráð ákveður að boðið verði upp á morgunmat í Dalvíkurskóla gegn gjaldi í apríl og maí 2024 til prufu. Fræðsluráð vísar gjaldþátttöku sveitarfélagsins til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 287. fundi fræðsluráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á málinu.Niðurstaða:Fræðsluráð ákveður að boðið verði upp á morgunmat í Dalvíkurskóla gegn gjaldi í apríl og maí 2024 til prufu. Fræðsluráð vísar gjaldþátttöku sveitarfélagsins til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt með fjórum atkvæðum."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:55.

Freyr Antonsson, sem leggur til eftirfarandi :
"Sveitarstjórn Dalvíkurbygðar tekur undir með fræðsluráði að gerð verði tilraun um að bjóða uppá morgunmat í Dalvíkurskóla apríl og maí 2024. Sviðsstjóra fræðslusviðs falið að koma með tillögu um útfærslu varðandi gjaldþátttöku Dalvíkurbyggðar og hvernig Árskógarskóli geti tekið þátt."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar, Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Fræðsluráð - 288. fundur - 13.12.2023

Snæþór fór af fundi kl. 09:13
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir,leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri og Díana Björk Friðriksdóttir, fóru af fundi kl. 09:13
Tekið fyrir minnisblað frá Gísli Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs.
Fræðsluráð, leggur til að í þessari tilraun verði morgunmatur gjaldfrjáls fyrir nemendur. Áður en endanleg ákvörðun verður tekin þarf allur viðbótakostnaður að liggja fyrir. Sviðsstjóra falið að kostnaðargreina verkefnið.
Snæþór kom aftur inn á fund aftur kl. 09:40

Fræðsluráð - 290. fundur - 14.02.2024

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöðu á könnun sem lögð var fyrir foreldra varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð leggur til að tilraun varðandi morgunmat verði gjaldfrjáls. Kostnaðargreining sýndi að viðbótarkostnaður, nema matarkostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 290. fundi fræðsluráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöðu á könnun sem lögð var fyrir foreldra varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að tilraun varðandi morgunmat verði gjaldfrjáls. Kostnaðargreining sýndi að viðbótarkostnaður, nema matarkostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. "
Til máls tók:
Helgi Enarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:28.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að tilraun varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla í apríl og maí 2024 verði gjaldfrjáls með því skilyrði að kostnaðurinn, fyrir utan matarkostnað, rúmist innan heimildar í fjárhagsramma Dalvíkurskóla.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með 6 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðaukabeiðni fyrir matarkostnaði í byggðaráð fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Byggðaráð - 1100. fundur - 13.03.2024

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

Á 290. fundi fræðsluráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöðu á könnun sem lögð var fyrir foreldra varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að tilraun varðandi morgunmat verði gjaldfrjáls. Kostnaðargreining sýndi að viðbótarkostnaður, nema matarkostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. "

Á 366.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Helgi Enarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:28. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að tilraun varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla í apríl og maí 2024 verði gjaldfrjáls með því skilyrði að kostnaðurinn, fyrir utan matarkostnað, rúmist innan heimildar í fjárhagsramma Dalvíkurskóla. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með 6 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðaukabeiðni fyrir matarkostnaði í byggðaráð fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Helgi Einarsson vék af fundi kl. 13:36.

Lagt er til af Gísla Bjarnasyni forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs að afgreiðslu málsins sé frestað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta morgunmat í Dalvíkurskóla.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið. Á 290. fundi fræðsluráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöðu á könnun sem lögð var fyrir foreldra varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að tilraun varðandi morgunmat verði gjaldfrjáls. Kostnaðargreining sýndi að viðbótarkostnaður, nema matarkostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. " Á 366.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað: Helgi Enarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:28. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að tilraun varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla í apríl og maí 2024 verði gjaldfrjáls með því skilyrði að kostnaðurinn, fyrir utan matarkostnað, rúmist innan heimildar í fjárhagsramma Dalvíkurskóla. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með 6 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðaukabeiðni fyrir matarkostnaði í byggðaráð fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.Niðurstaða:Helgi Einarsson vék af fundi kl. 13:36. Lagt er til af Gísla Bjarnasyni forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs að afgreiðslu málsins sé frestað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta morgunmat í Dalvíkurskóla. "
Til máls tóku:
Helgi Einarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi undir þessum lið kl. 16:25.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um frestun morgunmatar í Dalvíkurskóla og að skólastjórnendur tilkynni foreldrum að af þessari tilraun verði ekki.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.