Byggðaráð

1102. fundur 04. apríl 2024 kl. 13:15 - 14:21 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Leikfélagi Dalvíkur; Minnisvarði um True detective

Málsnúmer 202401069Vakta málsnúmer

Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðjón Árni Sigurvinsson, þjónustu- og upplýsingafulltrúi mætti til fundar kl. 14:00. Á 1096.fundi byggðaráðs þann 18.janúar sl. var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 12. mars 2024, þar sem gert er grein fyrir vinnu upplýsingafulltrúa og hugmyndum að 3 leiðum varðandi minnisvarðann.Niðurstaða:Byggðaráð þakka Friðjóni fyrir komuna. Friðjón Árni vék af fundi kl. 14:15 Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, dagsett þann 1. apríl 2024, þar sem fram kemur að stjórn Leikfélags Dalvíkurbyggðar tilkynnir að félagið tekur til baka erindi sitt vegna minnisvarða um True Detective frá 10.01.2024. Fram kemur að tíminn að sumri sé orðinn mjög knappur, því ef vel ætti að vera þyrfti minnisvarði um tökurnar að vera klár um næstu mánaðarmót. Félagið vonaðist til að geta unnið að verkefninu í mars og apríl, en ljóst sé að það verður ekki. Fram kemur að félagið er upplýst um að sveitarfélagið sé að skoða 3 leiðir og þannig sé markmiði Leikfélagsins náð með því að opna á umræðu og hugmyndavinnu innan sveitarfélagsins. Stjórn Leikfélags Dalvíkur óskar eftir, sökum þeirrar fjölmiðlaumfjöllunar sem málið hefur fengið, að byggðaráð bóki um þetta sérstaklega.


Lagt fram til kynningar.

2.Frá forstöðumanni safna og menningarhúss; Viðaukabeiðni - Varðveislurými vegna byggðasafnsins.

Málsnúmer 202404023Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forstöðumanna safna og menningarhúss, dagsett þann 25. mars 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.140.000 á lið 05320-2810, til að kaupa hillu og búnað í uppfærðan varðveislustað fyrir Byggðasafnið í kjallara Ráðhúss Dalvíkur. Fram kemur að fyrir liggur hönnun á rýminu frá sérfræðingi og forverði hjá Listasafni Íslands svo að það megi nýtast sem best.

Í ljósi þess að senn þarf að rýma Hvol er mikilvægt að koma varðveislustaðnum í Ráðhúsinu í gott horf til að áfram verði hægt að sinna faglegu starfi safnsins, s.s. pakkningu og skráningu, þó að ekki sé vitað hvenær hægt sé að bjóða gestum að skoða sýningu að nýju. Þetta sé einnig mikilvægur liður í því að halda í viðurkenningu safnsins frá Safnaráði. Vonir eru bundnar við að geymsluaðstaðan verði til mikils sóma og hægt verði jafnvel að bjóða áhugasömum, skólahópum og öðrum í vettvangsferðir og kynningar í það rými.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2024, á lið 05320-2850 að upphæð kr. 1.140.000 til kaupa á hillum ásamt vagni á hjólum. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Leiðrétting á há og lámarki á gjöldum í álagningu 2024 - viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202403069Vakta málsnúmer

Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 18. mars sl., þar sem gert er grein fyrir villu sem kom upp í hámarksprósentu á fráveitu- og vatnsgjaldi í upphafsálagningu 2024 sem nú er búið að leiðrétta. Breytingarálagningin er kr. -11.105.769 til lækkunar og er aðallega vegna fráveitugjalds á atvinnuhúsnæði. Helga Íris vék af fundi kl. 14:25.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna leiðréttingar á tekjuáætlun vatnsveitu og fráveitu 2024. "

Sviðsstjóri upplýsti með vísan í meðfylgjandi gögn að ekki sé þörf að gera breytingar á fjárhagsáætlun 2024. Álagning vatnsgjalds og fráveitugjalds 2024 eftir leiðréttingu, sem deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar gerir grein fyrir í ofangreindu minnisblaði, verður í samræmi við áætlunarálagningu 2024 þegar búið verður að leiðrétta bókanir eftir keyrslu á leiðréttingum í álagningu.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá 367. fundi sveitarstjórnar þann 19.03.2024; Erindisbréf Skipulagsráðs

Málsnúmer 202212017Vakta málsnúmer

Á 367. fundi sveitarstjórnar þann 19. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram tillaga að breytingum á erindisbréfi skipulagsráðs þar sem m.a. er gert ráð fyrir auknum heimildum til fullnaðarafgreiðslu mála. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. febrúar sl.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingum á erindisbréfi skipulagsráðs í því skyni að efla skilvirkni stjórnsýslu, auka málshraða og stytta fundartíma. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "Niðurstaða:Til máls tóku: Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessu máli verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar. Monika Margrét Stefánsdóttir. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta."

Samkvæmt 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þá segir eftirfarandi í 2. mgr.:
"Skipulagsnefndir fara með skipulagsmál, þ.m.t. umhverfismat skipulagsáætlana, undir yfirstjórn sveitarstjórna. Sveitarstjórn er heimilt í samþykkt sveitarfélagsins að fela skipulagsnefnd eða öðrum aðilum innan stjórnsýslu sveitarfélagsins heimild til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt lögum þessum, sbr. [ 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011], 1) svo sem afgreiðslu deiliskipulagsáætlana og útgáfu framkvæmdaleyfa. Afgreiðsla á svæðis- og aðalskipulagi er þó ávallt háð samþykki sveitarstjórnar."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gera þarf sérstakan viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar um heimildir til skipulagsráðs um fullnaðarafgreiðslu sem þyrfi tvær umræður í sveitarstjórn, staðfestingu ráðherra og auglýsingu í Stjórnartíðindum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta frekari umfjöllun til næsta fundar og jafnframt að óska eftir að skipulagsfulltrúi mæti á fund byggðaráðs.

5.Styrktarsamningur við Björgunarsveitina Dalvík - tillaga að samningi

Málsnúmer 202403057Vakta málsnúmer

Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Haukur A. Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar á Dalvík, kl. 13:15. Á 367. fundi sveitarstjórnar þann 19. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Fyrir fundinum lágu drög að samningi við Björgunarsveitina á Dalvík 2024-2027. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki atugasemdir við framlögð drög. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Til máls tók: Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði vísað til umfjöllunar í byggðaráði. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar." Til umræðu ofangreind drög. Haukur vék af fundi kl. 13:54.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindum drögum í samráði við formann Björgunarsveitarinnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Björgunarsveitarinnar Dalvík fyrir árin 2024-2027.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Samstarfsverkefni í kjölfar kynningar; Leigufélagið Bríet

Málsnúmer 202402137Vakta málsnúmer

Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helgi Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Leigufélagsins Bríetar ehf., kl. 13:15 í gegnum TEAMS. Helgi Haukur kynnti starfsemi félagsins. https://briet.is/ Helgi Haukur vék af fundi kl. 13:42.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir viðræðum við Leigufélagið Bríet ehf. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá framkvæmdastjórar Bríetar ehf., þar sem meðfylgjandi er vinnulisti með ferli á yfirtöku eigna frá sveitarfélaginu ásamt excel skjali sem óskað er eftir að sveitawrfélagið fylli inn í .
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

7.Frá Byggðastofnun; Beiðni um umsögn vegna breytinga á póstþjónustu

Málsnúmer 202403097Vakta málsnúmer

Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Byggðastofnun, dagsett þann 15. mars sl., þar sem óskað er umsagnar frá sveitarfélaginu vegna breytingar á póstþjónustu á Dalvík ásamt erindi Íslandspósts. Í erindinu kemur fram að með tölvuskeyti dagsettu þann 29. febrúar 2024, tilkynnti Íslandspóstur breytingar á póstafgreiðslu fyrirtækisins á Dalvík en pósthús hefur verið rekið þar að Hafnarbraut 26. Í erindi fyrirtækisins kemur fram að umfang afgreiðslna hefur dregist verulega saman. Í stað hefðbundinnar afgreiðslu hyggst Íslandspóstur bjoða upp á þjónustu póstbíls og póstbox, sjá nánar tilkynningu Íslandspósts. Óskað er eftir umsögn fyrir 5. apríl nk. Niðurstaða:Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að þjónusta Íslandspóst skerðist ekki þótt hún verði með breyttum hætti. Byggðaráð harmar að störf fari úr sveitarfélaginu við þessar breytingar. Byggðaráð áréttar mikilvægi þess að breytingarnar verði kynntar vel fyrir íbúum sveitarfélagsins."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að umsögn frá sveitarstjóra dagsett þann 27. mars sl.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög að umsögn.

8.Frá Magnúsi Darra Arasyni; Snjósleðar

Málsnúmer 202403121Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Darra Arasyni, þar sem innt er eftir hvort snjósleðabúð gæti komið á Dalvík.
Byggðaráð þakkar Magnúsi Darra fyrir innsent erindi og hvetur hann að setja sig í samband við forsvarsmenn Miðgarðs Akstursíþróttafélags um málið.

9.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; - Styrktarsjóður EBÍ - umsóknarfrestur

Málsnúmer 202403110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 21. mars sl., þar sem fram kemur að aðildarsveitarfélög EBÍ geta sótt um styrk í Styrktarsjóð EBÍ fyrir apríllok. Hvert sveitarfélag getur sent inn eina umsókn um sérstök framfaraverkefna á vegum sveitarfélags
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með tillögur að verkefnum sem Dalvíkurbyggð ætti að sækja um styrk fyrir.

10.Frá SSNE; Fundargerð stjórnar nr. 61

Málsnúmer 202401075Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 61 frá 19. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð stjórnar nr. 946.

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambandsins íslenskra sveitarfélaga nr. 946 frá 15. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:21.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs