Minnisvarði um True detective

Málsnúmer 202401069

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 100. fundur - 18.01.2024

Tekin fyrir rafpóstur frá Leikfélagi Dalvíkur dags. 10.01.2024.
Menningarráð tekur jákvætt í verkefnið og vísar málinu til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar, og telur mikilvægt að fá aðila frá Leikfélagi Dalvíkur inn á fund hjá Byggðaráði.

Byggðaráð - 1096. fundur - 15.02.2024

Á 100. fundi menningarráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir rafpóstur frá Leikfélagi Dalvíkur dags. 10.01.2024.
Menningarráð tekur jákvætt í verkefnið og vísar málinu til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar, og telur mikilvægt að fá aðila frá Leikfélagi Dalvíkur inn á fund hjá Byggðaráði."

Í erindi Leikfélags Dalvíkur frá 10. janúar sl. kemur fram hugmynd um að gerður verði minnisvarði um tökur þáttanna True Detective í Dalvíkurbyggð sem yrði þá aðdráttarafl fyrir ferðamenn að stoppa við. Leikfélagið býður fram krafta sína við að reisa minnisvarða um tökurnar með því markmiði að hann yrði tilbúinn í vor. Hugmyndir eru um að setja upp skilti á túni við spennirafstöðina á móti Ungó ásamt munum úr leikmyndinni. Leikfélagið óskar eftir kr. 2.000.000 frá Dalvíkurbyggð samkvæmt lauslegri kostnaðaráætlun m.a. til að fá aðila til að hanna minnisvarðann og framkvæmdin yrði á höndum Leikfélagsins ásamt starfsmönnum Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.

Friðjón vék af fundi kl. 14:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu.

Byggðaráð - 1100. fundur - 13.03.2024

Friðjón Árni Sigurvinsson, þjónustu- og upplýsingafulltrúi mætti til fundar kl. 14:00.

Á 1096.fundi byggðaráðs þann 18.janúar sl. var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 12. mars 2024, þar sem gert er grein fyrir vinnu upplýsingafulltrúa og hugmyndum að 3 leiðum varðandi minnisvarðann.
Byggðaráð þakka Friðjóni fyrir komuna.
Friðjón Árni vék af fundi kl. 14:15
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1102. fundur - 04.04.2024

Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðjón Árni Sigurvinsson, þjónustu- og upplýsingafulltrúi mætti til fundar kl. 14:00. Á 1096.fundi byggðaráðs þann 18.janúar sl. var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 12. mars 2024, þar sem gert er grein fyrir vinnu upplýsingafulltrúa og hugmyndum að 3 leiðum varðandi minnisvarðann.Niðurstaða:Byggðaráð þakka Friðjóni fyrir komuna. Friðjón Árni vék af fundi kl. 14:15 Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, dagsett þann 1. apríl 2024, þar sem fram kemur að stjórn Leikfélags Dalvíkurbyggðar tilkynnir að félagið tekur til baka erindi sitt vegna minnisvarða um True Detective frá 10.01.2024. Fram kemur að tíminn að sumri sé orðinn mjög knappur, því ef vel ætti að vera þyrfti minnisvarði um tökurnar að vera klár um næstu mánaðarmót. Félagið vonaðist til að geta unnið að verkefninu í mars og apríl, en ljóst sé að það verður ekki. Fram kemur að félagið er upplýst um að sveitarfélagið sé að skoða 3 leiðir og þannig sé markmiði Leikfélagsins náð með því að opna á umræðu og hugmyndavinnu innan sveitarfélagsins. Stjórn Leikfélags Dalvíkur óskar eftir, sökum þeirrar fjölmiðlaumfjöllunar sem málið hefur fengið, að byggðaráð bóki um þetta sérstaklega.


Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1105. fundur - 02.05.2024

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 14:30.

Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Friðjón Árni Sigurvinsson, þjónustu- og upplýsingafulltrúi mætti til fundar kl. 14:00. Á 1096.fundi byggðaráðs þann 18.janúar sl. var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 12. mars 2024, þar sem gert er grein fyrir vinnu upplýsingafulltrúa og hugmyndum að 3 leiðum varðandi minnisvarðann.Niðurstaða:Byggðaráð þakka Friðjóni fyrir komuna. Friðjón Árni vék af fundi kl. 14:15 Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, dagsett þann 1. apríl 2024, þar sem fram kemur að stjórn Leikfélags Dalvíkurbyggðar tilkynnir að félagið tekur til baka erindi sitt vegna minnisvarða um True Detective frá 10.01.2024. Fram kemur að tíminn að sumri sé orðinn mjög knappur, því ef vel ætti að vera þyrfti minnisvarði um tökurnar að vera klár um næstu mánaðarmót. Félagið vonaðist til að geta unnið að verkefninu í mars og apríl, en ljóst sé að það verður ekki. Fram kemur að félagið er upplýst um að sveitarfélagið sé að skoða 3 leiðir og þannig sé markmiði Leikfélagsins náð með því að opna á umræðu og hugmyndavinnu innan sveitarfélagsins. Stjórn Leikfélags Dalvíkur óskar eftir, sökum þeirrar fjölmiðlaumfjöllunar sem málið hefur fengið, að byggðaráð bóki um þetta sérstaklega. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna málið áfram og þá hugmynd að hannað verði og sett upp skilti með myndum og upplýsingum um True Detective.
Jafnframt að upplýsingafulltrúi hafi samband við hagsmunaaðila varðandi staðsetningu og hönnun.