Í dag héldum við upp á 4 ára afmæli Magnúsar Ernis. Hann málaði glæsilega kórónu sem hann skreytti fallega og skrifaði nafnið sitt á. Við sungum afmælissönginn fyrir hann, kveiktum á kertum og svo bauð hann krökkunum upp á ávexti. Íslenska fánanum var einnig flaggað af afmælisbarninu sjálfu í tilefni dagsins. Við óskum Magnúsi Erni og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn!