Litli plokkdagurinn

Litli plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn var á landsvísu sunnudaginn 30. apríl. Við ákváðum að taka forskot á sæluna og höfðum plokkdag í leikskólanum föstudaginn 28. apríl. Mánakot og einn nemandi frá Sólkoti fóru kringum Dalbæ og tíndu rusl sem fannst á förnum vegi. Þar kenndi ýmissa grasa og voru nemendur mjög duglegir og fullir af áhuga að tína rusl. Myndir frá þessu eru komnar inn á myndasíðuna okkar. Við leyfðum líka öllum að velja sér einn lit af garni fyrir trefil á tréð okkar sem nemendur völdu fyrr í vetur. Emmi ætlar svo að prjóna eða hekla trefilinn og við setjum hann svo á tréð svo við þekkjum það alltaf.