Krílakot 39 ára í dag

Krílakot 39 ára í dag

Þann 9. september 1980 opnaði leikskólinn Krílakot á Dalvík. Síðan þá hefur orðið talsverð breyting bæði á húsnæði og starfsemi Krílakots.

Upphaf leikskólastarfs á Dalvík má rekja allt aftur til ársins 1961 þegar Kvenfélagið Vaka kom á fót barnaleikvelli og bauð upp á barnagæslu á sumrin. Auk Vöku og bæjarfélagsins kom Lionsklúbbur Dalvíkur að þeim framkvæmdum með fjárframlögum.

1975 er leikskólinn opnaði í gamla skólanum og síðar í Mímisbrunni sem þá var í eigu skátafélagsins.

1980 tók Krílakot til starfa í hluta af núverandi húsnæði, þar sem skrifstofur, sérkennsla, kaffistofa kennara, hluti af fataherbergi og gangur eru núna.

1987 var salur, eldhús, skrifstofa, kaffistofa, ræsting, þvottahús og loft byggt við húsnæðið.

2007 var þriðja deildin byggð vestan við húsið ásamt bættri starfsmannaaðstöðu.

Heildarstærð húsnæðis varð þá 411 m². og leiksvæðis 2.960 m² eftir að við bættist trjálundur og lóð Móafells.

2015 var skóflustunga að nýrri viðbyggingu tekin og rétt rúmu ári seinna fór fram vígsla á nýbyggingu við Krílakot. Miklar endurbætur voru samtímis gerðar á gamla húsnæðinu sem bættu starfsmannaðstöða og eldhús verulega.

5. ágúst 2016 á vináttukveðju var sameinaður leikskóli Krílakots og Kátakots vígður í núverandi húsnæði. Ný kjörinn Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kom ásamt konu sinni, og heimsóttu skólann þann dag en þau voru í opinberri heimsókn í Dalvíkurbyggð. Í kjölfarið var starfsemi Kátakots lögð niður.

9. ágúst mætti starfsfólk sameinaðs skóla til starfa að loknu sumarleyfi og tók til hendinni við að koma leikföngum og öðrum búnaði fyrir áður en börnin komu í skólann þann 11. ágúst til að hefja leik og störf.

Það að sameina tvær stofnanir eins og gert var 2016 krefst mikils af starfsmönnum þeirra. Samræma þarf vinnulag, venjur og hefðir. Skoða allt skipulag vel og taka ákvörðun um í hvað skal haldið og hvað ekki. Þar skiptast á ýmis sjónarmið og mikilvægt að ná lendingu sem flestir geta sætt sig við. Þetta hefur verið áhugavert og krefjandi ferðalag sem vonandi skilar sér í frjósömu og góðu starfi í náinni framtíð.

Haustið 2019 eru 95 börn á Krílakoti og starfsmenn 32. Allir sem fæddir eru 2018 hafa fengið leikskólavist og eru þau í aðlögun þessa dagana.

Áherslu okkar í vetur eru að vinna með gildin okkar sem eru Gleði – Sköpun – Þor. Við vinnum í anda Uppbyggingarstefnu og Grænfána. Þetta eru þættir sem við fléttum inní daglegt starf. Einnig vinnum við með Lubba sem finnur málbeinið, förum í útikennslu, erum í samstarfi við Dalvíkurskóla, Söfnin í Dalvík og tónlistarskóla Tröllaskaga