Hólakot og Kötlukot bjóða til Listasýningar í Menningarhúsinu Bergi

Hólakot og Kötlukot bjóða til Listasýningar í Menningarhúsinu Bergi

Nemendur á elsta leikskólastigi Dalvíkurbyggðar buðu  fjölskyldum sínum, vinum og vandamönnum og bara öllum íbúum Dalvíkurbyggðar á opnun listasýningar sinnar í Menningarhúsinu Bergi.

Nemendur munu selja myndirnar sínar á litlar 2.000 krónur og rennur ágóðinn til foreldrafélagsins sem mun sjá um að nýta peninginn þannig að listamennirnir sjálfir njóti góðs af. Auðvitað er enginn skuldbundinn því að kaupa mynd barnsins síns og ef fólk hefur ekki tök á því sjálft eða annar því nákomið fær barnið auðvitað samt að njóta „verðlaunanna“ sem þau fá í vor.

Listasýningin er samstarfsverkefni Safna Dalvíkurbyggðar, Menningarhússins og leikskólanna tveggja í sveitafélaginu okkar. Nemendur heimsóttu Byggðasafnið Hvol og fengu kynningu á safninu og fjölbreyttum safnkosti þess. Að kynningarferðinni lokinni fengu nemendur að velja sér einn mun til að nota sem efnivið í listaverkið sitt. Í ár voru nemenur að túlka 

Listræn útfærsla er alfarið í höndum þessara litlu listamanna og meðfylgjandi við hvert verk er túlkun þeirra á verkinu með þeirra orðum. Sjón er sögu ríkari.

Óskum við listamönnum framtíðarinnar til hamingju með sýninguna