Dagur leikskólans 6. febrúar 2023

Dagur leikskólans 6. febrúar 2023

6. febrúar síðastliðinn var haldið upp á dag leikskólans hér í Krílakoti.

Dagurinn er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

Í tilefni dagsins buðum við foreldrum í heimsókn eftir tveggja ára pásu. Foreldrafélagið fékk foreldra til að baka handa okkur ýmislegt góðgæti og færðu svo leikskólanum gjafir sem við viljum koma til þeirra kærar þakkir fyrir frá öllu starfsfólki leikskólans.

Nokkur orð frá foreldrafélaginu

Við í stjórn foreldrafélagsins í ár Súsanna, Kolbrún, Júlía og Una höfum notið þess í hreinskilni að taka þátt í þessu verkefni og er mun skemmtilegar en við bjuggumst við.

Við viljum þakka sérstaklega öllum sem bökuðu og útbjuggu þessar girnilegu kræsingar til að gera daginn enn betri.

Á degi leikskólans hefur foreldrafélagið stundum gefið gjafir. Okkur langaði að gefa góðar gjafir sem myndu nýtast vel í starfi upp á leikskóla. Þegar við litum yfir fjármálin þá gafst ekki kostur á að gera það nema fá styrk annarstaðar frá.

Við fórum því að leita eftir styrkjum í byggðarlaginu. Við urðum alls ekki fyrir vonbrigðum! Við fengum mjög rausnarlega styrki úr öllum áttum, það kom okkur svo skemmtilega á óvart hvað allir tóku vel í þetta og tilbúnir að styðja og styrkja okkar flotta leikskóla.

Það gerði okkur kleift að kaupa nýtt hjól fyrir útiveruna (stórt rautt hjól sem er yfirleitt barist um úti á sumrin),

Við keyptum fallegan viðar klifurboga með rennibraut og púðum til að liggja inn í, fimleikahringi sem eru ætlaðir inn í salinn okkar, nýja búninga í hlutverkaleiki og nýja bíla og gröfur.

En þetta er bara það sem við erum búin að kaupa og færðum starfsfólki og nemendum á degi leikskólans.

Það sem við erum búnar að panta og eigum eftir að fá er :

Seglakubbar, gönguvagnar, bílamottur, dót í hlutverkaleiki, jafnvægisæfinga dót, svo eitthvað sé nefnt.

Eftir að hafa keypt allt þetta þá eigum við meira að segja afgangs pening sem verður notaður í góð kaup eins og þessi og viljum við endilega taka á móti ábendingum og tillögum frá kennurum og foreldum um hvað vantar hér inn á leikskólann.

Það er svo greinilegt að byggðarlagið stendur með okkur. Við viljum að það komi skýrt fram hvaðan við fengum styrki og langar okkur að telja það upp fyrir ykkur hverjir það eru, og á sama tíma þakka þeim aðilum kærlega fyrir!

Það voru :

Valeska, GS frakt ehf, Víkurkaup, Vélvirki, Bergmenn ehf, EGO hús, Berglind og Maggi, Salka fiskmiðlun, Tréverk, Steipustöðin, Rúna og Haukur, Arctic sea tours ehf, Samherji.

Við vonum innilega að þetta komi sér vel fyrir börnin okkar og leikskólann í heild sinni.

 

Kær kveðja Foreldrafélag Krílakots

Júlía Ósk - Kolbrún - Súsanna - Una Dan