Bjarney sérkennslustjóri hefur látið af störfum á Krílakoti. Hún hefur starfað á Krílakoti frá árinu 1999 með stuttum hléum. Bjarney hefur sinnt ýmsum störfum hjá okkur en síðustu ár hefur hún verið í starfi sérkennslustjóra. Við þökkum Bjarneyju innilega fyrir gott samstarf í gegnum árin og óskum henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.