Vegna Covid 19

 Í ljósi þess að Covid 19 smit hefur greinst í Dalvíkurbyggð verðum við að grípa til hertari sóttvarna hér á Krílakoti.

Þær breytingar sem kynntar eru hér á eftir taka í gildi á morgun, fimmtudaginn 29. október 2020.

Foreldrum er ekki lengur heimild að koma inn í fataherbergi Krílakots. Starfsmenn taka á móti börnum við útidyr. Tekið verður á móti börnum frá klukkan 07:45. Við óskum eftir að foreldar beri grímur eftir sem áður.

 

 • Börn á Hólakoti og Kátakoti koma inn um aðalinngang
 • Börn á Mánakoti og Sólkoti koma inn um inngang við bílastæði
 • Börn á Skýjaborg koma inn um sinn aðalinngang

 

Símanúmer deilda eru:

 • Hólkakot 460 4957
 • Kátakot 460-4956
 • Mánakot 460-4955
 • Sólkot 460-4954
 • Skýjaborg 460-4953

Við ráðleggjum foreldrum að vista símanúmerin í símum sínum J

Ekki er í boði að koma inn um innganga sem snúa út í garð, þeir verða læstir.

Þegar börn eru sótt fyrir klukkan 15:00 þarf að hringja inn á deildir og verður börnunum fylgt til sinna forráðamanna við útganga. Börn sem eru sótt eftir kl. 15:00 verður skilað við hlið úti í garði.

Systkinum er leyfilegt að koma inn um sama inngang að Skýjaborg frátalinni

Vegna sóttvarna:

 • Vinsamlegast komið ekki með fatnað og annað sem ekki má verða eftir á leikskólanum. Þetta á til dæmis við um yfirhafnir sem barnið má ekki vera í, í útiveru
 • Hafa snuð bæði í leikskólanum og heima og ekki flakka með þau á milli, það sama á við um „huggara“
 • Við ætlum að hafa náttfatadag föstudaginn 30. október en sleppum því að koma með bangsa að heimann
 • Bókasafn og íþróttir falla niður vikuna 2. – 6. nóvember, það verður endurmetið í lok næstu viku