Í gær voru elstu nemendurnir okkar formlega útskrifaðir við hátíðlega athöfn í sal Dalvíkurskóla. Börnin mættu prúðbúin með fjölskyldum sínum. Þau sungu fyrir gesti, fengu afhent útskriftarskjal og birkiplöntu sem þau geta gróðursett og fylgst með stækka um leið og þau stækka sjálf og þroskast. Í lokin gæddu allir sér á dýrindis veitingum sem foreldrar komu með. Við á Krílakoti erum afar stolt af þessum flotta nemendahópi og þökkum þeim fyrir yndislega samveru á síðustu árum, við óskum þeim velfarnaðar á nýju skólastigi og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.