Tilkynning frá leikskólanum Krílakoti

Tilkynning frá leikskólanum Krílakoti

Félög innan BSRB hafa boðað vinnustöðvun mánudaginn 5. júní 2023 til og með miðvikudeginum 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í leikskólanum Krílakoti

Ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif á starfsemi Krílakots en af þeim starfmönnum sem eru í vinnu mega aðeins 9 starfmenn vera inn á deildum í vinnu með nemendum þar sem annað telst verkfallsbrot. Einnig eiga þeir sína kjarasamningsbundnu undirbúningstíma og einhverjir taka hluta af sínum orlofsdögum á verkfallstíma. Ein deild verður opin til kl. 15:00 vegna vinnutíma starfsmanns og einnig verða deildir lokaðar dagparta vegna undirbúningstíma og orlofs. Ef margir nemendur mæta ekki þegar þeir eiga vistunartíma munum við reyna að hafa samband og bjóða öðrum nemendum úr öðrum hópum vistun.

Raðað er inn á deildar miðað við fjölda nemenda sem hver starfsmaður má hafa hverju sinni.

1 árs 4 nemendur á hvern starfsmann (Skýjaborg)

2 ára 5 nemendur á hvern starfsmann (Sólkot)

3 ára 6 nemendur á hvern starfsmann (Mánakot)

4 ára 8 nemendur á hvern starfsmann (Kátakot)

5 ára 10 nemendur á hvern starfsmann (Hólakot

 

Allt hefur þetta áhrif á hversu margir nemendur geta dvalið í einu á Krílakoti dag hvern auk þess sem ekki er heimilt að færa nemendur og kennara milli deilda. Ef starfmenn veikjast getur komið til frekari skerðingar á starfsemi okkar með mjög stuttum fyrirvara. Því er mjög mikilvægt að þið fylgist vel með fréttum þar sem verkfalli getur verið afstýrt með mjög stuttum fyrirvara.

Opnunartími Krílakots verður 08:00-11:30 og 12:30-16:00. Þar sem mötuneyti Krílakots verður lokað í hádeginu, ekki verður hafragrautur í boði einungis morgunkorn og ekki bakað brauð fyrir nónhressingu heldur verður búðarbrauð eða kex í boði.

Byggðaráð er að skoða hvort gjöldin verða felld niður eða ekki.

Foreldra hafa fengið sent í tölvupósti hópaskiptingu og hvaða daga nemendur geta mætt

Minnum á að fylgjast vel með fréttum og skilaboðum á Karellen

 

Bestu kveðjur

Starfsfólk Krílakots