Þorragleði í Krílakoti

Þorragleði í Krílakoti

Það var glaumur og gleði í Krílakoti í dag þegar þorranum var fagnað. Nemendur og kennarar marseruðu um skólann skreytt þjóðlegum kórónum. Þorramaturinn rann svo ljúflega niður og vitaskuld var sungið og barið í borð með tilheyrandi látum og kátínu.