Gjafir frá foreldrafélaginu

Gjafir frá foreldrafélaginu

þann 9. september 2020 varð leikskólinn Krílakot 40 ára og í tilefni þess færði foreldrafélagið leikskólanum fjögur OSMO tæki að gjöf ásamt hjólum og hlaupahjóli. OSMO er tæki sem tengt er við ipada þar sem nemendur geta unnið með orð, stafi, tölustafi og form. Einnig geta nemendur tekið myndir af hlutum og búið til verkefni út frá þeim. Starfsfólk Krílakots fór svo á námskeið á skipulagsdeginum 23. apríl og lærðu á þessi tæki. 

Núna í lok apríl afhentu svo foreldrafélagið nemendum á Kátakoti handklæði, sundhettu og sundgleraugu sem þau munu svo nota þegar þau byrja í sundi í haust á Hólakoti. 

Við viljum koma fram þakklæti til ykkar foreldra fyrir þessar flottu gjafir sem leikskólinn og nemendur hafa fengið ásamt góðri samvinnu á þessum covid tímum.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Krílakots