112 dagurinn

112 dagurinn

Þann 11. febrúar ár hvert er haldið upp á 112 daginn.

112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð. Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Markmið dagsins er enn fremur að efla samstöðu og samkennd þeirra sem starfa að forvörnum, björgun og almannavörnum og undirstrika mikilvægi samstarfs þeirra og samhæfingar.

Hér í Krílakoti vorum við svo heppin að fá heimsókn frá viðbragðsaðilum Dalvíkurbyggðar sem leyfðu nemendum að skoða, prófa og spyrja spurninga um farartækin. Hér fylgja nokkrar myndir frá þessum frábæra degi. Takk kærlega fyrir okkur.