Einkaaðilar

Einkaskjöl

Á við um skjöl sem hafa verið í eigu einkaaðila. Skjölin sem Héraðsskjalasafnið tekur við verða að tengjast Dalvíkurbyggð og sögu þess. 

Hvaða skjöl eiga heima á héraðsskjalasafninu?: Bréf, dagbækur, ljósmyndir, efni sem tengist byggðinni.
Aðilar eru hvattir að hafa samband við Héraðsskjalasafnið varðandi skjöl, við veitum alla þá ráðgjöf sem þarf.

Hvaða skjöl eiga ekki heima á héraðsskjalasafninu?: Útgefið efni (bækur, bæklingar ofl. sem hefur verið gefið út í miklu magni), skattaskýrslur (varðveitt hjá Skattinum), efni sem tengist ekki Dalvíkurbyggð. 

Ef skjölin innihalda viðkvæmar upplýsingar getur afhendingaraðili gert samning um aðgangstakmarkanir að einkaskjalasafninu, t.d. að skjölin verði ekki aðgengileg fyrr en að ákveðnum tíma liðnum eða að leita þurfi eftir heimild afhendingaraðila til að skoða skjölin.

Á heimasíðu Þjóðskjalasafni Íslands má finna greinagóðar lýsingar á þýðingu einkaskjalasafna. 

Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn (77/2014) er heimilt að taka við skjölum annarra en afhendingarskyldra aðila til varðveislu og eignar ef þau eru talin hafa mikilvæga þýðingu fyrir hlutverk safnsins skv. 13. gr. Þegar sérstaklega stendur á er opinberu skjalasafni þó heimilt að taka við slíkum skjölum með skilyrði um að þau verði ekki gerð aðgengileg í ákveðinn tíma, en hann má lengstur vera 80 ár og er heimilt að hafa ólík tímaviðmið um aðgang almennings annars vegar og fræðimanna í skilningi 8. mgr. 37. gr. hins vegar. Að öðru leyti gilda ákvæði þessara laga um aðgang að slíkum skjalasöfnum eftir því sem við getur átt.

Markmið laga þessara er að tryggja myndun, vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi.