Gestur dagbækur

 Veður og færi - dagbækur Gests Vilhjálmssonar

Dagbækur Gests Vilhjálmssonar sem hann hélt í 30 ár, 1944-1976, eru glögg heimild um veðurfar í Svarfaðardal og á Upsaströnd á þeim tíma. Færsla sérhvers dags hefst á nákvæmri veðurlýsingu. Auk þess sem bækurnar eru ítarleg og merk samtímaheimild um menn og málefni í byggðarlaginu – og sumpart á landsvísu – má iðulega sjá í þeim færslur um glímu mjólkurbílstjóra, ýtustjóra og bænda við veður og ófærð í dalnum og til Akureyrar. Hér er skráð upp úr bókunum það helsta sem snertir mjólkurflutninga. SBG.

 

(Stafsetningu höfundar er haldið. Nafn mánaðar er þó sett hér við færslu hvers dags til að auðvelda lestur en Gestur ritaði einungis mánaðarheitið í byrjun hvers mánaðar.)

 

1944

[...]

4. jan. Heiðríkt og logn framan af deginum. Dimmdi að með mokhríð um kvöldið. Mjólkurbíllinn sneri við hjá Laugahlíð.

5. jan. Norðan hríð. Hægði og birti um kvöldið Bílinn kom fram að Grundarskriðu...

7. jan. Gott veður. 14 st frost. Hríð um kvöldið. Fór um Austurkjálka frá Hofi í Skáldalæk. Kom með mjólkurbílnum. Heldur slæmt bílfæri.

8. Stórhríð. Birti ögn er á daginn leið. Mikil fannkoma. 

9. jan. Hríð fyrri partinn. Birti upp. Mikið frost

10. jan. Bjart. Mikið frost. Alþingi sett.

11. jan. Austan gola. Lítið frost. Byrjað að flytja mjólk sjóleiðis til Ak. Þó fór ekkert heðan...

12. jan. Hláka, hægt og stilt veður framan af en hvesti suðvestan með kvöldinu ... Ríkarður fór með mjólk til Dl. á að flytja hana til Ak með bát á morgun. Það er önnur ferðin sem báturinn fer nú.

13. jan. Gott veður, frostlítið. Hríðaði ögn um kvöldið. Mjólkurbíllinn fór til Ak. og sótti svo mjólk hér frameftir um kvöldið. Sneri við hjá Hreiðarsstöðum og brotnaði þar. Og kom því annar frameftir.

[...]

6. feb. Logn. Hríðarfjúk. Hvesti um stund um kvöldið. Norðan. Mjólkurbillinn sótti mjólkina frameftir, og fór með hana inneftir.

[...]

15. feb. Hvass suðvestan, hríðarfjúk um kvöldið ... Mjólkurbíllinn fór útaf veginum hjá Gröf. Engar skemmdir.

[...]

29. feb. Norðan hríð, 13 st frost ... Mjólkurbíllinn kom ekki frameftir í dag því færið var orðið hálfslæmt.

[...]

2. mars. Logn 12-14 stig frost. Mokað af veginum. Mjólkurbíllinn kom frameftir.

3. mars. Sunnan og vestan hvass og renningur og hríð. Versta veður. Frostlaust. Mjólkurbíllinn kom ekki. Vafasamt að hann hafi komist inneftir. Nú fæst enginn bátur til flutninga til Ak. vegna þess að nú er nægur fiskur ef gefur á sjó.

[...]

7. nóv. [Þriðjudagur] Logn og stilt og bjart. 7 st. frost. Mjólkurbíllinn kom og sótti mjólk í morgun, en hann hefur ekki komið siðan á föstudag ...

[...]

10. nóv. Bjart og heiðríkt að mestu 10 st frost. Enn hefur eigi verið opnaður vegurinn og því engin mjólk farið ennþá.

[...]

12. nóv. Sunnudagur. Logn 4 st frost. Mjólkurbillinn sótti mjólk um morguninn og fór með hana til Ak. þá strax. Kom svo aftur um kvöldið á venjulegum tíma.

[...]

26. des. Norðan hvass og stórhríð af og til en ekki mikil fannkoma. Mjólkurbillinn kom ekki frameftir.

[...]

1945

[...]

3. jan. Logn og hríðarlaust, en dimmt í kring 10° fr. Mjólkurbillinn kom ekki frameftir. En Kristinn á Hnjúki kom á bíl framan úr Skíðadal og kom til baka aftur

4. jan. Logn og hríðarlaust að kalla. Lítilsháttar mugga af og til. Mokað í Grundarskriðu. Mjólkurbillinn kom frameftir.

[...]

16. jan. Hríðað allmikið í nótt 11 stig frost. Rofbjart um morguninn Laust fyrir hádegi brast á í iðulausa norðanstórhríð með óskapa veðurofsa. Kl um þrjú-fjögur hægði og rofaði til bæja. Billinn kom ekki.

17. jan. Hægur en dimmur í kring með hríðarkólgu. 15° fr. Billinn sótti mjólk.

[...]

25. jan. Norðan hvass og dimmviðrishrið annað slagið. Þó rofi til bæja af og til. 3° fr. Mjolkurbillinn kom ekki.

26. jan. Hægur en dimmur i kring. Hríðarlaust að kalla, en bætt hefur á mikið. 6°fr. Birti um kvöldið. Bílar komust frá Dalv. til Ak.

27. jan. Logn og bjart. 10° fr. Mokað af veginum – þó ekki til fulls.

28. jan. Logn og bjart 10°fr. enn mokað. Mjólkurbillinn kom frameftir ...

[...]

Febrúar

Fór í bólið 1 febrúar og var þar næstu mánuði. Tiðin þenna mánuð var heldur stirð. Hríðar og fannkoma. Mjólkurbíllinn komst ekki altaf inneftir og mjólk flutt eitthvað á sjó.

[...]

1946

[...]

9. feb. Sunnan hvass, frostlaust og rigning af og til. Um hádegi fór að hviða og mátti heita, blindstórhríð suðvestan til kvolds þá birti ögn. Mikil fannkoma. Bílarnir komust við illann leik innanað ...

[...]

21. nóv. Norðan, fannkoma. Alldimmur. Hríð.

22. nóv. Hægur og bjart veður Þungt færi fyrir mjólkurbilinn. Hann fór þó hringinn.

[...]

25. nóv. Norðan hvass og fannkoma, Blindstórhríð, rofar ögn seinni partinn. Mjólkurbíllinn fór í morgun inneftir, en kom ekki frameftir.

26. nóv. Hægur hríðarfjúk annað slagið. Mjólkurbíllinn kom frameftir að Hofi og fram í Svarf.d. Þungt færi með köflum.

[...]

1947

[...]

30. jan. Norðan, hvass, Blindstórhríð framan af deginum. Birti lítils háttar um kvöldið. Mjólkurbíllinn kom ekki.

[...]

20. feb. Norðan hvass, frost og hríð. Stórhríð.

21. feb. Hríð, norðan, hægri. Birtir á milli. Mjólkurbíllinn kom ekki í gær. Bílarnir sem komu frá Akureyri í gær, stoppuðu allir í Hrísahöfðanum og sitja þar enn. Gert ráð fyrir að þeir fari inneftir í fyrramálið og mjólkin verði flutt á sleðum þangað ofaneftir í fyrramálið.

22. feb. Norðan hríð allhvass. Engin mjólk fór ofaneftir, en um bílana hefur ekkert frests.

[...]

25. feb. Hægur, gerir þó norðan hrinur af og til með fannkomu. Nú var farið með mjólk í dag á sleðum til Dalvíkur. Hún á að fara með bát á morgun inneftir. Færi mjög vont. Mjólkurbílarnir fóru inneftir á laugardag [23. feb.] og sitja þar svo, þeim gekk mjög illa. Voru að sagt er eina 10 klt.

[...]

27. feb. Logn að mestu, hríðarlítið... Jarðýta kom í dag út í Hrísahöfða. Á að flytja mjólk þangað í fyrramálið.

28. feb. Allhvass norðan, annað slagið, með allmikilli fannkomu. Birtir lítilsháttar á milli. Ekki farið með mjólkina héðan ...

1. mars. Norðan éljaveður, birtir á milli. Mjólkurbílarnir fóru til Ak. í morgun.

2. mars. Sunnudagur. Hægur, en allmikil fannkoma með köflum.

3. mars. Logn, bjart, snjóaði dálítið í nótt.

4. mars. Norðan stormur og snjókoma annað slagið. Ýtan sneri við hjá Ingvörum og þangað á nú að flytja mjólkina að hverju sem það verður.

5. mars. Norðan hægur, töluverð fannkoma annað slagið. Mjólkurbíllinn komst ekkert í gær, því var mjólkinni ekið til Dl. í gær og átti að fara til Ak með bát. Bílum ófært utan Akureyrar. Færi hér fyrir hesta mjög vont, versnar dag frá degi. Nú kom póstur frá Dalvík í gærkvöld. Hefur ekki séðst blað í meir en hálfan mánuð.

6. mars. Hægur, hríðargusur framan af deginum en birti um kvöldið. Mjólkin flutt til Dalvíkur.

[...]

24. apríl. Sumardagurinn fyrsti. Logn að mestu, hríðarél um morguninn. Annars bjart, en skýað og kalt, hríðarútlit. Enn er mjólkin flutt á sleðum til Dalvíkur og á bát þaðan.

[...]

11. maí. Sunnudagur. Logn og hlýtt, sólskin. Í dag var farið með mjólkina til Dalvíkur á jeppanum á Bakka. Hún hefur nú verið flutt á sleðum til Dalvíkur síðan í febrúar, það hefur verið heldur erfitt, m.k. stundum.

[...]

19. nóv. [Miðvikudagur] Norðan stórhríð, mikil veðurhæð en frostlítið... Mjólkurbílarnir hafa ekki komið síðan á sunnudag. Þó hafa þeir líklega komist innanað á mánudag.

20. nóv. Norðaustan, ekki mjög hvasst en nokkur snjókoma.

21. nóv. Hægur austan með snjókomu um kvöldið. Mjólkin flutt á sleðum til Dalvíkur.

[...]

25. nóv. Logn, bjartviðri. Bíll fl. mjólk úr utanv. T.sókn.

[...]

27. nóv. Dálítill renningur í nótt en logn og heiðríkt í dag, allmikið frost. Bíllinn flutti nú mjólk framan fra Hreiðarsstaðakoti. Sæmilegasta færi. Hann hefur að þessu flotist ofan á fönninni af því að hún er svo þétt.

[...]

30. nóv. Sunnudagur í aðventu. Logn og frost, heiðríkt. Tvær jarðýtur komu til Dalvíkur í gær frá Akureyri og ruddu veginn, nú eru þær á leið hér neðanað.

1. des. Logn og bjart, allmikið frost. Mjólkurbíllinn kom nú eftir mjólkinni, fór fram hjá Hreiðarsstöðum.

[...]

30. des. Norðan stormur, hríðarlaust fram á kvöldið, en þá fór að hríða og bætti mikið á um nóttina. Mjólk flutt á sleðum til Dalvíkur. Fór bátur með hana inneftir. Hann tepptist þó á Hjalteyri vegna veðurofsans. Mikið frost.

[...]

1948

[...]

2. jan. Norðaustan allhvass einkum seinnipartinn renningur og hríð um kvöldið. Mjólkin flutt til Dalvíkur á sleðum en báturinn gar ekki farið fyrir hvassviðri ...

10. jan. Norðaustan hríðarfjúk. Nú var búið að riðja vegin út að Hrísum og ýtan dró bílana austur fyrir höfða og þeir fóru með mjólkina inneftir ...

[...]

14. des. Norðan hríð, hvass, en minna frost. Farið var með mjólk á sleðum ofan á vegamót. Bílarnir fóru svo inneftir í kvöld.

15. des. Norðan en hægur, einkum seinnipartinn, dálítil fannkoma framanaf. Farið aftur með mjólk til Dalvíkur. Bílarnir komu innanað þegar komið var fram á nótt. Vont færi fyrir þá

[...]

17. des. Rigning um morguninn, en hvesti svo sunnan um hádegi, úrkomulaust. Enn flutt mjólk ofaneftir, en þó kom mjólkurbíllinn fram að austan, að Skriðukoti. Mjög hvast seint um kvöldið.

[...]

1949

[...]

4. jan. Logn en geisileg fannkoma.

5. jan. Norðan ægileg stórhríð. Birti þó seint um kvöldið.

6. jan. Suðaustan hvass og renningur. Versta veður um tíma ... Mjólkurbílarnir sneru við á leiðinni frá Akureyri.

7. jan. Logn að mestu, lítilsháttar hríðarfjúk. Mjólk ekið til Dalvíkur um kvöldið. Bílarnir voru 13 kl.st. frá Ak til Dl.

8. jan. Suðvestan allhvass og renningur. Bíll fór prufutúr fram að Grundarskriðu. Og farið var með mjólk inneftir en færið vont, 7 kl.t. erfiði. Þýðviðri um kvöldið.

[...] 

21. jan. Logn, hríðarlaust, lítið frost. Mjólkurbílarnir komu frameftir. Að austan fór 1 bíll en tveir hérna megin. Þetta voru alt trukkbílar og þegar vont var ytti sá síðari á þann fyrri. Þetta tók æði langan tíma en vanst þó.

[...]

27. jan. Suðvestan renningur og él en allbjart. Lagði á stað til Ak á aðalfund B.S.E. Fór með mjólkurbílnum til Dalvíkur. Vorum fulla 3 tíma ofaneftir, en alls var bíllinn 11 tíma að sækja mjólkina frameftir. Mjög þungt færi. Fór svo með m/s Skjaldbreið til Ak. um kvöldið.

28. jan. Logn að mestu, smárenningur suðvestan. Mjólkurbílarnir komu inneftir í nótt, voru 7 t. frá Dl.

[...]

31. des. Logn að mestu, þýðviðri Mjög hlýtt og gott veður. „Nú árið er liðið í aldanna skaut.“

Árið hefur verið gott að mörgu leiti. Tíðarfarið í fyrravetur allsæmilegt. Að vísu allmikill snjór á tímabili, en þó tepptust mjólkurflutningar ekki. Vorið hart og var ekki sauðsnöp fyrr en í byrjun júní. Spretta í tæpu meðallagi en þurkar allsæmilegir fram í ágústlok gerði þá úrfellis kafla. Haustið einmuna gott fram til móvember loka Síðan góð vetrartíð.

1950

[...]

9. feb. Norðaustan bleytuhríð, er nú klesst yfir alt og um hádegi er að kólna í veðri. Stórhríð um tíma, birti ögn um kvöldið.

10. feb. Norðaustan hvass og fannkoma. Rofar til bæja annað slagið en blind stórhríð annað slagið. Líklega frostlaust.

11. feb. Norðaustan næstum stórhríð um tíma.

12. feb. Sunnudagur. Norðaustan hríðarveður, oftast þó rofbjartur.

13. feb. Norðan stórhríð, hvass og allmikil fannkoma.

14. feb. Norðan dálítil fannkoma. Mjólkurbíllinn kom frameftir en hefur sjálfsagt verið um 10 t. frá Dalvík og fram á Höfða og til baka aftur. Fara nú bara annan hvorn dag.

[...]

21. feb. Suðvestan lítill renningur um morguninn en gerði glórulaust kóf um tíma, birti aftur um 4 leitið. Mjólkurbíllinn kom og fór fram að Urðum en færðin var mjög ill með köflum enda var hann m.k. 13 tíma frá Dalvík og þangað aftur. Mjólkin fór með bát til Ak.

23. feb. Logn að mestu en mikið frost.

24. feb. Logn, mikið frost. Mjólkin flutt á sleðum til Dalvíkur en svo fóru þó bílarnir inneftir.

[...]

21. mars. Logn að mestu, nokkurt frost, bjart og sólskin. Mjólkurbíllinn komst fram að Ingvörum en fram í Hvarf að austan, en ýtan fór á undan honum og dró hann þar sem við þurfti.

22. mars. Logn, frostlaust. Um kvöldið fór ýtan með mjólkurbílin fram í dal.

[...]

1951

[...]

14. jan. Enn allhvass norðaustan en minni fannkoma. Mjólkurbílarnir komu innanað í kvöld, voru þá búnir að vera um sólarhring á leiðinni. Ýtan fór á móti þeim, tróð slóð og dró fyrsta bílinn. Lygndi um kvöldið.

15. jan. Logn, bjart og nokkurt frost. Sólin sást nú litla stund. Mjólkin flutt á móti bílnum út á Holtsmóa.

16. jan. Logn, bjart og lítið frost ... Mjólkurbílarnir fóru frá Dalvík kl. 4 í gær áleiðis til Ak. Voru komnir inn hjá Haga kl. 9 í gærmorgun. Hafa svo ekki komið hér fram eftir í dag eins og þeir áttu að gera.

17. jan. Logn, frostlítið, logndrífa og þoka ...

18. jan. Hægur að mestu, fjúk á tímabili. Mjólkurbílarnir koma nú ekki innanað fyrir ófærð, voru 37 kl.t. inneftir síðast.

19. jan. Norðan hríðarfjúk framanaf, síðar logn og bjart. Mjólkin flutt á sleðum til Dalvíkur, á að fara á bát í fyrramálið.

[...]

21. feb. Norðan stormur, hægði þegar á daginn leið, hríðarlaust að kalla en dimmt í kring. Hér um bil frostlaust. Mjólkurbílarnir komu innanað í fyrra dag. Einn fór þá um kvöldið fram í Svarfaðardal og situr þar en hinir tveir eru á Dalvík ...

22. feb. Norðan þéttingsstormur, hríðarfjúk. Nú eru bílarnir að reina að brjótast hér fram að vestan til þess að ná sambandi við þann sem framfrá er. Mættust hjá Tjörn. Farið með mjólkina á bát inneftir.

[...]

7. mars. Norðan hríð, rofar annað slagið. Ekið mjólk til Dalvíkur. Bílarnir fóru til Ak á sunnudag og gekk vel en tepptust svo þar. Mjolkin fer á bát.

[...]

23. mars. Mikil fannkoma í nótt og dag en hægur. Mjög vont færi ofaneftir með mjólkina. Sleðarnir óku með sér lognfönninni.

[...]

15. apríl. Norðan allhvass og hríð en rofaði þó ögn um morgunin og þá var farið á stað með mjólkina til Dalvikur en brast á í iðulausa stórhríð úr hádeginu. Nú er síðasti sunnudagur í vetri og síður en svo vorlegt. Ótíðin virðist altaf fara harðnandi, og þarf þó nokkuð til eftir því sem tíðin hefur verið í vetur.

[...]

18. apríl. Norðan allhvass hríð og renningur þó ekki dimmur ...

Þá er þessum vetri lokið. Hann er einhver sá snjóamesti sem eg man eftir og illviðri mikil. Færi hefur þó aldrei orðið verulega slæmt því fönnin hefir sigið á milli og hjarnað og dypið því ekki getað orðið mikið en gaddurinn er geysilegur. Ekki þykir mer ólíklegt að í lægðum víða sé snjorinn 5-10 metrar.

5. des. Stórhríð í nótt, hríðarveður norðan og kalt í dag. Komin mikill snjór og ill færð. Mjólkurbílarnir þrúguðust þó frameftir en voru mjög lengi.

[...]

7. des. Norðan hvass og hríð. Blindbilur seinnipartinn. Mjólkurbíllinn tepptist fram á Urðum en hinir fóru inneftir.

[...]

1952

[...]

13. jan. Suðvestan gola þýðviðri. Gekk í hríð úr hadegi og stórhríð um kvöldið. Mjolkurbillinn tepptist fram í dal.

14. jan. Suðaustan hvass og hríð. Hægði og birti nokkuð úr hadegi. Mjólkurbíllinn kemur nú framanað, virðist ganga furðanlega, þótt nokkuð hafi bætt á.

15. jan. Suðvestan gola annað slagið renningur. Sást til sólar.

16. jan. Norðan stórhríð, rofaði ögn um kvöldið. Bílarnir komu nú ekki í dag.

17. jan. Norðan hægur nokkur fannkoma. Mjólkurbílarnir komust nú ekki fram eftir.

18. jan. Norðan hægur. Mjólk ekið til Dalvíkur.

[...]

26. jan. Hægur að mestu hríðarlaust. Bilarnir tepptust innfrá.

[...]

3. maí. Norðan, éljaveður, mikið frost klökknaði naumast nokkurn hlut í dag ...

4. maí. Sunnudagur. Norðan allhvass smáel festi þó ekki. Kalt, þó ekki eins og í gær

5. maí. Norðan allhvass, nokkur fannkoma dimmur annað slagið. Alkvítt var í morgun, en í dag hefir þó etið af annað slagið þar sem autt var fyrir, einkum þar sem blautt var.

6. maí. Norðan ekki mjög hvass nokkur fannkoma um tíma. Lögðum hér á stað á aðalfund Kea Akureyri. Fórum á bát inneftir ófært á bíl þ e s inn fyrir Fagraskóg.

7. maí. Logn að mestu hríðarél

8. maí. Logndrífa um morguninn en birti svo til. Varð solskin. Fórum aftur á stað með bát heim Var verið að yta af veginum frá Dalvík inneftir. Mjólkurbílarnir komust innanað, en þeir sneru við fyrir hríð og ófærð á þriðjudag.

[...]

1953

[...]

28. mars. Norðan mjög hvass og fannkoma, sem sagt yðulaus norðan stórhríð, frostið ekki mikið en veðurhæðin og snjókófið alveg afskaplegt. Sést þó af og til hérna niður í steininn.

29. mars. Sunnudagur. Norðan hægur nokkur fannkoma

30. mars. Norðan hægur fjúk annað slagið. Mjólkurbílarnir komu frá Ak í gær, færi var sæmilegt, hér út í Hrísahöfða, en þaðan voru þeir 4 tíma út á Dalvíkina Svo fóru þeir frameftir í dag einn að austan komst fram í Ytra Hvarf. Hann var á beltum og með honum margir menn til moksturs. Gekk þó mjög hægt. Hérnamegin fóru tveir, voru 6½ tíma fram að þinghúsi. Komust suður undir Blakksgerðishús og sneru þar við. Með þeim voru margir menn. Mjólk var ekið hér af bæjunum út hjá þinghúsi færið alveg ægilegt, bæði fyrir hesta og sleða. Fönnin fyrst og fremst mikil, laus ofan á og sleðarnir fóru á bólakaf en mjög þétt undir og í því voru auðvitað umbrot fyrir hestana mjög víða.

[...]

12. okt. Norðan bleytustórhríð í dag í nótt, en logn að mestu í dag en mikil fannkoma. Er nú komin hin versta færð. Mjólkurbílarnir komu ekki í dag, enda voru þeir enn ókomnir innanað kl. 4 í dag ...

13. okt. Hríðarlaust að mestu, heiðskírt og bjart seinnipartinn Allmikið frost. Mjólkurbílarnir komu nú frameftir. Voru 6-7 tíma frá Ak í gær. Það var þó ekki fyrir ilt færi, heldur stórviðri. Hafði verið storhríð innundan í gær.

[...]

1954  

[...]

5. mars. Norðan stórhríð en lítið frost. Lítið eitt bjartari af og til um kvoldið. Mjólkurbíllinn átti að koma í dag, en kom ekki, enda fylti strags í slóð.

6. mars. Norðan blindstórhríð nokkurt frost, birti nokkuð um kvöldið. Nú segir útvarpið að enginn mjólk hafi komið til Akureyrar í dag.

7. mars. Sunnudagur Norðan allhvass koldimmur í éljunum.

8. mars. Hægur, ymist norðan eða vestan él Nú var mjólk ekið til Dl. Mjólkurbílarnir sátu á Ak frá því á fimmtudagskvöld og þar til í gærmorgun Kl. 12 fóru þeir a stað og komu til Dl. kl. tæpt 8 í morgun. Bátur fór með mjólkina í dag.

[...]

30. mars. Austan gola hraglandi um tíma Aðalfundur mjólkursamlagsdeildarinnar haldinn í þinghúsinu. Innlögð mjólk um 1700 lítrum meiri en í fyrra, fita lítið eitt hærri. Kosnir 23 fulltrúar Jón á Böggvisstöðum endurkosinn formaður í mjólkurnefnd. Afgangur á reksturreikningi um 83 þús kr. Bílarnir afskrifaðir niður í ekki neitt og ákveðið að sækja um leifi til að kaupa einn stóran flutningabil td. dísselbíl.

[...]

1955

[...]

30. jan. Sunnudagur. Norðaustan og norðan allhvass hríð og renningur. Erfitt færi fyrir bílana.

31. jan. Norðan hvass einkum framanaf og nokkur fannkoma, sá þó oftast milli bæja ... Mjólkurbíllinn fór áðan frameftir virtist fremur þungt færi.

1. feb. Norðan stórhríð, frost 3 stig. Jafnaðarlega dimmt, fannkoma hefur verið allmikil Mjólkurbíllinn kom framanað nú í kvöld en gekk mjög hægt.

2. feb. Norðan hvass fannkoma og renningur Skánaði seinnipartinn.

3. feb. Hægur norðan smáfjúk annað slagið.

4. feb. Hægur norðan, hríðarlaust að kalla 9° frost Mjólk ekið út að Brekku þangað komu bílarnir. Ýtan sótti mjólk á sleða fram í Svarfaðardalinn. Henni gekk vel að sjá.

[...]

10. feb. Logn bjartviðri 13° frost að morgni. 4 kvöldið Nú í kvöld fóru mjólkurbílarnir frameftir, þeir hafa undanfarið ekki farið lengra en að þinghúsinu en ytan sótti mjólkina fram í dalina til skiftis fór í fyrradag í Svarfaðardalinn slóðin eftir hana var það þétt að hún helt bilum og sýndist þeim ganga vel.

[...]

23. des. Norðan hvass og fannkoma, lítið frost Iðulaus blindbilur. Mjólkurbíllinn fór útaf inn á Hámundastaðahálsi en engin skaði varð af. Og nú fór engin mjólk í kvöld.

[...]

27. des. Hægur og hríðarlaust að kalla Mikið hefur bætt á. Mjólkurbílarnir voru hér framfrá. Sveinn fram á Hæringst en bíllinn á Hreiðarstaðakoti. Friðþjófur var hér. Þeir fóru á stað ofan eftir upp úr fjögur í dag. Gekk seint einkum þegar utar dróg. Ýtan sótti mjólkina að austan fram í Ytra Hvarf.

28. des. Norðaustan gola rennings og hríðarfjúk um tíma. Mjólkurbílarnir munu hafa komið til Dl. undir 3 í nótt. Síðan var farið með mjólkina á bát

29. des. Hægur fyrst síðan suðvestan og lítilsháttar renningur. Nú fóru Jarðýturnar sinn á hvorn kjálka eftir mjólkinni og trukkarnir með þeim Gekk allsæmilega það sem til sást. Þó var ytan mjög lengi í Svarfaðardalnum.

[...]

1956

[...]

8. jan. Sunnudagur. Logn 7° frost. Hríðarmugga um tíma

9. jan. Norðan, hvass, stórhríð frá hádegi, alveg öskubilur um kvöldið.

10. jan. Norðan, hvass, stórhríð.

11. jan. Norðan allhvass, renningur og hríð. Birti þó nokkuð einkum seinnipartinn. Mjólkurbílarnir sneru við hjá Hrafnstöðum hér að vestan en ýta fór á Austurkjálkann.

[...]

3. okt. Snjókoma; stormkisur annað slagið. Fonnin orðin m.k. í hnje. Mjólkurbílarnir komu ekki því þeir töfðust á leiðinni frá Ak. Hér innundan kvað hafa verið norðan mjög hvasst. Hörkustórhríð og mikið dimmviðri.

4. okt. Hægur her en fannkoma er nú orðið mjög djúft Letum kindurnar út, en komum þeim stutt, enda ná þær varla niður. Slátrað heðan í dag. Trukkarnir komu báðir hér heim því annar hefði líklega naumast haft sig því hinn ýtti oft á þann sem á undan var.

[...]

1957

[...]

12. feb. Norðan renningur með langminnsta móti. Frost þessa daga hefur verið um tvö stig. Nú kom mjólkurbíllinn ekki í dag ætlar að fara framvegis annan hvorn dag.

[...]

15. feb. Norðan hríð og renningur frostið er nú meira en verið hefur 8° Færi þyngist nú óðum. Trukkur sem fór hér fram að vestan eftir mjólkinni mun hafa verið upp undir 9 klst. í túrnum fram á Höfða. Trukkurinn sem fór að austan festi sig í Dælishólum og fór annar til að sækja hann. Svo fóru þeir inn eftir seint í kvöld

[...]

17. feb. Sunnudagur Norðan allhvass, fannkoma og renningur rofaði ögn seinni partinn. Ýturnar sóttu mjólkina á sleðum. Þó mun hafa verið ekið á hestum af nokkrum bæjum sem stist áttu.

18. feb. Norðan hríð og renningur m k annað slagið frostið er nú meira síðustu daga. Trukkarnir lögðu á stað inn eftir um 7 leitið í gærkvöld. Einn bilaði hjá Krossum og varð þar eftir. Hinir þvældust inn eftir kl. 3 í nótt.

19. feb. Norðan hríð og renningur. Iðulaus í byljunum. Yturnar sóttu mjólkina frameftir.  Bílarnir komu innanað kl. 3 í nótt.

20. feb. Norðan hægur og logn síðar allmikil fannkoma um tíma. Mjólkurbílarnir komu til Ak kl 9 í morgun, fóru seinnipartinn í gær. Byrjað að yta af veginum innanað.

21. feb. Logn að mestu hríðarfjúk seinni partinn.

22. feb. Logn hríðarlaust. Nú var mjólkinni ekið til Dalvíkur því yturnar eru uppteknar við að riðja af veginum frá Dalvík inneftir. Komin góð slóð á veginn ofaneftir vegna þess að ytan var búin að troða snjóinn niður Flestir fóru á Dráttarvélum. Hér gekk sæmilega niður á veginn og ágætlega heim. Fönnin þrúgast undir vélina.

23. feb. Norðan gola lítilsháttar renningur.

24. feb. Sunnudagur Hægviðri allmikið frost. Flutt mjólk til Dl.

25. feb. Logn bjart en frost 10-11 stig ... Lokið við að ýta af veginum að austan fram í Dæli Mun eiga að byrja hér að vestan í nótt.

26. feb. Logn, heiðríkt að mestu frost 7-10 stig. Nú eru ýturnar komnar fram að Grund.

27. feb. Logndrífa fyrripartinn, norðan um köldið

28. feb. Norðaustan renningur framan af nóttu. Hríðarmugga í dag Haldið áfram að ýta fram í Svarfaðardal.

1. mars. Norðan allhvass hríð og renningur. Versta veður seinnipartinn. Ýturnar komu framanað í dag og fóru til Dl. Hreinsuðu þær þá veginn með sér en nú er alt orðið ófært. Tvær vélar framan úr dal eru búnar að vera fulla 3½ tíma yfir Bakkaland og Jeppi festist her fyrir utan og neðan og situr þar. Trukkur fór með vörur fram í Svarfaðardal, hann mun vera búinn að biðja ýtu um aðstoð.  

2. mars. Norðan hríð. Hefir bætt ógrinni á í nótt og morgun. Hægur hér frá kl. 10 en mokar niður óstjórnlega.

3. mars. Sunnangola hefir rennt allmikið en er nú bjart og gott veður en 8° frost. Mjólkurbílarnir komu ekki innanað í gær. Lögðu af stað í morgun og mun ýta hafa farið á móti þeim. Bílarnir voru víst eina 11 tíma á leiðinni innanað.

4. mars. Sunnan hríðarslidda frostlaust. Kom norðan með fannkomu um kvöldið. Mjólkin sótt á ýtum

5. mars. Norðan hægur bjart framanaf en fór að hríða um 3 leitið. Bílarnir fóru á stað í gærkvöld en einn bilaði í Höfðanum, svo lögðu þeir á stað í morgun með hjálp ýtu en gekk mjög seint.

6. mars. Norðan hægur hríðarfjúk einkum fyrripartinn. Ýturnar sóttu mjólkina nú í kvöld. Bílunum gekk sæmilega innanað.

[...]

8. mars. Norðan hríð og renningur Flutt mjolk á ytu til Dl.

[...]

10. mars. Norðan hægur dalítill renningur og fjúk. Mjolkin fl. á velum.

[...]

11. mars. Norðan hvass renningur og hríð. mikil fannkoma. Mjólkurbílarnir voru á heimleið fra Ak sneru þeir við hjá Fagraskógi og fóru til Ak. aftur. Er nú fyrirhugað að flytja mjolkina inneftir á bát.

12. mars. Norðaustan tölverð fannkoma og dimmur með köflum Ýtan fór frameftir nú í kvöld.

13. mars. Norðan ekki hvass lítilsháttar renningur en nokkuð bjart solskin um tíma. Tveir bátar fóru nú með mjólkina í dag.

14. mars. Logn bjartviðri sólskin um 10° frost. Ýtan kom hér heim í gærkvöld svo hægt var að fara á velinni til Dl. en það hefir ekki verið hægt lengi vegna þess að alt hefir verið á kafi niður á veginn.

[...]

6. nóv. Hægur en mikil fannkoma Birti um kvöldið Mjólkurbílarnir (Trukkarnir) voru 5 tíma frá Ak. og sóttu ekki mjólkina fram eftir í dag.

7. nóv. Logn að mestu bjart en 8° frost. Bílarnir voru 6 tíma hér fyrir framan í dag.

[...]

25. des. Jóladagur. Suðvestan hríðarveður allhvass og fannkoma. Tekin mjólk hér, en Sveins bíll bilaði fram í dal og situr þar.

26. des. En[n] suðvestan með hríðarkófi. Annar Trukkur fór nú fram eftir til liðs við Svein með viðgerðarmann. Þeir fóru niður hjá nú í kvöld. Færi en sæmilegt á veginum þó mun þungfært hjá Urðum og í Auðnahvömmum. Enn góð færð til Ak.

[...]

1958

1. jan. Norðan allhvass og nokkur fannkoma. Mjolkurbílarnir þrúgast frameftir. Gengur vel að austan en seint hér.

17. jan. Hægur og hríðarlaust fram á kvöldið. Frost 12° ... Blindstórhríð um kvöldið. Færið var þó ekki mjög vont en kófið og renningurinn svo mikil að lítið sást til vegarins.

18. jan. Norðvestan stórhríðarveður rofaði þó til bæja. Fannkoma hefir enn ekki verið mikil. Mjólkurbílarnir voru um 5 tíma innanað í dag.

19. jan. Norðvestan, hríðarveður. 10°. Mjólkurbíllinn komst fram að þinghúsi þangað ókum við mjólkinni. Fyrirhugað að senda Ýtu á morgun í Svarfaðardalinn. Austurbílnum gekk allvel.

20. jan. Norðvestan ekki mjög hvass renningur og hríð Rofar af og til ögn. Ýtan fór nú í Svarfaðardalinn. Gekk mjög erfiðlega því fönnin er geisimikil þar framfrá. Mjolkurbílarnir voru alla nóttina í nótt á leiðinni inneftir og hrepptu eitt hið versta veður sem hægt er.

[...]

22. jan. Hvass í nótt og nokkur fannkoma, hægur í dag en fannkoma allmikil og 10-11° frost. Mjólkurbílarnir fóru inneftir í nótt voru um 4 kl.t. ætluðu svo að koma í dag til baka.

23. jan. Norðan allhvass hríð og renningur, birtir á milli bylja. Ýturnar fóru í dalina á gærkvöld Svarfaðardalsýtan kom í Sandá kl. 5 í nótt Var þar eina 2 tíma að snúa við. Gekk illa í dalnum. Hin bilaði fram í Skíðadal.

[...]

26. jan. Sunnudagur. Norðaustan hvass og fannkoma Blyndstórhríð, um tíma, um frostmark. Birti um kvöldið en nokkur renningur. Ytan fór fram í Svarfaðardalinn í gærkvöld og gisti á Hæringsstöðum Fór þaðan kl. 9 í morgun og er nú kl. 9 í kvöld hérna fyrir neðan. Hinni gekk betur að austan. Farið með mjolkina á bát inneftir.

[...]

5. feb. Hríðað mikið í nótt í logni, úrkomulaust í dag. Mjólkurbílarnir fóru í Þverá og í Hvarf. Færi slæmt.

6. feb. Logn og hríðarlaust fram á kvöldið, þá brast á í stórhríð. Allmikið frost.

7. feb. Norðan stórhríð í morgun og mikið frost. Fór að birta fyrir hádegi og var hríðarlaust að kalla fram á kvöldið. Ýturnar fóru eftir mjólk frameftir í dag

8. feb. Hægur en mokfannkoma með köflum.

9. feb. Hægviðri, mikil fannkoma í nótt og morgun og annað slagið í dag. Fært mun á vel um veginn. Ýturnar fóru frameftir í kvöld.

10. feb. Hægviðri en mikil fannkoma um tíma. Fórum með mjólkina á velinni niður á braut. Vorum allan daginn að koma henni heim á hlaðið og þar situr hún.

11. feb. Norðan ekki hvass en allmikil fannkoma.

12. feb. Norðaustan stórhríð í morgun hægði ögn þegar á leið enn mikil fannkoma, rett grillir til næstu bæja, oftast nær. Ytan sneri við á Þverá. Alt að verða kolófært. Ófærðin alveg botnlaus.

13. feb. Norðan mjög hvass í nótt hríð og renningur. Fönnin nú mjög samanbarin Yturnar fóru í dalina.

14. feb. Suðvestan allhvass renningur, hægði nokkuð og birti seinnipartinn

25. feb. Logn og bjart fyrripartinn síðan suðvestan renningur og hríðarfjúk.

16. feb. Hægviðri lítilsháttar fjúk af og til.

17. feb. Logn og bjart en nokkurt frost.

18. feb. Sunnan gola þýðviðri 2° hiti. Lítilsháttar rigning um tíma. Fór að hríða með kvöldinu.

19. feb. Logn en fannkoma. Búið að bæta mikið á síðan í gærkvöldi. Nú var farið með mjólk til Dalvíkur í dag. Ekið á dráttarvélum. Tveir jeppar fóru líka. I gær mun hafa verið byrjað að ýta af veginum til Ak. En hætt í nótt í bili að m.k. – Fönnin hleðst nú geisilega upp.

20. feb. Norðan hægur í dag nokkurt hríðarfjúk. Hríð og mikill renningur var í nótt.

21. feb. Logn heiðríkt og 12° frost. Þykknaði upp um kvöldið. Aðeins fjúk um kvöldið.

22. feb. Logn solskin 12° frost

23. feb. Sunnudagur. Logn 10° frost. Bjart og solskin. Mjólkinni ekið til Dl. á vélum og ýturnar aka henni svo inn að Skriðulandi þar taka Trukkarnir við henni.

24. feb. Logn sólskin 10° frost.

25. feb. Hægviðri, bjart og sólskin en um 10° frost.

26. feb. Logn framanaf, hiti um frostmark síðar sunnan og rigningarskúr, mest 4° hiti.

27. feb. Hægviðri, nokkurt frost. Hríðarmugga seinnipartinn.

28. feb. Logn að mestu Hiti um 1°. Farið með mjólk. Ýturnar fara með hana inn hjá Skriðulandi en þar eru bílarnir. Annars var byrjað að ýta af veginum í gær.

Marz

1. mars. Suðvestan hríð og renningur. Versta veður um tíma.

2. mars. Sunnudagur. Hægur, hríðarfjúk.

3. mars. Suðvestan hvass mikill renningur í nótt. Hríðar stólpi í dag. Farið með mjólk. Hvass suðvestan í kvöld með renningi. Mjólkurbílarnir fóru á stað til Ak 4 en þrír þeirra öxulbrotnuðu áður en þeir komust inn að Litlaskógi.

4. mars. Mikill renningur í nótt, hríðarlaust í dag fram á kvöldið. Gert var við bílana opg fóru þeir inneftir í dag með hjálp ytu.

5. mars. Morðan stórhríð um tíma hægði svo og glórði ögn þegar á leið Bílarnir kváðu vera á leiðinni innanað en gengur seint.

6. mars. Hægur hríðarfjúk í nótt og ennþá í dag er renningur norðan. Yturnar sóttu mjólkina.

7. mars. Hægur hríðarlaust í dag. Byrjar að renna nú í kvöld Mjólkurbílarnir foru á stað inneftir í gærkvöldi ásamt ýtu. Þeir voru hjá Skriðulandi seinnipartinn í dag.

8. mars. Logn, hríðarlaust, kanske smáfjúk í nótt. Bílarnir komu til Ak kl. 3 í nótt.

9. mars. Sunnudagur. Logn 8° frost, hríðarlaust.

10. mars. Hægviðri smáhríðarfjúk.

11. mars. Hvass suðvestan hlindhríð um tíma, mikil fannkoma. Farið með mjólk.

12. mars. Hægviðri í nótt og fannkoma en brast á í blindstórhríð um 7½ í morgun. Hægði nokkuð og birti úr hádegi var þó aldrei hríðarlaust.

13. mars. Hríð um morguninn. Birti svo. Fór að renna sunnan seinnipartinn.

14. mars. Hægviðri og hríðarlaust í dag smáfjúk var þó í nótt. Ýturnar sóttu mjólkina í dag.

[...]

18. des. Hægviðri. Mokfannkoma seinnipartinn 11° frost.

19. des. Hægviðri um morguninn og bjart, fór svo að hríða úr hádegi, norðan með renningi og hríð um kvöldið. Færið er nú orðið mjög þungt. Mjólkin flutt á Trukkunum. Frost 12°.

20. des. Norðan allhvass hríð og renningur. Frost 5-6°. Mjólkurbíllinn að austan var 7½ tíma frá Ytra Hvarfi í gær til Dalvíkur. Fóru til Ak um 1-2 leitið í nótt Komu þangað kl 8 í morgun

21. des. Norðan hvass með hríð og renningi 5° ... Engin mjólk tekin í dag.

22. des. Norðan hríð og renningur fram um hádegi. Birti þá til hiti 0°. Ytan sótti mjólk í Skíðadalinn í nótt, seinnipartinn í dag for hún her fram að vestan. Mjólkin á að fara með bát til Ak í nótt ...

[...]

26. des. Austan gola. Þýðviðri, skýað. Hiti 4°. Sótt mjólkin á Trukkunum. Færið ekki gott. Jeppar sátu fastir en Trukkunum og vélum gekk sæmilega ...

[...]

1959

[...]

4. jan. Sunnudagur: Bjart og hríðarlaust um morguninn en fór að hríða seinnipartinn og stórhríð um kvöldið.

5. jan. Norðan hríð og renningur. 14° frost. Mjólkurbílarnir voru 8 kl.t frá Ak í dag ...

[...]

 18. jan. Sunnudagur. Norðan stórhríð um morguninn. Birti síðar nokkurt frost. Mjólkurbílarnir komu ekki í dag.

19. jan, Norðan hægur og hríðarlaust nema fyrst í morgun. Bjart. Mjólkurbílarnir brutust her fram eftir, tveir fram að vestan að Þverá og voru um 5-6 tíma þangað. Framan úr dalnum var komið með mjólkina á jeppum og vélum, þar hafði hríðað minna. Einn trukkurinn fór að austan fram að Dæli gekk líka mjög seint framan við Velli, en líklega sæmilegt þangað af því þar var vegurinn hreinn fyrir ...

20. jan. Logn að kalla og bjart þó hríðaði lítilsháttar nú í kvöld Frost 16° í morgun – 8° í kvöld.

21. jan. Norðan stórhríð rofaði ögn annað slagið. Mjólkurbílarnir fóru frameftir, annar að Hóli, fór af Dl. kl að ganga 10 og komst um 5 leitið her út á móana og brotnaði þar. Ýtan sótti hann þangað en gekk illa úteftir það sem við sáum. Hinum bílnum gekk líka mjög illa.

22. jan. Norðan hríð og renningur 6-7°. Hægði og birti um kvöldið. Ýtan var halfan sjöunda tíma með bílinn ofaneftir í gærkvöld og bílarnir voru 8 tíma inneftir í nótt.

[...]

8. nóv. Sunnudagur. Norðan hvass með hríðarél um morguninn, en varð undir hádegið samfeld fannkoma. Hið versta veður.

9. nóv. Norðvestan að heita má stórhríð, rofaði þó oftast rétt hér í kring. Og komin mikil fönn. Rafurmagnslaust síðan kl. 8 í gækvöldi. Mjólkurbílarnir tepptir í dag á inneftirleið hjá Fagraskógi. Trukkur fór þeim til aðstoðar.

10. nóv. Norðan allhvass hríðarel en glórir þó ögn á milli. Loks komust mjólkurbílarnir til Ak. í kvöld kl. 8 með helminginn af mjólkinni. En[n] rafurmagnslaust.

11. nóv. Hægur og hríðarlaust 6° frost. Farið á velum eftir veginum, er það allsæmilegt allvíða. Og ekki kemur rafurmagnið enn. Mjólkurbílarnir sóttu þann helming mjólkurinnar sem þeir skildu eftir í gær og fluttu það inneftir. Voru á heimleið kl. 5 fyrir utan Fagraskóg. Mjög erfitt fyrir fólk sem hefur rafurmagn til upphitunnar og suðu. Verstur er kuldinn. Á Dalvíkinni vantaði yfir 20 ær fyrir hríðina. Flestar fundust í dag sæmilega á sig komnar.         

12. nóv. Logn hríðarlaust 10°. Tveir trukkar komu eftir mjólkinni, framan við Urði bilaði annar þeirra og þar sneru þeir við enda víst ófært fram í dalnum eins og er þar hefir alltaf hríðað í logni og er geysimikill snjór. En greiðfært er hér fram eftir en þyngist mjög þegar kemur fram fyrir Hreiðarsstaði Allgott að austan og í Skíðadalnum. Rafmagnið kom nú í kvöld eftir 4 daga uppihald.

13. nóv. Logn og bjart. Frost um 10°. Ýta sótti mjólkina í Svarfaðardalinn í dag.

[...]

25. des. Jóladagur Logn fram eftir degi og bjart 5° fr. Gerði hríðarél í kvöld. Kom norðaustan í kvöld en bjart hiti 0° stig. Mjólk var tekin í dag eins og á venjulegum virkum degi.

[...]

1960

[...]

22. feb. Norðan hægur þó en fannkoma annað slagið. Mjólkurbílarnir komu nú í dag eftir mjólk. Tveir að vestan fóru fram á Höfða. Einn að austan. Færi ekki mjög vont. Samt tók rúma tvo tíma að fara hér með mjólkina ofan á veginn og heim aftur. Frost 7-8°.

[...]

29. feb. Norðan, stórhríð og mikið frost. Bílarnir fóru eftir mjólk, og gekk illa. Ýta er nú með bílinn að austan á ofan eftir leið. Hinir tveir bilaðir hér fyrir sunnan og neðan og komast ekkert. Ýta verður að sækja þá líka., og nú er kl. að verða 9. að kvöldi.

1. mars. Norðan stórhríð að kalla fram eftir degi. Hægri þó en í gær, en fannkoma mikil. Se ekki á mælir en frost er nokkuð mikið. Bílarnir her að vestan komu niður til Dl. kl. 4 í nót. Austurbíllin kom kl. 3. Fóru á stað til Ak. kl. 6 í morgun og komu þangað kl rúml. 10. Ýta fór með þeim upp að Hálsi. Gekk sæmilega innanað nú í kvöld.

2. Mars. Norðan hægur þó hríðarveður 11° frost.

3. mars. Norðan blindstórhríð í nótt. Sunnan og vestan renningur í dag. Ýtur fóru í gærkvöld frameftir komu framanað í dag með mjólkina. Færi þungt.

[...]

22. nóv. Norðan allhvass, rigning fyrst, svo slydda hið versta veður ...

23. nóv. Norðan ekki hvass, en mjög mikil fannkoma og sást naumast til bæja. Rafmagnið fór af bæði í gærkvöld og nú. Stóð þó ekki mjög lengi í kvöld en eina 5 tíma í gærkvöldi. Blindstórhríð var innan við Hámundastaðaháls í dag Mjólkurbílarnir komu seint innanað og sóttu ekki mjólkina hér frameftir. Búast við að koma á morgun. Ærnar voru auðvitað ekki látnar út.

24. nóv. Norðan blindstórhríð, og fannkoma mikil. Mjólkurbíllinn fór fram eftir, líklega að Höfða. Gekk seint. 4° frost.

25. nóv. Norðan allhvass og hríð og renningur. Birti nokkuð með kvöldinu 5° frost. Snjór er nú orðinn mikill. Miklir skaflar sem hafa komið í hvassviðrum í fær og dag. Auðara á milli.

26. nóv. Sunnudagur. Hægviðri hríðarlaust. Frost fór hæst í 10°. Mjólkurbílarnir fóru frameftir en gekk seint. Yta fór fram að austan á undan bílnum en bilaði í Dælishólum og þar sat alt fast. Önnur ýta fór til hjálpar. Her að vestan mun bíllinn hafa verið um 12 tíma í túrnum og þó vart farið lengra en fram að Hóli. Hinn enn lengur, mest vegna bilunarinnar.

[...]

1962

[...]

4. mars. Sunnudagur: Norðan hvass og blindbilur annað slagið, en bjartara á milli.

5. mars. Allhvass norðan, renningur og hríð og dimmur í byljum. 7° frost.

6. mars. Logn en hefur mokað niður bæði í nótt og dag.

7. mars. Norðan í nótt og nokkur fannkoma en hægði og birti um tíuleitið og var bjart til kvölds. Mjólkurbílnum gekk mjög illa hérna megin. Hefir verið um 10-11 tíma.

[...]

1963

[...]

10. apríl. ...Veðrið var alstaðar mjög vont hér nema fram í Svarfaðardalnum var betra veður, hægri og minni hríð. Mjólkurbílarnir lentu í hrakningum í gær1, annar í Skíðadalnum en hinn hér framanað. Fengu báðir aðstoð. Trukkbílar frá Dl. fóru til móts við þá. Enn er naumast nokkur fyrirstaða á vegum hér.

1Þ.e. 9. apríl 1963, daginn sem sjóslysin miklu urðu á Dalvík og víðar á Norður- og Norðausturlandi.

[...]

12. apríl. Mjög hvass í nótt norðan og hríð. Bleytuslidda í morgun en bjart frá hádegi og frostlaust en er byrjað að kula nú með kvöldinu. Mjólkurbílarnir lentu í einhverjum erfiðleikum inneftir í morgun komu ekki fyr en undir kvöld innanað. Fóru um 7 leitið frameftir í kvöld. 

[...]

17. nóv. Norðan og mikil fannkoma í nótt. Hríðarlaust og hægri seinnipartinn, um 2° frost. Er nú komin mikill snjór og alt virðist vera á kafi. Enginn sést hafa farið um veginn enda vart fært nema Trukkum til að byrja með m.k. Mjólkurbílarnir komu til Akureyrar kl. 5 í morgun. Lögðu aftur á stað heim kl. 9 og voru 6 tíma á leiðinni. Rútan var 4 tíma inneftir í morgun.

 18. nóv. Logn í morgun fyrst og aftur nú í kvöld en norðan með hríð og renning frá hádegi til kvölds. Færið þyngist alltaf. Friðþjófur fór í morgun frá Dalvík kl. 9½ frameftir eftir mjólkinn hérna megin. Fór fram að Skúlalæk. Var hér á niðurleið um 7½ ...

[...]

20. nóv. Logn, en allmikil snjókoma í allan dag ...

21. nóv. Hægviðri í morgun og hríðarlítið en hvessti norðan fyrir hádegi og varð blindstórhríð ...

22. nóv. Logn og hríðarlaust. Frost 7°. Ýturnar fóru fyrir mjólkurbílunum fram í dalina. Austur ýtan bilaði fram í Hvarfi en billinn bjargaðist sjálfur til baka en hefir líklega ekki farið fram í Skíðadalinn.

[...]

1964  Ekkert um mjólkurflutninga.

1965

[...] 

26. jan. ...Veðurfar í des. var sæmilegt, hríðaði þó dálítið en færi gott eða sæmilegt. Milli jóla og nýárs gekk í hríðar, sem mátti heita að heldust fram að þorrakomu. Varð þá færi mjög vont stundum og var mjólkin flutt á bát til Ak. um tíma og örðugt um allar samgöngur. Búið að opna veginn í gær, svo nú er greiðfært um alt.                         

[...]

1966

[...]

3. jan. Hvass í nótt og renningur, bjart og hríðarlaust í dag 8° frost. Þungt færi fyrir mjólkurbílinn einkum frá Ytra Garðshorni og suður á móa. Nú er 13° frost.

[...]

[23. jan. 15° frost...

24. jan. Frost 13° og seinna 15°...

25. jan. 14° frost um morguninn, seinna 10...

26. jan. Norðan golusvelja og hríðarfjúk, hefir „bætt“ nokkuð „á“. Frost í morgun 5°en 3° nú.

27. jan. Norðan goluandi, smáfjúk seinnipartinn. Frost 2° fór þó í 5°.

28. jan. Norðan hvass, blindöskustórhríð. Sást stundum ekki niður í steininn. Frost í morgun 4° en nú 8°.

29. jan. Norðan mjög hvass, ennþá meiri öskublindbylur en í gær. Frostið var 9° í morgun, en fór lækkandi og er nú 1°, en þreifandi renningur. Er að byrja að rofa lítillega til. Þetta er eitt það allra vesta veður sem komið hefur í mörg ár a.m.k. Mannskaðaveðrið 9 apríl 1963 var álíka en stóð stittra þar til fór að rofa.

30. jan. Sunnudagur. Norðan hvass og stólparenningur vesta veður 1° frost í morgun enn 4° nú. Rofað lítillega einkum fyrir hádegi.

31. jan. Norðan hríðarveður fram eftir degi, en birti og lyngdi með kvöldinu. Frost jókst og er nú 9°. Færi er mjög slæmt. Ýta með sleða fór fram að austan í gær í Skíðadalinn var ekki komin til Dl. um 4 leitið í dag. Snjóbíll fór með krakkana heim og í skólann. Gekk vel.

1. Febrúar. Logn hríðarlaust. Frostið fór í 14° seinnipartinn. Ýtan fór frá Dalvík í gærkvöldi hér fram að vestan með sleða. Tók þó ekki mjólk nema út í Bakka og þó aðeins um þriðjunginn af mjólkinni þar. Af hinum bæjunum var farið á dráttarvélum í slóðina. En ýtunni gekk seint, trúlega ekki komið ofaneftir fyrr en um 8.

2. feb. Norðan allhvass í byljum og þá dimmt rofaði á milli til næstu bæja. Frost 6° í morgun en 4 nú. Bætt allmikið á. Ytur hvað eiga að fara frá Dalvík nú í kvöld eftir mjólk hér fram eftir. Til þeirra sest þó ekki enn. Þær þurfa að vera komnar aftur til Dl. fyrir hádegi á morgun. Mjólkurbílarnir og rútan fóru á stað í gærkvöld inneftir og stór ýta á undan þeim. Þeir voru 16 ½ tíma og þó var allgott færi innrihluta leiðarinnar.

3. feb. Norðaustan allhvass einkum í byljum, renningur og fjúk. Í morgun 1° frost en 1° hiti nú.

4. feb. Norðaustan allhvass og renningur og fjúk. Hiti í morgun 1° frost nú 1°.

5. feb. Austan og norðaustan allhvass renningur og hríð. Frost 3°. Ýtan fór í gærkvöld frameftir. Kom til baka í dag sótti mjólk sem fer með Drang til Ak.    

[...]

22. feb. Norðan allhvass, hríða og renningur. Frost 2°. Bílarnir fóru fram að Þverá eftir mjólkinni færi mjög vont. Að austan fór ýta með sleða. Gekk líka seint. Mjólkin á að fara með Drang á morgun.

23. feb. Norðan mjög hvass í nótt og fram að hádegi, lægði þá heldur. Hríð og renningur. Færi versnar nú mjög ört. Frost 2-5°.

24. feb. Hvass, hríð og renningur í nótt og fram undir hádegi, síðan hægur en fannkoma. Nú er aftur farið að hvessa. Frost 5°. Tvær ýtur með sleða komu eftir mjólk í dag. Önnur fór að Þverá en hin fram í Svarfaðardalinn. Gekk sæmilega, það sem við sáum.

25. feb. Hægur lengst af nema í nótt. Fannkoma ekki mikil. Frost 10° en nú 6°. Vélar fóru nú um í dag, gekk hægt en tafalítið.

26. feb. Norðan strekkingur, renningur og hríðarél. Frost um 5°. Ekið mjólk til Dl. fóru þó bara hér úr Tjarnarsókn.

[...]

28. feb. Hægviðri, hríðarlaust og bjart með kvöldinu og þá 10° frost. – Ýtan sótti mjólk í Svarfaðardalinn.

1. mars. Logn fyrst og skýað. Hvessti norðan úr hádegi með renningi og snjókomu og færið versnaði fljótt. Tveir Trukkar komu fram hjá Bakka eftir mjólk. Ýta var með þeim, annar bilaði á ofaneftirleið. En færið er nú eflaust mjög slæmt. Líklega eru það olíubílar sem nú berjast um hér út á braut. Hiti í frostmarki nú í kvöld.

[...]

7. mars. Norðan hríðarél og renningur 5° frost. Færi þyngst mjög.

8. mars. Hríðarfjúk í nótt en bjart og logn í dag. Frost 5° í morgun en nú 10°. Mjólkurbílarnir fóru fram hjá Hreiðarstöðum.

[...]

10. mars. Logn og fannkoma fyrst í morgun. Kom norðan um tíu leitið versta veður, renningur og hríð, rofar til bæja annað slagið. Frostlaust í morgun en 7 nú. Mjólkurbílarnir eru búnir að þrauga við að komast hér frameftir í dag, nú kl. 9 eru þeir hjá Brekku. Átta vélar framan úr dal munu hafa snúið við í Urðaenginu og engin mjólk farið nema Bakkamenn fóru með sína mjólk og herna af bæjunum. Og altaf versnar færið.

11. mars. Hríðarfjúk en hægur, rendi þó um tíma. Frost í morgun 5° en nú um frostmark. 2° hiti um miðjan daginn. Mjólkurbílarnir fóru aldrei ofaneftir í gærkvöld. Ýta fór fram að Hóli nú seinnipartinn; eftir mjólk.

[...]

18. mars. Suðvestan, rigning um tíma. 4° hiti. Í gær var byrjað að ýta snjó af veginum að austan, eru nú hjá Dæli. Hefir gengið seint, eru þó 2 ýtur að verki.

19. mars. Suðvestan strekkingur. 2° hiti í morgun, nú í frostmarki. Él um tíma. Ýturnar munu hafa farið ofan eftir að austan í dag og byrja þá að ýta hér fram að vestan.

20. mars. Sunnudagur. Suðvestan allhvass renningur og hríð í byljum rofar ögn á milli. Ýturnar hættu snjómokstri hjá Hreiðarsstaðakoti. Frost nú 5° en 2° í morgun.

[...]

22. mars. Mjög hvass í nótt suðvestan renningur og hríð Hægur fyrripartinn í dag en mikil fannkoma. Brast í norðan blindbil um miðjan daginn. Hægri nú í kvöld. Hefir sett niður feiknafönn síðan í gærkvöldi. Bílarnir fóru fram hjá Hreiðastöðum, gekk mjög seint. Hvort þeir komast aftur ofaneftir er óvíst.

23. mars. Hægur lengst af hríðarfjúk 12° frost. Mjólkurbíll fór aftur fram hjá Hreiðarsstöðum, gekk sæmilega. Ýta kom á móti þeim í gærkvöldi og hjálpað þeim ofaneftir síðan hefir lítið rennt m.k. hér.

[...]

19. des. Hægviðri úrkomulaust 3° frost ...

20. des. Hægviðri, hríðarmugga 5° frost ...

21. des. Hægviðri, hríðarmugga 4-5° frost ...

22. des. Hægviðri fyrst en fannkoma síðar norðan hríð og renningur versta veður. Frost um 5°. Stórhríð um tíma í kvöld.

23. des. Norðan svelja, hríðarél frost 10°...

24. des. Aðfangadagur. Hægviðri. Frost 13° bjart og fallegt veður.

25. des. Jóladagur. Hægviðri bjart. Frost 13-15°.

26. des. Hvass norðaustan í nótt og renningur. Frost 1-6°. Messað á Tjörn.

27. des. Hægviðri lengst af en altaf fannkoma. Frost um 2°.

28. des. Norðan ekki hvass, fjúk um tíma 5°. Færi er nú líklega mjög vont, og engir bílar hafa farið hér um í dag.  

29. des. Suðvestan strekkingur og renningur. Hið versta færi. Mjólkurbílnum hefir gengið mjög seint. Nú kl. um 8-8 ½ var hann hjá Lambá á frameftirleið.

30. des. Renningur í nótt hægur í dag en koldimmur 5° frost. Bætt mikið á. Mjólkurbílarnir komust ekki til Dalvíkur aftur í gærkvöldi. Annar bilaði hjá Brekku í nótt. Hinn stoppaði hjá Skáldalæk.

31. des. Suðvestan hríð og renningur, hægri með kvöldinu. Frost 8° í morgun nú 6°. Nú er komin mjög mikil fönn og vont færi eða líklega alófært fyrir bíla, enda enginn farið um í dag. Snjóbíll fór um í nótt. Sókti hann húsfreyjuna á Hæringsstöðum sem var jóðsjúk, líklega send á sjúkrahús.

Enn eitt ár horfið í tímans skaut. Veturinn í fyrra var snæsamur, kaldur og erfiður. Vorið og sumarið kalt og þurrklítið og heyskapur með minna móti að vöxtum og gæðum. Haustið sæmilega gott en veðrátta það sem af er vetri óstilt mjög köld og snæsöm einkum í þessum mánuði.

Með hækkandi sól vona menn betri og blíðari veðráttu.

Árinu 1966 er lokið. Árið 1967 gengur í garð.

1967

1. jan. Logn gott veður og bjart í dag 5-8° frost. Enn hvasst og renningur í nótt sem leið. Mjólkin var sókt á ýtum og sleðum. Virtist ganga vel.

2. jan. Logn og bjart, mjög gott veður. 5-6°

3. jan. Logn bjart 10-12° frost. Ýturnar hafa verið að riðja snjó af vegunum síðan í gærkvöldi og þær eru enn fyrir framan. Trukkarnir soktu mjólkina ...

[...]

17. mars. Koldimmur með hríð framanaf, smá vindkisur sitt úr hverri áttinni, en náði sér ekki. Birti til með kvöldinu. Mjólkurbílarnir fóru inneftir í gærkvöldi og voru 6 tíma. Voru svo á leið innanað í dag en gekk mjög seint. Frost 7° í morgun, nú 10°.

[...]

24. mars. Renndi nokkuð í nótt og eftir hadegi hefir verið fannkoma en lengst ekki mjög hvass. Mikil fannkoma. Frost 12°. Mjólkurbíl gekk hægt ...

25. mars. Norðan strekkingur og fannkoma, sá oftast milli bæja. Frost 12°. Ýta fór með sleða að sækja mjólk nú í kvöld, á að koma aftur í fyrramálið. Blindbylur nú með kvöldinu.

26. mars. Páskadagur. Morðan blindbylur, hvasst og mikil fannkoma fór að hægja og birta nú í kvöld. Frost 9-10°.

27. mars. Norðan hvass hríð og renningur í nótt og fram um hadegi, fór þá að byrta, fjúk þó annað slagið. Frost um 10°. Ytan sem fór frameftir í fyrrakvöld kom framanað í dag. Dráttarvélar fóru í slóð hennar. Gekk þolanlega hér að sjá, en líklega er meiri snjór niðurfrá. Útvarpið segir íshroða úti fyrir öllu Norðurlandi, austur og vestur.

28. mars. Hægviðri bjart sólskin 14° frost. Svifaði aðeins í slóðir seinnipartinn. Ýtur fóru eftir mjólkinni nú í kvöld.

[...]

1968

[...]

3. jan. Norðan hríðarveður 16° frost. Hafís rekur nú að landi víða hér norðanlands. Mjólkurbílarnir og rútan strönduðu í Fagraskógi í gærkvöldi. Og voru ekki enn komnir til Dalvíkur um 7 leitið í kvöld. Komu þeir til Dl. um miðnætti. Veðrið hafði verið óskaplegt her innundan, blyndbylur.

4. jan. Hægur norðan allmikil fannkoma í nótt og um tíma í dag. Mjólkin var sótt fram eftir í nótt og send með póstbátnum í dag til Akureyrar. Færið mun ekki hafa verið ykja vont innundan, heldur veðurhæðin og dimmviðrið og frostharkan. – Frost í dag 9°.

[...]

1. febrúar. Hægviðri hríðarlaust og nokkuð bjart. Frost 12°. Færið er enn þungt. Mjólkurbílar þumlunguðust áfram en ófært mun vera fyrir jeppa. Mokað fram að Holti.

2. feb. Logn heiðríkt bjart. Frost 15°. Vegurinn skafinn hér frameftir nú í kvöld. Yta fyrst, heflar á eftir.

[...]

11. feb. Sunnudagur, Norðan hríðarveður fyrst hægur þó og hiti um frostmark, gerði alveg blyndbil með kvöldinu 7-8° frost. Ýta með sleða fór eftir mjólk inni í Svarfaðardalinn í dag. Trukkur sótti fram í Þverá.

[...]

14. feb. Norðan hríðarveður í nótt og fram undir hádegi síðan bjart Frost mest 17° Nú er víst með öllu ófært fyrir ökutæki m.k. hérna megin. Bátur fór með mjólkina.

15. feb. Logn og hríðarlaust. Frost í morgun 18° nú 14. Ýta sotti mjólkina og jeppar fóru svo í slóðina.

16. feb. Logn nokkur fannkoma. Þoka – dimt stundum. Frost í morgun 12° nú 4° Mjólkurbílar þræluðust frameftir.

[...]

1969 

[...]

6. mars. Logn, heiðríkt og bjart. Sólskin. Frost í morgun 20° nú 17. Mjólkurbílunum gekk mjög vel hér um í dag. Hefill kvað hafa rutt veginn frá Akureyri til Dalvíkur.

7. mars. Nokkuð bjart í nótt en gekk í norðan hríð með morgninum, oftast köldimmt. Frost í morgun, 16° nú. Ytan var á ferð í morgun frameftir. Verður líklega til lítils.

[...]

11. nóv. Norðan stórhríð að kalla fram um 3. minni hríð og bjartara seinni partinn. Mjólkurbíll fór fram eftir nokkru eftir hádegi, er enn ókomin eftir 6 ½ klt.

[...]

1970 

[...]

28. mars. Hægviðri í morgun nokkur fannkoma og blindað. Síðar norðan hríð og renningur. Færi versnar nú ört og er nú ofært allvíða eftir fregnum að heyra. Frost er nokkurt 3° í morgun 5° nú.

29. mars. Páskadagur. Norðan blindöskustórhríð í morgun framyfir hádegi fór þá ögn að rofa til. Mjólkurbíllinn er búin að vera lengi hér suður og niður. Færið mjög vont, mikið bætt á og líklega full göngin á veginum. Yta mun eiga að koma bílnum til aðstoðar. Frost í morgun 6° nú 7°.

[...]

1971

[...]

15. feb. Norðan kul í nótt hægur í dag hríðarlaust að kalla. Frost um 5°. Mjólkurbílarnir komu ekki frram eftir í dag. Færi og veður á Árskógsströnd var vont og gekk seint. En[n] ekki hægt að ýta af veginum vegna þess hve veðrið var slæmt innfrá.

[...]

1972

[...]

24. janúar. Hvass vestan fram eftir nóttu hríð og renningur, hægði en mokaði niður og er nú komin óhemju fönn. Minnkar fannkoman nú í kvöld. Frostið var 5° í morgun, nú 6° ...

25. jan. Hægviðri hríðarlítið skýað. 7° frost. Veghefill fór fram að austan í dag. Mjólkurbílarnir komust í hvorugan dalinn í gær, í Skíðadal vegna stórfennis í Dælishólum og herna megin fór hann aðeins að Hreiðarsstaðakoti, en hann sat líka lengi dags út af fyrir neðan Syðra-Garðshorn. Nú gekk þeim betur í dag.

[...]

18. nóvember. Norðan allhvass, hríð og renningur. Færi mjög slæmt í dag. Sigrún frá Blakksgerði jarðsett á Tjörn. Fátt fólk viðstatt, því ekkert var hægt að komast.

19. nóv. Sunnudagur. Norðan stórhríð. Frost 5°. Engin umferð hefir sést í dag. Heyrst að mjólkurbíll hafi farið á stað og ekið útaf hjá Jarðbrú.

20. nóv. Ennþá norðan, heldur hægri, en algjörð storhríð alllangan tíma í dag. Frost um 4°.

21. nóv. Hríðarveður einkum fyrripartinn. Ytur með sleða fóru eftir mjólkinni fram eftir í dag. Öðrum farartækjum ófært með öllu.

[...]

7. desember. Frekar hægur í nott og morgun en fannkoma, hvessti um hádegi og mátti heita stórhríð. Birti þó ögn í kvöld. Ytan fór með mjólkurbílnum en alt gekk þetta mjög seint, enda fyllast slóðir strax.

8. des. Hægur í dag, smáfjúk. Frost 4-5°. Mjólkurbíll kom ekki í dag. Engin umferð.

[...]

1973

[...]

11. feb. Sunnudagur. Mikil fannkoma í nótt, birti til og varð frostlaust um hádegi og þá sunnan renningur. Kom norðan um 5 leitið og var þa blyndbylur. Nú er 8° frost og yðulaust.

12. feb. Norðan blindstórhríð lengst af. I kvöld hefir þó ögn rofað. Frost 9°. Engin mun hafa hreift bíl og skólar fellu niður.

13. feb. Norðan stórhríð. Rofaði aðeins af og til fyrripartin en nu hefir lengi verið iðulaust. 10-11° frost. Engar ferðir, ekkert rafurmagn og ekkert útvarp.

14. feb. Enn norðan hríðarveður, birti þó til þegar á leið og er nú allbjart 10° frost fyrst, nú 8°. Rafurmagnið kom í dag og mjólkurbílarnir komust loks innanað í kvöld. Ýtur sækja svo mjólkina fram eftir í kvöld eða nótt.

15. feb. Logn, heiðríkt, sólskin, þyngir að nú með kvöldinu. Frost 10°. Mjólkurbíll fór fram að Jarðbrú. En ýtur sóttu í dalina. Dráttarvél og jeppi fóru hér út hjá í dag.

16. Sunnan í morgun þýðviðri og rigning. Fór að hríða um hádegi og hefir stundum verið yðulaust. Mjög hvasst og nokkurt frost Einn daginn í vikunni fell snjóflóð í Ufsafjalli. Tók það verkfærageymslu í Svæði. Voru þar geymdar heyvinnuvelar, dráttarvél o fl. Hefur það orðið mikið tjón

17. feb. Suðvestan hvass, þýðviðri. Hiti 3° Rigning um stund seinni partinn. Bjart í nótt.

18. feb. Sunnudagur. Suðvestan mjög hvasst í nótt og franam af í dag og stólparenningur, eg held alvesta veðrið sem verið hefur undanfarna daga. Hægri frá hádegi og bjartari. Mjólkurbillinn fór fram hjá Klaufabrekku. Rúta sótti líka börnin í skólann en þar var ekki kennt s.l. viku, fyrir ófærð og illviðri.

[...]

1974

1. jan. Hríðarfjúk og renningur einkum í nótt. Frost hefir farið lækkandi en nú 1. Færi er nú mjög þungt að sjá.

2. jan. Norðaustan allhvass renningur og hriðarfjúk. Engin umferð hefir verið [í] dag. Trúlega ekki fært nema dráttarvelum og trukkum.

3. jan. Norðaustan hríð og renningur í nótt og fram e[f]tir degi. Hægði nú í kvöld. Hiti í morgun 2° nú 0°. Ytur fóru á undan mjólkurbílunum frameftir í dag.

[...]

19. des. Norðan, hríðarlítið en hvass nokkuð fram að hádegi, mátti þá heita blyndbylur til kvölds. Frost 9°. Útvarpið skýrir frá því að í dag fellu snjóflóð á tvö íbúðarhús í Siglufirði. Skemdust þau nokkuð einkum annað sem talið er nær gjörónýtt. Fólk sakaði ekki.

20. des. Norðan blyndöskustórhríð í nótt og fram undir kvöld að nú er uppstitta í bili Frost 4°. Útvarpið sagði frá því í kvöld að snjóflóð hafi fallið á Neskaupstað. Varð þar geysilegt tjón á mannvirkjum og er auðvitað ekki komið í ljós enn hve mikið það er. Af 15 mans sem saknað var voru fundnir þrír látnir. Hinna leitað með öllum tiltækum ráðum. En veður og færi torveldar björgunarstarfið mjög.

Mjólkurbílarnir lögðu á stað frá Dalvík inn til Akureyrar seinnipartinn í dag með aðstoð jarðytu. Vegir her allir ófærir eftir því sem best er vitað.

21. des. Hæg norðan átt nokkurt fjúk um tíma Frost 12°. Mjólkurbílarnir komu frá Akureyri til Dalvíkur í gærkvöldi og gekk vel. Svo fóru ytur fram sveitina í dag og bilarnir á eftir þeim.

22. des. Logn og bjart. Frost fór í dag í 16° hér og víða yfir 20°og vel fært um vegi her. Frá Norðfyrði er það að segja að 10 mans er dain og tvo vantar sem trúlega finnast ekki lifandi. 4 eru í sjúkrahúsi. Unnið er að björgun verðmæta og reint að flytja burt það sem nothæft er. Sjálfboðaliðar víða af Austfjörðum eru starfandi þar á Norðfirði ennþá. Ljósleisi hefur torveldað leit en nú mun rafmagn [hafa] komist í lag.

23. des. Hægviðri og bjart fram á kvöld, þá kom norðan renningur. Frostið var 10° í morgun. Nú 4°.  Enn er leit að monnunum tveimur á Norðfirði haldið áfram án árangurs.

24. des. Aðfangadagur – Jólanótt. Norðan hvass hríð og renningur. Stórhríð með köflum, rofaði til einkum í kvöld. Vegir trúlega allir kolófærir

25. des. Jóladagur. Norðaustan hægur þó smaél einkum fyrripartinn. Frost 5°. Ytur fóru í dag fram, sín hvorumegin. Gekk seint. Mjólkurbílarnir fóru á eftir.

[...]

1975

1. jan. Suðvestan hvass nokkuð, rigning hiti fór í 5° en er nú 1°. Verið er nú að ýta af veginum. Ýta sótti mjólkina frammeftir á sleða.

2. jan. Hríð í nótt og hvass vestan og vesta veður fyrripartinn stólparenningur, hægði um tíma í rökkrinu og birti en nú er aftur mokhríð. Skaði varð á húsum í Koti og Atlastöðum og jafnvel Sandá í gær. Járnplötur af þökum fuku.

3. jan. Suðvestan allhvass renningur. Versta veður

4. jan. Logn, bjart fram yfir hádegi. Fór þá að hríða í logni. Frost 5°. Verið að ýta af vegum hér.

5. jan. Sunnudagur. Norðan blindöskustórhríð í morgun, fór að draga úr veðrinu um 2 leitið og nú er að kalla hríðarlaust. Mjólkurbílar fóru í dag og gekk allsæmilega, það er sást.

6. jan. Þrettándi. Smámugga í dag og renningsfjúk einkum nú með kvöldinu. Frost 7°.

7. jan. Hægviðri hríðarlaust að kalla í dag en bætti tölvert á í nótt Frost 6-8°. Hægt að þrúgast um.

8. jan. Logn að kalla fyrst, síðan norðan strekkingur og renningur. Frost í morgun 11° en nú 6°.

9. Norðan strekkingur hríð og renningur af og til. Frost 5°. Mjolkurbílarnir sóttu mjólk í dag. Gekk mjög hægt herna megin, þokaðist þó.

10. jan. Hægviðri og bjart. Frost 15°. Tvær ýtur hafa verið að riðja vegin hér framfrá í dag.

11. jan. Hægviðri skýað. Frost í morgun 11° nú 6°. Haldið áfram að hreinsa veginn.

12. jan. Sunnudagur. Norðan öskublyndstórhríð, sást ögn í morgun fyrir hádegi en síðan ekki. Mjólkurbíllinn stoppaði í Urðaengi og bílstjórinn komst undan veðrinu suður í Urði. Ármann dýralæknir festi bílinn sinn hérna fyrir neðan og komst hingað heim. Seint í kvöld fór ýta frá Dalvík hér frameftir að sækja Mjólkurbílinn en hann komst af sjalfsdáðum út í Þverá. Ármann fór í veg fyrir ýtuna og fór með henni suður eftir en þar varð alt stopp og voru allir mennirnir þar í nótt.

13. jan. Norðan hörku blindbilur í allan dag, og aldrei rofað til. Eitt versta veður sem komið hefur.

14. jan. Enn er norðan blindöskustórhríð, rofar aldrei eða linar á veðrinu. Ýtan komst við illan leik út í Brekku í gærkvöldi og þar settust mennirnir að. Frost er nú ekki mikið.

15. jan. Norðan, ekki mjög hvass, hríðarveður einkum fyrripartinn. Betri nú í kvöld. Frost 7°. Enn er engin umferð á vegum, alt ófært.

16. jan. Hægviðri, bjart. Sólin sást. Frost 11°. Ýtan kom framan úr dalnum í dag. Mjólkurbíllinn var á Þverá síðan á sunnudag, fór í ýtuslóðina í kvöld.

 [...]

21. jan. Logn, bjart, Frost um 10°.

22. jan. Norðaustan hvass renningur og fannkoma með kvoldinu. Minna frost. Í dag mun hafa farið fram að Urðum jarðarför Baldvins Arngrímssonar áður bónda á Klaufabrekku. Fæddur 17/9 1885 í Þorsteinsstöðum ...

Fólkinu sem kom að jarðarförinni gekk mjög seint, það fór á jeppum en enginn þeirra komst alla leið að Urðum. Sumt gekk annað var flutt á snjósleðum og snjóbíl og ef til vill komst sumt aldrei alla leið, og athofnin hófst ekki fyr en um kl. 5. Ýta sótti svo bílana og hún fór her út hjá um kl. 10 í kvöld og 7 bilar í slóðina

23. jan. Norðan hríð og renningur, fór þó minkandi þegar leið á daginn. Frost 7°. Ýtan sótti mjólkina.

[...]

27. jan. Suðvestan, eða vestan í nótt og fram um hádegi, siðan hægri og renningslaust að kalla. Mjólkurbílnum gekk illa inneftir í dag einkum þegar kom inn að Spónsgerði. Frost 7°.

28. jan. Logn, heiðríkt, 10° frost. Yta sótti mjólkina.

29. jan. Logn, heiðríkt. Gott veður og sólskin en kalt, 10°.

30. jan. Hefir hríðað nokkuð frá hádegi en verið að mestu hægur. Frost minnkandi. Er nú 4°. Mjólkurbíll fór nú að Þverá.

[...]

6. mars. Norðan, stórhríð að kalla, frostið farið minnkandi og er nú komið að frostmarki. Mjólkurbillin var rúma 4 kl. frá merkjunum milli Garðshornanna og suður á Steindyramóa. Göngin á veginum full.

7. mars. Norðan blindbylur fram um kl 3 rofaði þá til næstu bæja. Ýtan kom með mjólkurbílinn í togi framanað gekk mjög seint. Allmargir bílar tepptust á veginum í gær og auðvitað sitja þeir þar enn. Frost í dag um 4°.

[...]

30. des. Norðan bálöskustórhríð í nótt og morgun. Fór að skána úr hádegi. Mjólkurbill fór eftir mjólkinni fram eftir, gekk vel.

[...]

1976         [Í janúar fer Gestur að nefna veghefil sem ryður vegi í Svarfaðardal. SBG]

[...]

25. feb. Suðvestan renningur um tíma ... Verkfall hefir nú staðið í viku og ekki verið tekin mjólk en nú var ákveðið að hella niður allri mjólk sem til var ...

[...]

29. feb. Sunnudagur. Norðan hægur, snjóaði í nótt en hríðarlaust að kalla í dag. Frost 7-9°. Nú er loks sótt mjólk í sveitina í dag eftir meir en vikuuppihald. Verkföll að leysast víðast hvar.