Um verkefnið

Um verkefnið

Mjólkurflutningar í Svarfaðardal

Kverið Mjólkurflutningar í Svarfaðardal var gefið út haustið 2020 og er samstarfsverkefni Byggðasafnsins Hvols og Héraðsskjalasafns Svarfdæla. Áhugasamir geta keypt eintak á bókasafninu í Menningarhúsinu Bergi.

Samhliða útgáfu ritsins hefur verið opnað vefsvæði hér á heimasíðu Héraðsskjalasafns Svarfdæla. Hér má finna ítarefni um mjólkurflutninga, fleiri myndir og annað tengt efni. 

Efni og ljósmyndir koma að mestu leyti úr safnkosti héraðsskjalasafnsins. Verkefnið á sér langan aðdraganda og hafa margir lagt hönd á plóg til að gera það að veruleika og eiga þau öll miklar þakkir skildar. Höfundur sérritsins er Solveig Brynja Grétarsdóttir, íslenskufræðingur og kennari að mennt. 

Það er ljóst að mjólkurflutningar í Svarfaðardal hafa fyrstu ártugina orðið drjúg búbót í samfélagi þess tíma og margir tengja við þá tilfinningar og minningar. Í raun er ótrúlegt að hugsa til þess að ekki sé lengra um liðið frá þessum frásögnum í ljósi örra tæknibreytingar samtímans.