Skrifstofa skjalavarðar færð yfir í Berg menningarhús.

Skrifstofa skjalavarðar færð yfir í Berg menningarhús.
Skjalavörður héraðsskjalasafnsins, Björk Eldjárn Kristjánsdóttir, hefur nú fært sig upp á yfirborðið og verður framvegis með skrifstofuaðstöðu í Menningarhúsinu Bergi. Hefðbundin starfsemi er snertir pökkun og varðvörslu skjala mun halda áfram á Héraðsskjalasafninu í kjallara ráðhússins. 
Við bendum því á að ef óskað er eftir afgreiðslu eða áheyrn sem tengjast Héraðsskjalasafninu er fólk beðið um leita til Bókasafns Dalvíkurbyggðar í Menningarhúsinu Bergi.
 
Áfram er hægt að senda erindi á dalskjal@dalvikurbyggd.is eða hafa samband í síma 460-4932.