Ungmennaráð

42. fundur 26. janúar 2024 kl. 17:00 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Íris Björk Magnúsdóttir aðalmaður
  • Íssól Anna Jökulsdóttir varaformaður
  • Lárus Anton Freysson formaður
  • Fannar Nataphum Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Ágúst Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.Hlutverk og verkefni ungmennaráðs

Málsnúmer 202309052Vakta málsnúmer

Farið yfir verkefnin sem framundan eru. Stefnt er að því að halda ball fyrir ungmenni á árinu.
Næstu tveir fundir ráðsins verða mánudaginn 26. febrúar á Akureyri og föstudaginn 22. mars á Dalvík.

2.Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf

Málsnúmer 202401130Vakta málsnúmer

Eftirfarandi bókun var samþykkt og verður sett inn í samráðgátt stjórnavalda þar sem fjallað er um áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf:

Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar fagna því að nú sé áformað að fara í þá mikilvægu vinnu við að endurskoða lagarammann. Í félagsmiðstöðvum fer fram mikilvægt forvarnarstarf auk þess sem starfsemin er mikilvægur hluti af í tengslum við farsældarlögin.
Félagsmiðstöðvar sinna gríðarlega mikilvægu starfi og því mikilvægt að starfsemi þeirra að vera lögbundin. Þannig tryggjum við aðgengi allra barna og ungmenna að 18 ára aldri óháð búsetu, kyni, kynhneigð, þjóðerni, uppruna, trúarbrögðum, tungumáli eða annarri stöðu.
Við tökum undir með Samfés - samtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi um að með lögbindingu á starfi félagsmiðstöðva er stórt skref stigið í átt að því að tryggja samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Íris Björk Magnúsdóttir aðalmaður
  • Íssól Anna Jökulsdóttir varaformaður
  • Lárus Anton Freysson formaður
  • Fannar Nataphum Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Ágúst Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar