Umhverfisráð

352. fundur 07. maí 2021 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðstjóri
  • Helga Íris Ingólfsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Yfirferð á framkvæmdum sumarsins 2021.

Málsnúmer 202103193Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Steinþór Björnsson deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar inn á fundinn kl 8:15 og vék af fundi kl 8:50.

Farið yfir helstu verkefni sumarsins 2021.
Umhverfisráð þakkar deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar fyrir yfirferðina á framkvæmdalista sumarsins og felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að koma honum á framfæri við íbúa.
Deildarstjóra er falið að kaupa tvær nýjar færanlegar hraðahindranir og skipulags- og tæknifulltrúa falið að auglýsa eftir hugmyndum íbúa um staðsetningu á færanlegum hraðahindrunum í sveitarfélaginu. Einnig er skipulags- og tæknifulltrúa falið að hafa samband við lögreglu og óska eftir auknu eftirliti með ökuhraða í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins.

2.Staða skipulagsmála

Málsnúmer 202105021Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá samantekt Skipulags- og tæknifulltrúa á stöðu skipulagsmála í Dalvíkurbyggð. Enn er unnið að endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar auk þess sem fjögur deiliskipulög eru í vinnslu. Fyrir liggur einnig samþykkt fyrir því að endurskoða og útvíkka deiliskipulag við Kirkjuveg.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Hringtún 17

Málsnúmer 202011191Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 24. mars 2021 óskar Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGO húsa ehf. eftir byggingarleyfi á lóðinni að Hringtúni 17.
Meðfylgjandi umsókn eru aðalteikningar og afstöðumynd auk skráningartöflu unnin af Arkibygg arkitektum.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Hringtún 19

Málsnúmer 202011192Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 24. mars 2021 óskar Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGO húsa ehf. eftir byggingarleyfi á lóðinni að Hringtúni 19.
Meðfylgjandi umsókn eru aðalteikningar og afstöðumynd auk skráningartöflu unnin af Arkibygg arkitektum.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

5.Umsókn um sumarhúsalóðina B3-9e að Hamri.

Málsnúmer 202105009Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 3. maí 2021 óskar Sigríður Hjaltadóttir eftir frístundalóðinni 9e við götu B3 á Hamri.
Umhverfisráð samþykkir úthlutun á lóð 9e við götu B3 að Hamri.

6.Sörlaskjól, sumarhús á lóð nr. 228483.

Málsnúmer 202105002Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 9. desember 2020, óskar Stefán Árnason fyrir hönd Árna Hjartarsonar eftir byggingarleyfi fyrir sumarhús á lóð nr. 228483 í landi Tjarnar í Svarfaðardal.
Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir og afstöðumynd auk skráningartöflu unnin af Stefáni Árnasyni.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

7.Hólavegur 6, heilsugæslustöð - Tilkynning um framkvæmdir

Málsnúmer 202105028Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 4. janúar 2021 tilkynnir Svava Bragadóttir fyrir hönd Ríkiseigna um framkvæmdir við viðhald á þaki Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Hólavegi 6. Um minniháttar útlitsbreytingu er að ræða þar sem sagað er ofan af steyptum þakköntum og þakið framlengt yfir kantinn.
Lagt fram til kynningar.

8.Endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028 - Umsögn um auglýsta tillögu

Málsnúmer 202104092Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 15. apríl 2021 óskar Íris Stefánsdóttir fyrir hönd Fjallabyggðar eftir yfirferð og umsögn Dalvíkurbyggðar á auglýstri tillögu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að Aðalskipulagi Fjallabyggðar.

9.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 202103014Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 2. mars 2021 vilja Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga vekja athygli sveitarfélaga á þeim breytingum sem tóku gildi með tvennum nýjum lögum á sviði jafnréttismála sem tóku gildi í desember 2020, en þar er aukin krafa gerð til jafnréttisáætlana sveitarfélaga og að stefnt skuli að því að sveitarfélög verði samfélög án aðgreiningar.
Lagt fram til kynningar.

10.Afgreiðslufundir byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202105029Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð frá fyrsta afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðstjóri
  • Helga Íris Ingólfsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi