Ákvarðanir Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi

Málsnúmer 202401080

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1094. fundur - 25.01.2024

Tekið fyrir bréf frá Persónuvernd, dagsett þann 11. janúar sl, þar sem vísað er til ákvarðana Persónuverndar frá 6. desember sl. vegna úttekta á notkun fimm sveitarfélaga á nemendakerfi Google, Google Workspace frá Education, í grunnskólastarfi. Í ljósi þess að fjöldi grunnskóla notast við Google-nemendakarfið telur Persónuvernd þörf á að vekja athygli allra sveitarfélaga á ákvörðunum. Persónuvernd beinir því til sveitarfélaga sem nota umrætt kerfi að meta hvort þörf er á að gera viðeigandi úrbætur á vinnslu persónuupplýsinga í kerfinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til stjórnenda í grunnskólum sveitarfélagsins, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, persónuverndarfulltrúa, kerfisstjóra og persónuverndarteymis sveitarfélagsins til skoðunar og úrvinnslu.

Fræðsluráð - 290. fundur - 14.02.2024

Tekið fyrir bréf frá Persónuvernd dags. 11. janúar 2024.
Lagt fram til kynningar