Frá Ingimari Guðmundssyni; Sjúkraþálfun Dalvíkur - snyrting í kjallara

Málsnúmer 202401010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1094. fundur - 25.01.2024

Tekið fyrir erindi frá Ingimari Guðmundssyni, dagsett þann 21. janúar 2024, þar sem fram kemur að Sjúkraþjálfun Dalvíkur missir húsnæði sitt í kjallara Hótels Dalvíkur þann 1. febrúar næstkomandi. Eftir skoðun á aðstöðu sem gæti hentað hér á Dalvík þá hafa samningar tekist milli Sjúkraþálfunar Dalvíkur og Landsbankans um leigu á aðstöðu í Ráðhúsinu þar sem Sýslumaður og Marel voru áður til húsa. Fram kemur að þar sé þó einn hængur á; salernisaðstaða er mjög þröng og engan veginn ætluð fyrir hjólastólaaðgengi. Erfiðleikum er bundið að breyta henni og þar með mjög dýrt. Kröfur eru gerðar til aðstöðu sjúkraþjálfara að salerni sé fyrir hreyfihamlaða/hjólastólanotendur. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða að Ráðhúsinu sé gott en ekkert salerni í húsinu er hannað fyrir hjólastóla. Í kjallara hússins eru tvö salerni og við nánari skoðun á þeim með trésmið í för, virðist ekki vera dýrt að breyta öðru þeirra svo það standist kröfur um hjólastólaaðgengi (stækkun á dyrum og færsla á léttum trévegg). Skorað er á sveitarstjórn að beita sér fyrir því að áðurnefndu salerni verði breytt svo það henti fyrir hjólastólanotendur.
Byggðaráð hafnar erindinu þar sem leiga á húsnæði í eigu Landsbankans er ekki á forræði sveitarfélagins. Hvað varðar salerni í kjallara Ráðhússins þá eru þau sameign eigenda hússins og ákvarðanir varðandi breytingar á sameign eiga heima í stjórn húsfélags Ráðhúss Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.