Samningur um vatnsréttindi og fleira í landi Brattavalla.

Málsnúmer 201704092

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 61. fundur - 26.04.2017

Vegna breytinga á þörfum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar á landi fyrir lagnir veitunnar í landi Brattavalla óskuðu landeigendur eftir því að samningurinn vegna vatnsréttinda og afnota vatnsveitunnar á landi í þeirra eigu verði endurskoðaður. Fyrir fundinum liggur endurskoðaður samningur sem tekur tillit til þeirra breytinga á landnotkun vatnsveitunnar sem um ræðir.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða þá tillögu samningi sem liggur fyrir fundinum og sendir afgreiðslu ráðsins til endanlegrar staðfestingar sveitarstjórnar.