Veitu- og hafnaráð

61. fundur 26. apríl 2017 kl. 07:30 - 09:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson vék af fundi kl. 8:30.

1.Fundargerðir 2017

Málsnúmer 201702027Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 393. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 27. mars sl. í Virkisbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.
Lögð fram til kynningar.

2.Umsókn um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017

Málsnúmer 201704088Vakta málsnúmer

Undanfarin fjögur ár hefur Síldarvinnslan á Neskaupsstað rekið sjávarútvegsskóla yfir sumartímann. Skólinn er ætlaður 14 ára nemendum sem eru að byrja í 9. bekk um haustið. Markmiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu um sjávarútveg. Að auki, benda nemendum á þá menntunarmöguleika tengdum sjávarútvegi sem þeim bjóðast í framhalds- og háskólum. Sjávarútvegsskólinn er jafnframt hugsaður sem farvegur til að benda krökkum á þá framtíðarmöguleika sem þau eiga í sinni heimabyggð.



Síðastliðið sumar leitaði Síldarvinnslan til Háskólans á Akureyri og bað um að Háskólinn tæki við sem umsjónaraðili sjávarútvegsskólans. Síldarvinnslan hélt þó áfram ásamt Háskólanum að leiða verkefnið. Sjávarútvegsmiðstöðin við Háskólann á Akureyri hafði umsjón með verkefninu fyrir hönd Háskólans. Hlutverk umsjónaraðila var að sjá um skipulagningu, samskipti við sveitarfélög og samstarfs-fyrirtæki, uppfæra og bæta kennsluefni svo og kennsla.



Fyrirhugað er að styðjast við fyrirkomulag sjávarútvegsskólans síðustu ár og halda svipuðu sniði fyrir fyrirhugaðan Sjávarútvegsskóla Norðurlands. Þannig er gert ráð fyrir að skólinn verði í eina viku á hverjum kennslustað, ætlaður 14 ára nemendum og skipulagður sem hluti af vinnuskóla sveitarfélaganna. Umsjónaraðili skólans vill þannig styðjast við þá reynslu og þekkingu sem hefur byggst upp með þessu verkefni við rekstur skólans á bæði Norðurlandi og Austurlandi sumarið 2017. Kennslustaðir á Norðurlandi eru Akureyri, Húsavík og Dalvík. Kennslustaðir á Austurlandi verða áfram Höfn í Hornafirði, Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður, Seyðisfjörður og Vopnafjörður. Fyrirhugað er að kennsla fari fram á tímabilinu 12. júní til 21. júlí. Þetta verkefni skapar fjögur sumarstörf fyrir nemendur í sjávarútvegsfræði við HA sem sjá munu um kennsluna, tvö á Norðurlandi og tvö á Austurlandi. Það fyrirkomulag gekk mjög vel sumarið 2016 og verður því haldið áfram. Framtíðarsýn okkar er síðan að koma þessum skóla á stoðir um allt land en skipulag og reynsla er þegar fyrir hendi.



Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 250.000kr. frá Dalvíkurhöfn til greiðslu hluta kostnaðar vegna Sjávarútvegsskólans.



Veitu- og hafnaráð telur að sú hugmyndafræði sem fram kemur í erindi frá sjávarútvegsskólanum um kynningu á störfum tengdum sjávarútvegi og þeim möguleikum sem eru til menntunar á þeim vettvangi fyrir yngri kynslóðina sé gagnleg.

Veitu- og hafnaráð hefur vilja til þess að bregðast jákvætt við erindinu en það hefur ekki fjárheimild til að veita umbeðinn styrk og samþykkir samhljóða að vísa því til byggðarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

3.Austurgarður, nýbygging og tilheyrandi

Málsnúmer 201611047Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 19. apríl 2017 frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins kemur eftirfarandi fram:

"Miðvikudaginn 19. apríl 2017 kl 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og í fundarsal Dalvíkurbyggðar opnuð tilboð í "Dalvík ? Grjót- og fyrirstöðugarður við Austurgarð"

Útboðið var opið og auglýst á útboðsvef hins opinbera og útboðsvef Vegagerðarinnar.

Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða.

Eftirtalin tilboð bárust:



Bjóðandi:

Tilboðsupphæð í kr
Hlutfall af

kostnaðaráætlun í%



Norðurtak ehf.


94.280.000,-
82,9%

Dalverk ehf.


97.450.000,-
85,7%

Árni Helgason ehf.

98.840.500,-

86,9%

Vélaþjónusta Messuholti ehf.
125.744.000,-

110,5%

Héraðsverk ehf.


160.928.968,-

141,5%



Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs."
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að óska eftir viðaukum til þess að hægt sé að ljúka þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru vegna gerðar Austurgarðs á árinu 2017, í fyrsta lagi verði framlag vegna framkvæmda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna framangreindra framkvæmda aukið um kr. 37.400.000,-og verði í heild kr. 125.800.000,- og í öðru lagi að viðauki vegna vænts framlags ríkisins á árinu 2018 að fjárhæð kr. 188.600.000,- verði samþykkt. Ráðið samþykkir samhljóða að leggja til að framangreindir viðaukar verði fjármagnaðri með lántöku.

4.Samningur um vatnsréttindi og fleira í landi Brattavalla.

Málsnúmer 201704092Vakta málsnúmer

Vegna breytinga á þörfum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar á landi fyrir lagnir veitunnar í landi Brattavalla óskuðu landeigendur eftir því að samningurinn vegna vatnsréttinda og afnota vatnsveitunnar á landi í þeirra eigu verði endurskoðaður. Fyrir fundinum liggur endurskoðaður samningur sem tekur tillit til þeirra breytinga á landnotkun vatnsveitunnar sem um ræðir.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða þá tillögu samningi sem liggur fyrir fundinum og sendir afgreiðslu ráðsins til endanlegrar staðfestingar sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs