Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201703137

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 110. fundur - 19.04.2017

Með innsendu erindi dags. 30. mars 2017 óskar Páll Ingi Pálsson eftir búfjárleyfi fyrir tólf hesta,tvo hunda og nokkrar landnámshænur samkvæmt meððfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð leggur til að veitt verði leyfi fyrir tveimur hundum með því skilyrði að þeir séu báðir skráðir og örmerktir og allt að fimm landnámshænum. Ráðið bendir á að hanar eru ekki leyfðir í þéttbýli. Hvað varðar búfjárleyfi fyrir tólf hross frestar ráðið þeirri afgreiðslu þar sem fullnægjandi gögn vantar með umsókninni. Ráðið felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.



Guðrún Anna vék af fundi kl. 11:30

Landbúnaðarráð - 111. fundur - 08.06.2017

Á 110 fundi landbúnaðarráðs þann 19. apríl síðastliðinn var umsókn Páls Inga Pálssonar um búfjárleyfi fyrir tólf hross frestað
Þar sem umsækjandi hefur ekki fullnægt skilyrðum sem sett eru við umsókn um búfjárleyfi sér ráðið sér ekki fært að verða við umbeðinni ósk um búfjárleyfi.
Samþykkt með þremur atkvæðum.