Landbúnaðarráð

110. fundur 19. apríl 2017 kl. 10:00 - 12:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Samvinna sveitarfélagsins og MAST

Málsnúmer 201704062Vakta málsnúmer

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttrir dýraeftirlitsmaður frá MAST kom sem gestur á fundinn kl. 10:00 til að fara yfir samvinnu sveitarfélagsins og stofnunarinnar.
Ráðið þakkar Sigurbjörgu Ólöfu fyrir greinargóða yfirferð á eftirliti og samvinnu sveitarfélagsins og MAST.



Sigurbjörg Ólöf vék af fundi kl. 11:01

2.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201703137Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 30. mars 2017 óskar Páll Ingi Pálsson eftir búfjárleyfi fyrir tólf hesta,tvo hunda og nokkrar landnámshænur samkvæmt meððfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð leggur til að veitt verði leyfi fyrir tveimur hundum með því skilyrði að þeir séu báðir skráðir og örmerktir og allt að fimm landnámshænum. Ráðið bendir á að hanar eru ekki leyfðir í þéttbýli. Hvað varðar búfjárleyfi fyrir tólf hross frestar ráðið þeirri afgreiðslu þar sem fullnægjandi gögn vantar með umsókninni. Ráðið felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.



Guðrún Anna vék af fundi kl. 11:30

3.Umsókn um beitiland

Málsnúmer 201703100Vakta málsnúmer

Með innsendum rafpósti dag. 20. mars 2017 óskar Regína Bjarnveig Agnarsdóttir fyrir hönd Páls Inga Pálssonar eftir beitarhólfi í nágrenni Hauganes.
Ráðið frestar afgreiðslu þar sem fullnægjandi gögn vantar með umsókninni. Ráðið felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda og afla frekari gagna fyrir næsta fund ráðsins.

4.Fjallskil og göngur haustið 2017.

Málsnúmer 201704061Vakta málsnúmer

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2017.
Samkvæmt fyrri samþykktum og skoðanakönnunum leggur landbúnaðarráð til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 8. til 10. september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar eða um helgina 15. til 17 september. Framvegis verður reiknað með að önnur og þriðja helgi í september verði fastar gangnahelgar.



Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 6. október og 7. október.





Samþykkt með fjórum atkvæðum.

5.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar mánaðarlegar stöðuskýrslur.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs