Umsókn um beitiland

Málsnúmer 201703100

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 110. fundur - 19.04.2017

Með innsendum rafpósti dag. 20. mars 2017 óskar Regína Bjarnveig Agnarsdóttir fyrir hönd Páls Inga Pálssonar eftir beitarhólfi í nágrenni Hauganes.
Ráðið frestar afgreiðslu þar sem fullnægjandi gögn vantar með umsókninni. Ráðið felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda og afla frekari gagna fyrir næsta fund ráðsins.

Landbúnaðarráð - 111. fundur - 08.06.2017

Á 110. fundi landbúnaðarráðs var tekið fyrir innsendur rafpóstur dag. 20. mars 2017 óskar Regína Bjarnveig Agnarsdóttir fyrir hönd Páls Inga Pálssonar eftir beitarhólfi í nágrenni Hauganes. Afgreiðslu frestað.
Eftir yfirferð á þeim beitilöndum sem eru í eigu Dalvíkurbyggðar sér landbúnaðarráð sér ekki fært að verða við umbeðinni ósk um beitiland.
Ráðið telur að ekki sé laust beitiland í eigu Dalvíkurbyggðar sem henta myndi fyrir stóðhesta eins og fram kemur í umsókn.
Samþykkt með þremur atkvæðum.