Fríar flensusprautur fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201703001

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 214. fundur - 08.03.2017

Í ljósi erfiðrar stöðu sem getur skapast þegar árlegur flensufaraldur gengur yfir leitaði Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, álits fræðsluráðs á því hvort bjóða ætti starfsmönnum skólanna í Dalvíkurbyggð flensusprautur þeim að kostnaðarlausu.
Fræðsluráð mælir samhljóða með að starfsmönnum allra skólanna standi slíkt til boða og gert verði ráð fyrir þessu við gerð næstu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
Guðrún Halldóra og Ágústa fóru af fundi klukkan 9:15.