Innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla

Málsnúmer 201702058

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 214. fundur - 08.03.2017

Með fundarboði fylgdi bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 7. febrúar 2017 þar sem áréttað er að frá og með vori 2017 skulu allir grunnskólar með 10. bekk hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A-D við lok 10. bekkjar grunnskóla.
Gísli Bjarnason gerði grein fyrir stöðunni í Dalvíkurskóla en þar var s.l. vor unnið samkvæmt þessu kerfi við útskrift 10. bekkjar.