Frá Ungmennafélaginu Þorsteinn Svörfuður, Kvenfélaginu Tilraun og Veiðifélagi Svarfdæla; Varðar Rimar, afnot stofnaðila vegna leigu.

Málsnúmer 201701021

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 807. fundur - 12.01.2017

Tekið fyrir erindi frá stjórnum Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar, Kvenfélagsins Tilraunar og Veiðifélags Svarfdæla, rafpóstur dagsettur þann 6. janúar 2017, þar sem fram kemur að félögin sem stofnaðilar í Rimum óska eftir upplýsingum um innihalds fyrirhugaðs samkomulags við nýjan eiganda að Húsabakka um afnot af félagsheimilinu Rimum og hvort verði tekið fullt tillit til hagsmuna félaganna og helstu notenda hússins. Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um hvaða sýn bæjaryfirvöld hafa á framtíð félagsheimilsins Rima sem og að félögin verði upplýst um gang mála hvað viðkemur þessum samningaviðræðum sem standi yfir.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.