Byggðaráð

807. fundur 12. janúar 2017 kl. 13:00 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 205. fundi félagsmálaráðs frá 10. janúar 2016; Sérstakur húsnæðisstuðningur.

Málsnúmer 201701014Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.



Á 205. fundi félagsmálaráðs þann 10. janúar s.l. var eftirfarandi bókað:

"Félagsmálastjóri lagði fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir Dalvíkurbyggð. Félagsmálaráð fór yfir drögin og unnið var að breytingum og lagfæringum sem voru samþykktar með 4 greiddum atkvæðum. Reglunum er vísað til sveitarstjórnar til samþykktar. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreind drög ásamt umsóknareyðublaði.



Til umræðu ofangreint.



Eyrún vék af fundi kl. 13:47.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerðar verði breytingar á 3. tölulið 3. gr. þannig að "og ekki í eigu sveitarfélagsins," falli út.

Byggðaráð vísar reglunum til sveitarstjórnar til afgreiðslu með tillögu að ofangreindum breytingum.

2.Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila.

Málsnúmer 201612123Vakta málsnúmer

Til umræðu samkomulag um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deilda lífeyrissjóða milli ríkis og sveitarfélaga, sbr. rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 29. desember 2016.



Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu þá þarf eftirfarandi að liggja fyrir áður en skrifað er undir samning vegna Dalbæjar:



1. Yfirlýsing sveitarstjóra um upplýsingar um stöðu lífeyrisskuldbindinga og fullnaðaruppgjör.

2. Heimild sveitarstjórnar til samningsgerðar.



Dalbær er sjálfseignarstofnun en þar sem Dalbær er enn skráð sem stofnun sveitarfélags í fyrirtækjaskrá þá þarf líklega aðild Dalvíkurbyggðar hvað varðar samningagerðina.





Sveitarstjóri upplýsti á fundinum að stjórn Dalbæjar fjallaði um málið á fundi sínum þann 10. janúar s.l. og var ákveðið að fela forstöðumanni Dalbæjar og formanni stjórnar Dalbæjar að ganga til samninga við fjármálaráðuneytið um lífeyrisskuldbindingar.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sveitarstjóra undirritun yfirlýsingar sem og heimild til samningagerðar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Jafnframt samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreind heimild sveitarstjóra til undirritunar yfirlýsingar og heimild til samningagerðar veitir ekki heimild til greiðslu á 3% lífeyrisskuldbindingar Dalbæjar eins og kveðið er á um í Samkomulagi um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deild lífeyrissjóða milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem það er Dalbæjar að standa skil á því.

3.Hólavegur 1

Málsnúmer 201701041Vakta málsnúmer

Rætt um sölu á Hólavegi 1

Lagt fram til kynningar.

4.Frá Ungmennafélaginu Þorsteinn Svörfuður, Kvenfélaginu Tilraun og Veiðifélagi Svarfdæla; Varðar Rimar, afnot stofnaðila vegna leigu.

Málsnúmer 201701021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórnum Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar, Kvenfélagsins Tilraunar og Veiðifélags Svarfdæla, rafpóstur dagsettur þann 6. janúar 2017, þar sem fram kemur að félögin sem stofnaðilar í Rimum óska eftir upplýsingum um innihalds fyrirhugaðs samkomulags við nýjan eiganda að Húsabakka um afnot af félagsheimilinu Rimum og hvort verði tekið fullt tillit til hagsmuna félaganna og helstu notenda hússins. Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um hvaða sýn bæjaryfirvöld hafa á framtíð félagsheimilsins Rima sem og að félögin verði upplýst um gang mála hvað viðkemur þessum samningaviðræðum sem standi yfir.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

5.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi Eystra; Rekstarleyfi - Fosshótel.

Málsnúmer 201612110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 21. desember 2016 þar sem Ólafur D. Torfason sækir um sem forsvarsmaður fyrir Íslandshóteli hf. kt. 630169-2919 um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga fyrir Fosshótel Dalvík, Skíðabraut 18, 620. Dalvík, flokkur V.



Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um afgreiðslur byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra, sem liggja ekki fyrir.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201701037Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Náttúrusetur á Húsabakka ses; staða mála.

Málsnúmer 201609083Vakta málsnúmer

Á 792. fundi byggðaráðs þann 15. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hjörleifur Hjartarson, kl. 14:19, en Hjörleifur óskaði eftir að koma á fund byggðaráðs til að ræða málefni Náttúruseturs. Til umræðu fuglasýningin sem verið hefur staðsett á Húsabakka "Friðland fuglanna" sem og umsjón með Friðlandi Svarfdæla. Hjörleifur vék af fundi kl. 15:12.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa til menningarráðs umfjöllun um fuglasýninguna "Friðland fuglanna" og framtíð hennar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að hafa samband við Umhverfisstofnun varðandi samninginn á milli Umhverfisstofunar og Dalvíkurbyggðar hvað varðar Friðland Svarfdæla og umsjón með því."





Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með Umhverfisstofnun og þeim upplýsingum sem hann hefur aflað sér um samninginn á milli Umhverfisstofunar og Dalvíkurbyggðar hvað varðar Friðland Svarfdæla og umsjón með því.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskóla; Athugasemdir KÍ við yfirlýsingu SNS frá 22. desember

Málsnúmer 201701026Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dagsettur þann 9. janúar 2017 þar sem fram kemur að meðfylgjandi er bréf frá stjórn félagsins til sveitarstjórnarmanna þar sem vakin er athygli á frétt á heimasíðu Kennarasambandsins en þar hefur KÍ tekið saman athugasemdir við yfirlýsingu samninganefndar sveitarfélaga frá 22. desember s.l.



Lagt fram til kynningar.

9.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Áætlun vegna dekkjakurls

Málsnúmer 201701025Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. janúar 2017, þar sem fram kemur að umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmi verði skipt út fyrir hættuminna efni á leik- og íþróttavöllum. Hinn 2. júní 2016 samþykkti Alþingi þingsályktun nr. 50/145 um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttaavöllum.
Vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs.

10.Frá Eyþingi; Skipun í fulltrúaráð Eyþings

Málsnúmer 201701033Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, dagsett þann 9. janúar 2016, þar sem vísað er til greinar 5.2. í lögum Eyþings og fjallar um skipun fulltrúaráðs. Dalvíkurbyggð á 2 fulltrúa í ráðið. Óskað er eftir að varafulltrúi verði skipaður fyrir hvern skipaðan aðalfulltrúa.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og upplýsa um fulltrúa Dalvíkurbyggðar, aðal- og varamenn.

11.Frá Eyþingi; 289. fundargerð stjórnar Eyþings frá 2016.

Málsnúmer 201602006Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð stjórnar Eyþings nr. 289 frá 16. desember 2016.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá Eyþingi; 290. fundur stjórnar Eyþings.

Málsnúmer 201701030Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð stjórnar Eyþings nr. 290 frá 6. janúar 2017.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs