Frá Sýslumanninum á Norðurlandi Eystra; Rekstarleyfi - Fosshótel.

Málsnúmer 201612110

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 807. fundur - 12.01.2017

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 21. desember 2016 þar sem Ólafur D. Torfason sækir um sem forsvarsmaður fyrir Íslandshóteli hf. kt. 630169-2919 um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga fyrir Fosshótel Dalvík, Skíðabraut 18, 620. Dalvík, flokkur V.



Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um afgreiðslur byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra, sem liggja ekki fyrir.

Byggðaráð - 821. fundur - 11.05.2017

Á 807. fundi byggðaráðs þann 12. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 21. desember 2016 þar sem Ólafur D. Torfason sækir um sem forsvarsmaður fyrir Íslandshóteli hf. kt. 630169-2919 um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga fyrir Fosshótel Dalvík, Skíðabraut 18, 620. Dalvík, flokkur V.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um afgreiðslur byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra, sem liggja ekki fyrir."



Ofangreind afgreiðsla byggðaráðs var staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar 2017.



Með fundarboði byggðaráðs er bréf frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 8. maí 2017, þar sem fram kemur að búið var að gefa jákvæðar umsóknir vegna Fosshótels Dalvík en búið sé að selja reksturinn og nýr aðili er Aurora Leisure ehf, kt. 460307-0900, og forsvarsmaður Þórarinn Kristjánsson, kt. 0111245-4719. Óskað er eftir samþykki umsagnaraðila að nýr aðili taki við leyfinu.



Fyrir liggur umsögn byggingafulltrúa.





Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra.